Loka fyrir flugumferð og forsætisráðherrann sagður heill á húfi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2021 16:36 Yfirhershöfðinginn Abdel Fattah al-Burhan segir forsætisráðherra Súdans í öruggu skóli á heimili sínu. Getty/Mahmoud Hjaj Flugmálastofnun Súdan hefur lokað fyrir alla umferð um alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Khartoum þar til á laugardag vegna ástandsins sem ríkir í landinu. Súdönsk lofthelgi er þó enn opin hjáumferð. Súdanski herinn framdi í gær valdarán og hefur tekið Abdallah Hamdok forsætisráðherra landsins höndum, auk nokkurra ráðherra í ríkisstjórn hans. Enn eru þó einhver ráðuneyti í stjórn stuðningsmanna forsætisráðherrans. Miklar óeirðir hafa verið á götum súdanskra borga frá því í gær og hafa nokkrir fallið í átökum. Yfirmaður súdanska hersins sagði í ávarpi í dag að herinn hafi neyðst til að fremja valdarán vegna þess að borgarastyrjöld hafi verið yfirvofandi. Herinn steypti bráðabirgðastjórn frá völdum sem sett var á laggirnar fyrir tveimur árum eftir að Omar al-Bashir var steypt af stóli eftir áratuga valdasetu. Abdel Fattah al-Burhan, yfirmaður súdanska hersins, sagði í ávarpi sínu í dag að ekkert annað hafi verið í stöðunni fyrir herinn en að koma stjórnmálamönnunum frá völdum, en þeir hafi verið að grafa undan hernum. „Það sem við urðum vitni að í síðustu viku hefði komið af stað borgarastyrjöld í landinu,“ sagði Burhan og vísaði þar, samkvæmt frétt Reuters, í mótmæli sem haldin voru vegna slúðursagna um yfirvofandi valdarán. Burhan tilkynnti jafnframt að Hamdok hafi ekki hlotið mein af þegar hann var handtekinn í gær og hafi verið fluttur á heimili Burhans sjálfs. „Forsætisráðherrann var fyrst á sínu eigin heimili en við hræddumst að hann væri í hættu þar svo hann var fluttur inn á heimili mitt.“ Burhan tilkynnti í gær að stjórnarráð almennings og hersins, sem sett var á laggirnar í kjölfar þess að Bashir var steypt af stóli, hafi verið leyst upp. Ráðið var stofnað til að tryggja að almenningur og herinn deildu völdum og til að tryggja að frjálsar kosningar færu fram í landinu. Súdan Tengdar fréttir Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07 Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16 Ráðherrar handteknir af hernum í Súdan Nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans voru handteknir á heimilum sínum í nótt og svo virðist sem herinn í landinu hafi framið valdarán. 25. október 2021 06:43 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Sjá meira
Súdanski herinn framdi í gær valdarán og hefur tekið Abdallah Hamdok forsætisráðherra landsins höndum, auk nokkurra ráðherra í ríkisstjórn hans. Enn eru þó einhver ráðuneyti í stjórn stuðningsmanna forsætisráðherrans. Miklar óeirðir hafa verið á götum súdanskra borga frá því í gær og hafa nokkrir fallið í átökum. Yfirmaður súdanska hersins sagði í ávarpi í dag að herinn hafi neyðst til að fremja valdarán vegna þess að borgarastyrjöld hafi verið yfirvofandi. Herinn steypti bráðabirgðastjórn frá völdum sem sett var á laggirnar fyrir tveimur árum eftir að Omar al-Bashir var steypt af stóli eftir áratuga valdasetu. Abdel Fattah al-Burhan, yfirmaður súdanska hersins, sagði í ávarpi sínu í dag að ekkert annað hafi verið í stöðunni fyrir herinn en að koma stjórnmálamönnunum frá völdum, en þeir hafi verið að grafa undan hernum. „Það sem við urðum vitni að í síðustu viku hefði komið af stað borgarastyrjöld í landinu,“ sagði Burhan og vísaði þar, samkvæmt frétt Reuters, í mótmæli sem haldin voru vegna slúðursagna um yfirvofandi valdarán. Burhan tilkynnti jafnframt að Hamdok hafi ekki hlotið mein af þegar hann var handtekinn í gær og hafi verið fluttur á heimili Burhans sjálfs. „Forsætisráðherrann var fyrst á sínu eigin heimili en við hræddumst að hann væri í hættu þar svo hann var fluttur inn á heimili mitt.“ Burhan tilkynnti í gær að stjórnarráð almennings og hersins, sem sett var á laggirnar í kjölfar þess að Bashir var steypt af stóli, hafi verið leyst upp. Ráðið var stofnað til að tryggja að almenningur og herinn deildu völdum og til að tryggja að frjálsar kosningar færu fram í landinu.
Súdan Tengdar fréttir Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07 Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16 Ráðherrar handteknir af hernum í Súdan Nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans voru handteknir á heimilum sínum í nótt og svo virðist sem herinn í landinu hafi framið valdarán. 25. október 2021 06:43 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Sjá meira
Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26. október 2021 07:07
Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25. október 2021 16:16
Ráðherrar handteknir af hernum í Súdan Nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans voru handteknir á heimilum sínum í nótt og svo virðist sem herinn í landinu hafi framið valdarán. 25. október 2021 06:43