Telja sig hafa fundið fyrstu reikistjörnuna utan Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2021 09:06 Sólkerfið er í Svelgþokunni í um 28 milljón ljósára fjarlægð (t.v.). Efni sem svarthol eða nifteindastjarna gleypir í sig frá hinni stjörnunni í tvístirninu ofurhitnar og geislar röntgengeislun. Vísindamennirnir leituðu að röntgenuppsprettum sem dofnuðu tímabundið til að finna mögulegar fjarreikistjörnur. X-ray: NASA/CXC/SAO/R. DiStefano, et al.; Optical: NASA/ESA/STSc Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið merki um reikistjörnu á braut um stjörnu utan Vetrarbrautarinnar okkar í fyrsta skipti. Allar þær þúsundir fjarreikistjarna sem menn hafa fundið til þessa eru í Vetrarbrautinni. Fyrirbærið er að finna í þyrilvetrarbrautinni Messier 51 (M51) sem er þekkt sem Svelgþokan. M51 er í um 28 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Til samanburðar eru nær allar þekktar fjarreikistjörnur í innan við þrjú þúsund ljósára fjarlægð og innan okkar eigin Vetrarbrautar. Vísindamennirnir notuðu svonefnda þvergönguaðferð til þess að finna mögulegu reikistjörnuna. Hún byggist á því að mæla sýnilega birtu stjarna og fylgjast með örlitlum breytingum á henni þegar reikistjarna gengur fyrir stjörnu frá jörðinni séð. Þvergönguaðferðin er sú algengasta við leit að fjarreikistjörnum. Sjónaukar manna eru ekki nógu næmir til þess að geta notað þessa aðferð til að leita að reikistjörnum í meiri fjarlægð utan Vetrarbrautarinnar. Í tilfelli fyrirbærisins í M51 fylgdust stjörnufræðingarnir því ekki með breytingum á sýnilegri birtu heldur á röntgengeislun frá björtum tvístirnum. Þau eru yfirleitt samsett úr nifteindastjörnu eða svartholi sem drekkur í sig gas frá systurstjörnu. Efnið í kringum nifteindastjörnuna eða svartholið glóir röntgengeislun. Svæðið þaðan sem röntgengeislunin stafar er hlutfallslega lítið og því telja vísindamenn að reikistjarna í sólkerfi sem þessu lokaði nær algerlega á hana þegar hún gengi fyrir það frá jörðu séð. Með þessari aðferð vonast stjörnufræðingar til þess að geta fundið fjarreikistjörnur sem eru mun lengra í burtu en þær sem hafa fundist til þessa, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Áratugir gætu liðið þar til fundurinn verður staðfestur Kandídatinn sem menn telja sig hafa fundið í M51 er í tvístirniskerfi sem nefnist M51-ULS-1. Þar gengur annað hvort nifteindastjarna eða svarthol um stjörnu sem eru um tuttugu sinnum massameiri en sólin okkar. Þegar menn beindu Chandra-sjónaukanum að sólkerfinu datt röntgengeislunin niður í þrjár klukkustundir. Tilgáta vísindamannanna er að þar kunni að hafa verið á ferðinni reikistjarna á stærð við Satúrnus sem er um tvöfalt lengra frá nifteindastjörnunni eða svartholinu en Satúrnus er frá sólinni. Staðfesta þarf fundinn með frekari rannsóknum en það gæti reynst snúið. Sporbraut fyrirbærisins virðist svo víð að það ætti ekki að ganga aftur fyrir móðurstjörnu sína fyrr en eftir um sjötíu ár. Þá þarf að útiloka möguleikann á að stjörnufræðingarnir hafi í raun numið gas- og rykský sem hafi slökkt tímabundið á röntgengeisluninni. Vísindamennirnir telja þá skýringu ólíklega þar sem athuganir þeirra styðji frekar að um reikistjörnu hafi verið að ræða. Skýringarmyndin sýnir þversnið af sólkerfinu M51-ULS-1. Í miðjunni er tvístirnið en brotni hringurinn sýnir mögulega braut reikistjörnu. Á innfelldu myndinni til hægri má sjá tvístirnið sem samanstendur af sólstjörnu og ofurþéttu fyrirbæri sem sankar að sér efni frá systustjörnu sinni.NASA/CXC/M. Weiss Leita að fleiri kostum innan og utan Vetrarbrautarinnar Ekki er líklegt að möguleg reikistjarna í M51-ULS-1-sólkerfinu væri