Þarf ekki að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2021 08:55 Frá Hörgársveit. Vísir/Arnar Landeigandi í Hörgársveit þarf ekki að greiða kostnað sem féll á Hörgársveit þegar sveitarfélagið lét handsama tvo graðhesta sem sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sneri þar með við dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra frá síðasta ári þar sem landeigandinn var dæmdur til að greiða sveitarfélaginu rúma eina milljón króna vegna málsins. Málið má rekja til þess að í ágúst 2017 varð bóndi í Hörgársveit var við tvo graðhesta og fleiri hross á landi sínu. Hafði hann samband við sveitarstjórann sem kom því í verk að graðhestarnir voru handsamaðir og fjarlægðir. Haft var samband við þann sem talinn var eigandi hestanna, umræddur landeigandi, og honum gefinn kostur á því að ná í þá og greiða þann kostnað sem féll til þegar þeir voru handsamaðir. Varð hann ekki við því og svo fór að hestarnir tveir voru boðin upp á nauðungaruppboði. Sveitarfélagið keypti hestana og lét lóga þeim. Sveitarfélagið krafði svo landeigandann um greiðslu kostnaðar vegna graðhestanna, sem landeigandinn neitaði að borga, þannig að úr varð umrætt dómsmál. Eftir að héraðsdómur dæmdi sveitarfélaginu í vil áfrýjaði landeigandinn til Landsréttar, sem kvað upp dóm sinn á föstudaginn í síðustu viku. Tókst ekki að sanna eignarhaldið Í dómi Landsréttar kemur fram að engin sönnunargögn liggi fyrir í málinum um að landeigandinn hafi verið eigandi eða umráðamaður umræddra graðhesta. Þótt að lagt hafi verið til grundvallar að hestarnir hafi komið frá landi í eigu landeigands, hafi ekkert verið gert til þess að kanna afstöðu annarra hestaeiganda sem fyrir liggur að voru með hesta í vörslu á landinu á umræddum tíma. Taldi Landsréttur því rétt að láta sveitarfélagið bera hallann af sönnunarskorti um að landeigandinn hafi verið umráðamaður eða eigandi hestana. Þarf hann því ekki að greiða þann kostnað sem féll á Hörgársveit vegna málsins. Dómsmál Hörgársveit Hestar Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Þarf að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt bónda til þess að greiða sveitarfélaginu Hörgársveit rétt rúma milljón vegna kostnaðar sem féll til þegar tveir graðhestar sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit. 4. maí 2020 17:54 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sneri þar með við dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra frá síðasta ári þar sem landeigandinn var dæmdur til að greiða sveitarfélaginu rúma eina milljón króna vegna málsins. Málið má rekja til þess að í ágúst 2017 varð bóndi í Hörgársveit var við tvo graðhesta og fleiri hross á landi sínu. Hafði hann samband við sveitarstjórann sem kom því í verk að graðhestarnir voru handsamaðir og fjarlægðir. Haft var samband við þann sem talinn var eigandi hestanna, umræddur landeigandi, og honum gefinn kostur á því að ná í þá og greiða þann kostnað sem féll til þegar þeir voru handsamaðir. Varð hann ekki við því og svo fór að hestarnir tveir voru boðin upp á nauðungaruppboði. Sveitarfélagið keypti hestana og lét lóga þeim. Sveitarfélagið krafði svo landeigandann um greiðslu kostnaðar vegna graðhestanna, sem landeigandinn neitaði að borga, þannig að úr varð umrætt dómsmál. Eftir að héraðsdómur dæmdi sveitarfélaginu í vil áfrýjaði landeigandinn til Landsréttar, sem kvað upp dóm sinn á föstudaginn í síðustu viku. Tókst ekki að sanna eignarhaldið Í dómi Landsréttar kemur fram að engin sönnunargögn liggi fyrir í málinum um að landeigandinn hafi verið eigandi eða umráðamaður umræddra graðhesta. Þótt að lagt hafi verið til grundvallar að hestarnir hafi komið frá landi í eigu landeigands, hafi ekkert verið gert til þess að kanna afstöðu annarra hestaeiganda sem fyrir liggur að voru með hesta í vörslu á landinu á umræddum tíma. Taldi Landsréttur því rétt að láta sveitarfélagið bera hallann af sönnunarskorti um að landeigandinn hafi verið umráðamaður eða eigandi hestana. Þarf hann því ekki að greiða þann kostnað sem féll á Hörgársveit vegna málsins.
Dómsmál Hörgársveit Hestar Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Þarf að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt bónda til þess að greiða sveitarfélaginu Hörgársveit rétt rúma milljón vegna kostnaðar sem féll til þegar tveir graðhestar sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit. 4. maí 2020 17:54 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Þarf að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt bónda til þess að greiða sveitarfélaginu Hörgársveit rétt rúma milljón vegna kostnaðar sem féll til þegar tveir graðhestar sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit. 4. maí 2020 17:54