Enginn í áskrift hjá Alfreð sem kom mörgum á óvart Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2021 12:30 Alfreð Gíslason hefur verið þjálfari Þýskalands frá því í febrúar á síðasta ári. Getty/Tom Weller Alfreð Gíslason réðst í „róttækar breytingar“ á þýska karlalandsliðinu í handbolta þegar hann valdi sinn fyrsta landsliðshóp eftir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Alfreð hefur nú valið þýska hópinn sem mætir Portúgal í tveimur vináttulandsleikjum 5. og 7. nóvember og hefur endurnýjað hann talsvert frá því í sumar. Mesta athygli vekur að markverðirnir Andreas Wolff og Silvio Heinevetter missa sæti sitt. Wolff varð Evrópumeistari árið 2016 og þeir Heinevetter vörðu mark Þýskalands þegar liðið vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum sama ár í Ríó, en bæði verðlaunin unnust undir stjórn Dags Sigurðssonar. Í þeirra stað koma þeir Till Klimpke frá Wetzlar og Joel Birlehm frá Leipzig en Berlihm er einn fimm nýliða í hópnum. Handboltamiðillinn Handball-World lýsir þessu sem róttækum breytingum hjá Alfreð en þjálfarinn reynslumikli útskýrði val sitt svona: „Kannski kemur liðsvalið þeim sem standa fyrir utan liðið á óvart. Fyrir okkur er þetta rökrétt val. Þessi hópur endurspeglar núverandi frammistöðu og samhengið,“ sagði Alfreð. Nýliði úr liði Guðjóns Vals Á meðal annarra nýliða er leikstjórnandinn Julian Köster sem nú nemur sín handboltafræði hjá Guðjóni Val Sigurðssyni í 2. deildarliði Gummersbach. Vinstri hornamaðurinn Lukas Mertens úr Magdeburg, hægri hornamaðurinn Lukas Zerbe úr Lemgo og skyttan Hendrik Wagner úr 2. deildarliði Ludwigshafen koma nýir inn, og Simon Ernst úr Leipzig snýr aftur eftir langa fjarveru úr landsliðinu vegna meiðsla. Alfreð valdi hins vegar ekki þá Julius Kühn, Kai Häfner og Tobias Reichmann, sem líkt og Heinevetter leika með liði Melsungen. „Það þurfa allir að berjast fyrir sínu sæti í liðinu. Það er enginn í áskrift,“ sagði Alfreð. Uwe Gensheimer og Steffen Weinhold hafa lagt landsliðsskóna á hilluna, Hendrik Pekeler línumaður Kiel tók sér hlé, og markvörðurinn Johannes Bitter vill bara vera til taks í neyðartilvikum. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Alfreð hefur nú valið þýska hópinn sem mætir Portúgal í tveimur vináttulandsleikjum 5. og 7. nóvember og hefur endurnýjað hann talsvert frá því í sumar. Mesta athygli vekur að markverðirnir Andreas Wolff og Silvio Heinevetter missa sæti sitt. Wolff varð Evrópumeistari árið 2016 og þeir Heinevetter vörðu mark Þýskalands þegar liðið vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum sama ár í Ríó, en bæði verðlaunin unnust undir stjórn Dags Sigurðssonar. Í þeirra stað koma þeir Till Klimpke frá Wetzlar og Joel Birlehm frá Leipzig en Berlihm er einn fimm nýliða í hópnum. Handboltamiðillinn Handball-World lýsir þessu sem róttækum breytingum hjá Alfreð en þjálfarinn reynslumikli útskýrði val sitt svona: „Kannski kemur liðsvalið þeim sem standa fyrir utan liðið á óvart. Fyrir okkur er þetta rökrétt val. Þessi hópur endurspeglar núverandi frammistöðu og samhengið,“ sagði Alfreð. Nýliði úr liði Guðjóns Vals Á meðal annarra nýliða er leikstjórnandinn Julian Köster sem nú nemur sín handboltafræði hjá Guðjóni Val Sigurðssyni í 2. deildarliði Gummersbach. Vinstri hornamaðurinn Lukas Mertens úr Magdeburg, hægri hornamaðurinn Lukas Zerbe úr Lemgo og skyttan Hendrik Wagner úr 2. deildarliði Ludwigshafen koma nýir inn, og Simon Ernst úr Leipzig snýr aftur eftir langa fjarveru úr landsliðinu vegna meiðsla. Alfreð valdi hins vegar ekki þá Julius Kühn, Kai Häfner og Tobias Reichmann, sem líkt og Heinevetter leika með liði Melsungen. „Það þurfa allir að berjast fyrir sínu sæti í liðinu. Það er enginn í áskrift,“ sagði Alfreð. Uwe Gensheimer og Steffen Weinhold hafa lagt landsliðsskóna á hilluna, Hendrik Pekeler línumaður Kiel tók sér hlé, og markvörðurinn Johannes Bitter vill bara vera til taks í neyðartilvikum.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira