Hvarf í fjögur ár en birtist óvænt í dag Snorri Másson skrifar 25. október 2021 21:30 Narfi er á níunda ári en hefur verið á flakki síðustu fjögur. Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til, og kötturinn er kominn til eiganda síns í miðbæinn eftir allan þennan tíma. Vísir Kötturinn Narfi er fundinn. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að fjögur ár eru síðan hann lét sig hverfa út um glugga í Hlíðunum. Eigandinn er í skýjunum, þótt kötturinn hafi óneitanlega elst um nokkur ár. Narfi hafði verið týndur í fjögur ár en í dag gerðist hið ótrúlega að eigandi hans hafði upp á honum eftir alla leitina. Hann var reyndar farinn að heita Keli í Kattholti en allt var það byggt á misskilningi. Keli, Narfi eða hvað það nú er, eins og danskur málsháttur kveður réttilega á um ber elskað barn ævinlega mörg nöfn. Þótt raunverulegt nafn kattarins sé sannarlega Narfi er ekki óeðlilegt að einhver hafi á einhverjum tímapunkti gefið honum nafnið Keli á týnda tímabilinu. „Það hefur örugglega bara verið af því að hann er svo svakalega kelinn. Hann er alger elska þessi köttur,“ segir Tómas Hafsteinsson sjómaður, eigandi Narfa. Narfi er upphaflega frá Selfossi og var gefinn til Tómasar þar sem hann bjó í Neskaupstað fyrir tæpum níu árum. Kettlingurinn óx úr grasi fyrir austan en þar kom að Tómas fluttist til Reykjavíkur vegna vinnu og Narfi með. „Hann gat ekki farið með okkur á þáverandi heimili og þá fer hann í pössun hér í Hlíðunum og lét sig hverfa út um gluggann tveimur dögum síðar. Svo erum við búin að leita að honum í hverfinu og svo hef ég verið á sjó þannig að maður getur ekki alltaf verið. Hann er víst búinn að eiga einhver fjögur heimili í millitíðinni kallinn,“ segir Tómas. Narfi er víðförull miðað við kött.Stöð 2 Tómas gaf aldrei upp vonina á að finna Narfa aftur og leit alltaf inn á vef Kattholts þegar hann átti stund milli stríða. Í morgun rak hann upp stór augu þegar kötturinn birtist allt í einu svo ekki varð um villst. Hann rauk uppeftir og í fangi hans varð Keli aftur að gamla góða Narfa. „Ég er bara í skýjunum. Litli kallinn er kominn heim,“ segir Tómas. Hvernig er að sjá köttinn sinn aftur eftir allan þennan tíma? „Maður náttúrulega kannaðist við hann strax, en hann er náttúrulega orðinn svolítið gamall, það er bara eina. Orðinn átta eða níu ára gamall,“ segir Tómas. Aðeins stærri kannski? „Það er kannski kominn smá poki á hann,“ segir eigandinn. Dýr Reykjavík Kettir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Sjá meira
Narfi hafði verið týndur í fjögur ár en í dag gerðist hið ótrúlega að eigandi hans hafði upp á honum eftir alla leitina. Hann var reyndar farinn að heita Keli í Kattholti en allt var það byggt á misskilningi. Keli, Narfi eða hvað það nú er, eins og danskur málsháttur kveður réttilega á um ber elskað barn ævinlega mörg nöfn. Þótt raunverulegt nafn kattarins sé sannarlega Narfi er ekki óeðlilegt að einhver hafi á einhverjum tímapunkti gefið honum nafnið Keli á týnda tímabilinu. „Það hefur örugglega bara verið af því að hann er svo svakalega kelinn. Hann er alger elska þessi köttur,“ segir Tómas Hafsteinsson sjómaður, eigandi Narfa. Narfi er upphaflega frá Selfossi og var gefinn til Tómasar þar sem hann bjó í Neskaupstað fyrir tæpum níu árum. Kettlingurinn óx úr grasi fyrir austan en þar kom að Tómas fluttist til Reykjavíkur vegna vinnu og Narfi með. „Hann gat ekki farið með okkur á þáverandi heimili og þá fer hann í pössun hér í Hlíðunum og lét sig hverfa út um gluggann tveimur dögum síðar. Svo erum við búin að leita að honum í hverfinu og svo hef ég verið á sjó þannig að maður getur ekki alltaf verið. Hann er víst búinn að eiga einhver fjögur heimili í millitíðinni kallinn,“ segir Tómas. Narfi er víðförull miðað við kött.Stöð 2 Tómas gaf aldrei upp vonina á að finna Narfa aftur og leit alltaf inn á vef Kattholts þegar hann átti stund milli stríða. Í morgun rak hann upp stór augu þegar kötturinn birtist allt í einu svo ekki varð um villst. Hann rauk uppeftir og í fangi hans varð Keli aftur að gamla góða Narfa. „Ég er bara í skýjunum. Litli kallinn er kominn heim,“ segir Tómas. Hvernig er að sjá köttinn sinn aftur eftir allan þennan tíma? „Maður náttúrulega kannaðist við hann strax, en hann er náttúrulega orðinn svolítið gamall, það er bara eina. Orðinn átta eða níu ára gamall,“ segir Tómas. Aðeins stærri kannski? „Það er kannski kominn smá poki á hann,“ segir eigandinn.
Dýr Reykjavík Kettir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Sjá meira