Fólk þurfi að svara því hvort það sé umhverfissinnar eða virkjanaandstæðingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2021 10:18 Daníel Jakobsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Vísir/sigurjón Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar krefst þess að skoðaður verði möguleiki á vatnsaflsvirkjun í friðlandi Vatnsfjarðar, sem hann telur bæði hagkvæmari og umhverfisvænni en aðra valkosti. Orkubú Vestfjarða telur að með virkjuninni mætti tífalda grænt varaafl á Vestfjörðum. Stór hluti fyrirhugaðs þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum er friðland, þar á meðal Vatnsfjörður - þar sem uppi eru hugmyndir um að reisa 20-30 megawatta vatnsaflsvirkjun. Eins og friðlýsingarskilmálarnir líta út núna væri óheimilt að taka virkjunina inn í rammaáætlun. Orkubú Vestfjarða vill því að skilmálunum verði breytt, svo orkunýting innan þjóðgarðsins verði möguleg. Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar telur fáa kosti í stöðunni til að mæta nauðsynlegri orkuþörf Vestfirðinga; tvöföldun á 160 kílómetra langri línu úr Hrútafirði sé til að mynda ekki fýsileg. „Það er talið að áhrifasvæði af slíkri línu sé fimm kílómetrar í sitthvora áttina þannig að það er 1600 ferkílómetra svæði sem færi undir þessa línu, hún er gríðarlega kostnaðarsöm, kostar um 16-20 milljarða og það koma engar nýjar tekjur á móti framkvæmdinni.“ Telur virkjunina ódýrasta og arðbærasta kostinn Virkjun í Vatnsfirði myndi hins vegar standa alveg undir sér. „Hann er alveg við rafmagnslínurnar og það er hægt að virkja þarna að sögn kunnugra á þann hátt að það hefur mjög lítil áhrif á umhverfið. Það er sannarlega þannig að þegar friðlandið var stofnað á sínum tíma var það til að vernda birkiskóga og margir tala um að friðlýsingarskilmálarnir séu það opnir að þeir hafi opnað fyrir orkuöflun á þessu svæði,“ segir Daníel. Það sé þess vegna krafa bæjarráðs að stjórnvöld kanni þennan möguleika af alvöru. „Ég held að fólk þurfi að svara því hvort það sé umhverfissinnar eða virkjanaandstæðingar, ef við erum sammála um að það vanti rafmagn inn á Vestfirði, sem ég held að allir hljóti að vera sammála um, þá fæ ég ekki séð að við ætlum að hafna kosti sem er ódýrastur, arðbærastur og bestur fyrir umhverfið.“ Orkumál Ísafjarðarbær Vatnsaflsvirkjanir Þjóðgarðar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Stór hluti fyrirhugaðs þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum er friðland, þar á meðal Vatnsfjörður - þar sem uppi eru hugmyndir um að reisa 20-30 megawatta vatnsaflsvirkjun. Eins og friðlýsingarskilmálarnir líta út núna væri óheimilt að taka virkjunina inn í rammaáætlun. Orkubú Vestfjarða vill því að skilmálunum verði breytt, svo orkunýting innan þjóðgarðsins verði möguleg. Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar telur fáa kosti í stöðunni til að mæta nauðsynlegri orkuþörf Vestfirðinga; tvöföldun á 160 kílómetra langri línu úr Hrútafirði sé til að mynda ekki fýsileg. „Það er talið að áhrifasvæði af slíkri línu sé fimm kílómetrar í sitthvora áttina þannig að það er 1600 ferkílómetra svæði sem færi undir þessa línu, hún er gríðarlega kostnaðarsöm, kostar um 16-20 milljarða og það koma engar nýjar tekjur á móti framkvæmdinni.“ Telur virkjunina ódýrasta og arðbærasta kostinn Virkjun í Vatnsfirði myndi hins vegar standa alveg undir sér. „Hann er alveg við rafmagnslínurnar og það er hægt að virkja þarna að sögn kunnugra á þann hátt að það hefur mjög lítil áhrif á umhverfið. Það er sannarlega þannig að þegar friðlandið var stofnað á sínum tíma var það til að vernda birkiskóga og margir tala um að friðlýsingarskilmálarnir séu það opnir að þeir hafi opnað fyrir orkuöflun á þessu svæði,“ segir Daníel. Það sé þess vegna krafa bæjarráðs að stjórnvöld kanni þennan möguleika af alvöru. „Ég held að fólk þurfi að svara því hvort það sé umhverfissinnar eða virkjanaandstæðingar, ef við erum sammála um að það vanti rafmagn inn á Vestfirði, sem ég held að allir hljóti að vera sammála um, þá fæ ég ekki séð að við ætlum að hafna kosti sem er ódýrastur, arðbærastur og bestur fyrir umhverfið.“
Orkumál Ísafjarðarbær Vatnsaflsvirkjanir Þjóðgarðar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira