Frestar útgáfu Kennedy-skjalanna aftur Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2021 14:52 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill að skjölunum verði komið á rafrænt form þegar þau verða birt. AP/Evan Vucci Hvíta húsið tilkynnti á föstudaginn að skjöl sem snúa að morði John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verði ekki opinberuð strax. Opinberuninni verði frestað vegna Covid-19 þar sem sérfræðingar þurfi meiri tíma til að fara yfir skjölin og tryggja að þau innihaldi engin leyndarmál. Kennedy var skotinn til bana árið 1963 Í minnisblaði sem Hvíta húsið birti á föstudaginn skrifaði Joe Biden, forseti, að faraldur kórónuveirunnar hefðu komið niður á störfum opinberra starfsmanna og því væri ekki hægt að birta skjölin strax. Forsetinn sagði að hluta skjalanna ætti að birta seinna á þessu ári en restina í fyrsta lagi í desember árið 2022. Biden sagði þó í minnisblaðinu að hann hefði kallað eftir áætlun um að koma öllum skjölunum á rafrænt form. Um 300 þúsund skjöl er að ræða. Donald Trump, fyrrverandi forseti, tók einnig ákvörðun um að tefja birtingu skjalanna árið 2018. Bandaríkjaþing samþykkti lög árið 1992 um að öll opinber skjöl vegna morðsins ætti að opinbera. Það yrði að gera til að almenningur gæti kynnt sér sannleikann um morðið sem hefur leitt af sér margar samsæriskenningar í gegnum árin. Lögin innihéldu þó klausur, samkvæmt frétt NPR, um að fresta ætti útgáfu skjalanna ef opinberun þeirra myndi valda hernum, leyniþjónustum eða löggæslustofnunum skaða. Búast ekki við miklu Í frétt Politico er bent á að kannanir sýni fram á að meirihluti Bandaríkjamanna trúi ekki niðurstöðu Warren-rannsóknarnefndarinnar svokölluðu um að Lee Harvey Oswald hefði skotið Kennedy til bana og hann hefði einn staðið við morðið. Oswald var fyrrverandi landgönguliði sem hafði um tíma flúið til Sovétríkjanna. Hann var svo skotinn til bana í haldi lögreglu af Jack Ruby. Þá bendir Politico á niðurstöðu þingnefndar frá árinu 1978 um að Kennedy hefði líklega verið myrtur vegna einhvers konar samsæris. Miðillinn hefur eftir sagnfræðingum og rannsakendum að þeir búist ekki við því að skjölin muni hafa mikil áhrif á umræðuna um morð Kennedy, þegar þau verða loks birt. Bandaríkin Joe Biden Kalda stríðið Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Kennedy var skotinn til bana árið 1963 Í minnisblaði sem Hvíta húsið birti á föstudaginn skrifaði Joe Biden, forseti, að faraldur kórónuveirunnar hefðu komið niður á störfum opinberra starfsmanna og því væri ekki hægt að birta skjölin strax. Forsetinn sagði að hluta skjalanna ætti að birta seinna á þessu ári en restina í fyrsta lagi í desember árið 2022. Biden sagði þó í minnisblaðinu að hann hefði kallað eftir áætlun um að koma öllum skjölunum á rafrænt form. Um 300 þúsund skjöl er að ræða. Donald Trump, fyrrverandi forseti, tók einnig ákvörðun um að tefja birtingu skjalanna árið 2018. Bandaríkjaþing samþykkti lög árið 1992 um að öll opinber skjöl vegna morðsins ætti að opinbera. Það yrði að gera til að almenningur gæti kynnt sér sannleikann um morðið sem hefur leitt af sér margar samsæriskenningar í gegnum árin. Lögin innihéldu þó klausur, samkvæmt frétt NPR, um að fresta ætti útgáfu skjalanna ef opinberun þeirra myndi valda hernum, leyniþjónustum eða löggæslustofnunum skaða. Búast ekki við miklu Í frétt Politico er bent á að kannanir sýni fram á að meirihluti Bandaríkjamanna trúi ekki niðurstöðu Warren-rannsóknarnefndarinnar svokölluðu um að Lee Harvey Oswald hefði skotið Kennedy til bana og hann hefði einn staðið við morðið. Oswald var fyrrverandi landgönguliði sem hafði um tíma flúið til Sovétríkjanna. Hann var svo skotinn til bana í haldi lögreglu af Jack Ruby. Þá bendir Politico á niðurstöðu þingnefndar frá árinu 1978 um að Kennedy hefði líklega verið myrtur vegna einhvers konar samsæris. Miðillinn hefur eftir sagnfræðingum og rannsakendum að þeir búist ekki við því að skjölin muni hafa mikil áhrif á umræðuna um morð Kennedy, þegar þau verða loks birt.
Bandaríkin Joe Biden Kalda stríðið Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira