Æft og bömpað í hitanum hjá íslenska CrossFit fólkinu í Austin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2021 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru byrjaðar að æfa í hitanum í Texas. Instagram/@anniethorisdottir Íslensku keppendurnir hafa skilað sér til Texas fylkis í Bandaríkjunum þar sem framundan er Rogue Invitational boðsmótið sem byrjar í lok vikunnar. Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson keppa öll á mótinu og það gerir Þuríður Erla Helgadóttir líka. Anníe, Katrín og Björgvin komu frá Íslandi en Þuríður Erla er búsett í Sviss. Rogue Invitational er þriggja daga mót. Það eru tvær greinar á föstudaginn, þrjár á laugardaginn og loks tvær greinar á lokadeginum. Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist komust á pall þegar mótið fór fram síðast með hefðbundnum hætti árið 2019 en þá var Katrín Tanja einnig í fjórða sæti. Í fyrra fór mótið fram í gegnum netið og þá voru bæði Björgvin Karl og Sara í öðru sæti. Sara er ekki með á mótinu í ár þar sem hún er á fullu í Dúbaí að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta mót eftir krossbandsslit sem verður í desember. Þetta verður því í fyrsta sinn í sögu Rogue Invitational mótsins að Sara verður ekki á verðlaunapalli. Ísland á aftur á móti möguleika á að skila konu á pall þriðja árið í röð enda þrjár öflugar íslenska CrossFit konur meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Það eru auðvitað mikil viðbrigði fyrir íslenska hópinn að fara úr veðrinu á Íslandi yfir í hitann í Texas. Þar hefur verið í kringum þrjátíu stiga hiti og mikill raki. Að þessu sinni fékk Katrín Tanja að kynnast því í fyrsta sinn í langan tíma en oftast hefur hún verið við æfingar úti í Bandaríkjunum fyrir stórmót. Að þessu sinni æfði hún með Anníe á Íslandi. Anníe hefur reynsluna af þessum skiptum og það mátti sjá hana á samfélagsmiðlum eyða dágóðum tíma í gufubaði í undirbúningi sínum fyrir það að keppa í hitanum í Texas. Anníe Mist setti líka í nótt inn myndband inn á síðuna sína þar sem sjá frá fyrstu æfingu hópsins í Austin. Það fer ekkert á milli mála að það er heitt og mikill raki hjá þeim enda má sjá stórar viftur í kringum okkar fólk. Uppáhaldið hennar Anníe sagði hún þó vera bömpið hjá vinkonunum sem sjá má í lok myndbandsins. Það má sjá þetta myndband hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Handbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson keppa öll á mótinu og það gerir Þuríður Erla Helgadóttir líka. Anníe, Katrín og Björgvin komu frá Íslandi en Þuríður Erla er búsett í Sviss. Rogue Invitational er þriggja daga mót. Það eru tvær greinar á föstudaginn, þrjár á laugardaginn og loks tvær greinar á lokadeginum. Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist komust á pall þegar mótið fór fram síðast með hefðbundnum hætti árið 2019 en þá var Katrín Tanja einnig í fjórða sæti. Í fyrra fór mótið fram í gegnum netið og þá voru bæði Björgvin Karl og Sara í öðru sæti. Sara er ekki með á mótinu í ár þar sem hún er á fullu í Dúbaí að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta mót eftir krossbandsslit sem verður í desember. Þetta verður því í fyrsta sinn í sögu Rogue Invitational mótsins að Sara verður ekki á verðlaunapalli. Ísland á aftur á móti möguleika á að skila konu á pall þriðja árið í röð enda þrjár öflugar íslenska CrossFit konur meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Það eru auðvitað mikil viðbrigði fyrir íslenska hópinn að fara úr veðrinu á Íslandi yfir í hitann í Texas. Þar hefur verið í kringum þrjátíu stiga hiti og mikill raki. Að þessu sinni fékk Katrín Tanja að kynnast því í fyrsta sinn í langan tíma en oftast hefur hún verið við æfingar úti í Bandaríkjunum fyrir stórmót. Að þessu sinni æfði hún með Anníe á Íslandi. Anníe hefur reynsluna af þessum skiptum og það mátti sjá hana á samfélagsmiðlum eyða dágóðum tíma í gufubaði í undirbúningi sínum fyrir það að keppa í hitanum í Texas. Anníe Mist setti líka í nótt inn myndband inn á síðuna sína þar sem sjá frá fyrstu æfingu hópsins í Austin. Það fer ekkert á milli mála að það er heitt og mikill raki hjá þeim enda má sjá stórar viftur í kringum okkar fólk. Uppáhaldið hennar Anníe sagði hún þó vera bömpið hjá vinkonunum sem sjá má í lok myndbandsins. Það má sjá þetta myndband hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Handbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Sjá meira