Geimklósettið til vandræða í geimfari SpaceX Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2021 08:58 Geimfararnir fjórir. SpaceX/AP Allt leit út fyrir að geimskot SpaceX í september, þar sem fjórir geimfarar fóru hringinn í kringum jörðina í Crew Dragon geimfarinu, hafi gengið hnökralaust fyrir sig. Annað kom á daginn þegar heim var komið. Gat hafði komið á pípulagnir geimklósettsins um borð. New York Times greinir frá en umrædd geimferð átti sér stað í síðasta mánuð. Var hún söguleg fyrir margar sakir en um borð voru fjórir almennir borgarar. Fjórmenningarnir vörðu þremur dögum á braut um jörðina og voru þeir fyrstu geimferðamennirnir sem SpaceX sendir út í geim. Auðjöfurinn Jared Isaacman borgaði ónefndar milljónir bandaríkjadala fyrir fríðindin og vildi með þessu sýna að venjulegt fólk gæti gert drauma um geimferð að veruleika. Með Isaacman í för var Hayley Arceneaux, 39 ára heilbrigðisstarfsmaður sem lifði afkrabbamein í æsku, Chris Sembroski, 42 ára gagnaverkfræðingur og fyrrverandi meðlimur í bandaríska flughernum, og Sian Proctor, 51 árs kennari og jarðvísindamaður. Times greinir frá því að þegar aftur til jarðar var komið varð ljóst að eitthvað óvenjulegt hafði átt sér stað undir gólfi hylkisins þar sem geimfararnir dvöldu, þar leyndist þvag hafa sprautast út um allt. Þvag mætir viftu Ekki er hægt að fara út í geim og dvelja þar dögum saman án þess að klósett sé með í för, og segir í frétt Times að svo virðist sem að gat hafi komið á pípu úr klósettinu. Það hafi gert það að verkum að þvag hafi lekið í rýmið undir gólfinu. Þar lenti það á viftu sem skapar sog sem notað er til að sturta niður eftir að geimfararnir hafa lokið sér af á klósettinu. Þetta gerði það að verkum að þvagið dreifðist út um allt í rýminu. Hylkið lenti í Atlantshafinu með fjórum fallhlífum eftir þriggja daga ferð á braut um jörðu.SpaceX/AP Fram kemur í frétt Times að geimfararnir fjórir hafi ekki orðið varir við vandamálið fyrr en heim var komið. Að vísu kom upp viðvörunarljós um að eitthvað væri að umræddri viftu. Sérfræðingar SpaceX uppgötvuðu lekann og þvagið þegar þeir ætluðu að skoða viftuna eftir geimferðina. Í september ýjaði Elon Musk, stofnandi SpaceX, að því að eitthvað hafi komið upp varðandi klósettið í ferðinni, en á Twitter sagði hann að stefnt yrði að laga klósettin, þar sem ákveðin vandræði hafi komið upp með það í ferðinni. Definitely upgraded toilets :) We had some challenges with it this flight.— Elon Musk (@elonmusk) September 21, 2021 Crew Dragon verður aftur á ferðinni um helgina fjórir geimfarar NASA fá far með SpaceX í Alþjóðlegu geimstöðina. Vonandi verður búið að laga klósettið fyrir þá ferð. Geimurinn SpaceX Vísindi Bandaríkin Tengdar fréttir Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Fjórir almennir borgarar sem skotið var á braut um jörðu á miðvikudag sneru aftur heilu og höldnu í nótt þegar SpaceX Crew Dragon geimfar þeirra lenti á sjó nærri strönd Flórída. 19. september 2021 10:01 Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
New York Times greinir frá en umrædd geimferð átti sér stað í síðasta mánuð. Var hún söguleg fyrir margar sakir en um borð voru fjórir almennir borgarar. Fjórmenningarnir vörðu þremur dögum á braut um jörðina og voru þeir fyrstu geimferðamennirnir sem SpaceX sendir út í geim. Auðjöfurinn Jared Isaacman borgaði ónefndar milljónir bandaríkjadala fyrir fríðindin og vildi með þessu sýna að venjulegt fólk gæti gert drauma um geimferð að veruleika. Með Isaacman í för var Hayley Arceneaux, 39 ára heilbrigðisstarfsmaður sem lifði afkrabbamein í æsku, Chris Sembroski, 42 ára gagnaverkfræðingur og fyrrverandi meðlimur í bandaríska flughernum, og Sian Proctor, 51 árs kennari og jarðvísindamaður. Times greinir frá því að þegar aftur til jarðar var komið varð ljóst að eitthvað óvenjulegt hafði átt sér stað undir gólfi hylkisins þar sem geimfararnir dvöldu, þar leyndist þvag hafa sprautast út um allt. Þvag mætir viftu Ekki er hægt að fara út í geim og dvelja þar dögum saman án þess að klósett sé með í för, og segir í frétt Times að svo virðist sem að gat hafi komið á pípu úr klósettinu. Það hafi gert það að verkum að þvag hafi lekið í rýmið undir gólfinu. Þar lenti það á viftu sem skapar sog sem notað er til að sturta niður eftir að geimfararnir hafa lokið sér af á klósettinu. Þetta gerði það að verkum að þvagið dreifðist út um allt í rýminu. Hylkið lenti í Atlantshafinu með fjórum fallhlífum eftir þriggja daga ferð á braut um jörðu.SpaceX/AP Fram kemur í frétt Times að geimfararnir fjórir hafi ekki orðið varir við vandamálið fyrr en heim var komið. Að vísu kom upp viðvörunarljós um að eitthvað væri að umræddri viftu. Sérfræðingar SpaceX uppgötvuðu lekann og þvagið þegar þeir ætluðu að skoða viftuna eftir geimferðina. Í september ýjaði Elon Musk, stofnandi SpaceX, að því að eitthvað hafi komið upp varðandi klósettið í ferðinni, en á Twitter sagði hann að stefnt yrði að laga klósettin, þar sem ákveðin vandræði hafi komið upp með það í ferðinni. Definitely upgraded toilets :) We had some challenges with it this flight.— Elon Musk (@elonmusk) September 21, 2021 Crew Dragon verður aftur á ferðinni um helgina fjórir geimfarar NASA fá far með SpaceX í Alþjóðlegu geimstöðina. Vonandi verður búið að laga klósettið fyrir þá ferð.
Geimurinn SpaceX Vísindi Bandaríkin Tengdar fréttir Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53 Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Fjórir almennir borgarar sem skotið var á braut um jörðu á miðvikudag sneru aftur heilu og höldnu í nótt þegar SpaceX Crew Dragon geimfar þeirra lenti á sjó nærri strönd Flórída. 19. september 2021 10:01 Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. 19. október 2021 21:53
Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Fjórir almennir borgarar sem skotið var á braut um jörðu á miðvikudag sneru aftur heilu og höldnu í nótt þegar SpaceX Crew Dragon geimfar þeirra lenti á sjó nærri strönd Flórída. 19. september 2021 10:01
Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54