lífvænleg. Hún hefði að líkindum þurft að lifa af sprengistjörnu þegar nifteindastjarnan eða svartholið varð til. Þá gæti hin stjarnan í sólkerfinu enn sprungið og spúið háorkugeislum yfir reikistjörnuna. Stjörnufræðingarnir sem fundu ummerki um reikistjörnuna stefna að því að skima fyrir fleiri mögulegum hnöttum utan Vetrarbrautarinnar. Þeir hafa þegar í höndunum gögn frá Chandra um að minnsta kosti tuttugu vetrarbrautir. Þá hafa þeir áhuga á að prófa að beita aðferðinni til að leita að fjarreikistjörnum í óvenjulegum sólkerfum í Vetrarbrautinni okkar. Geimurinn Vísindi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Fyrirbærið er að finna í þyrilvetrarbrautinni Messier 51 (M51) sem er þekkt sem Svelgþokan. M51 er í um 28 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Til samanburðar eru nær allar þekktar fjarreikistjörnur í innan við þrjú þúsund ljósára fjarlægð og innan okkar eigin Vetrarbrautar. Vísindamennirnir notuðu svonefnda þvergönguaðferð til þess að finna mögulegu reikistjörnuna. Hún byggist á því að mæla sýnilega birtu stjarna og fylgjast með örlitlum breytingum á henni þegar reikistjarna gengur fyrir stjörnu frá jörðinni séð. Þvergönguaðferðin er sú algengasta við leit að fjarreikistjörnum. Sjónaukar manna eru ekki nógu næmir til þess að geta notað þessa aðferð til að leita að reikistjörnum í meiri fjarlægð utan Vetrarbrautarinnar. Í tilfelli fyrirbærisins í M51 fylgdust stjörnufræðingarnir því ekki með breytingum á sýnilegri birtu heldur á röntgengeislun frá björtum tvístirnum. Þau eru yfirleitt samsett úr nifteindastjörnu eða svartholi sem drekkur í sig gas frá systurstjörnu. Efnið í kringum nifteindastjörnuna eða svartholið glóir röntgengeislun. Svæðið þaðan sem röntgengeislunin stafar er hlutfallslega lítið og því telja vísindamenn að reikistjarna í sólkerfi sem þessu lokaði nær algerlega á hana þegar hún gengi fyrir það frá jörðu séð. Með þessari aðferð vonast stjörnufræðingar til þess að geta fundið fjarreikistjörnur sem eru mun lengra í burtu en þær sem hafa fundist til þessa, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Áratugir gætu liðið þar til fundurinn verður staðfestur Kandídatinn sem menn telja sig hafa fundið í M51 er í tvístirniskerfi sem nefnist M51-ULS-1. Þar gengur annað hvort nifteindastjarna eða svarthol um stjörnu sem eru um tuttugu sinnum massameiri en sólin okkar. Þegar menn beindu Chandra-sjónaukanum að sólkerfinu datt röntgengeislunin niður í þrjár klukkustundir. Tilgáta vísindamannanna er að þar kunni að hafa verið á ferðinni reikistjarna á stærð við Satúrnus sem er um tvöfalt lengra frá nifteindastjörnunni eða svartholinu en Satúrnus er frá sólinni. Staðfesta þarf fundinn með frekari rannsóknum en það gæti reynst snúið. Sporbraut fyrirbærisins virðist svo víð að það ætti ekki að ganga aftur fyrir móðurstjörnu sína fyrr en eftir um sjötíu ár. Þá þarf að útiloka möguleikann á að stjörnufræðingarnir hafi í raun numið gas- og rykský sem hafi slökkt tímabundið á röntgengeisluninni. Vísindamennirnir telja þá skýringu ólíklega þar sem athuganir þeirra styðji frekar að um reikistjörnu hafi verið að ræða. Skýringarmyndin sýnir þversnið af sólkerfinu M51-ULS-1. Í miðjunni er tvístirnið en brotni hringurinn sýnir mögulega braut reikistjörnu. Á innfelldu myndinni til hægri má sjá tvístirnið sem samanstendur af sólstjörnu og ofurþéttu fyrirbæri sem sankar að sér efni frá systustjörnu sinni.NASA/CXC/M. Weiss Leita að fleiri kostum innan og utan Vetrarbrautarinnar Ekki er líklegt að möguleg reikistjarna í M51-ULS-1-sólkerfinu væri lífvænleg. Hún hefði að líkindum þurft að lifa af sprengistjörnu þegar nifteindastjarnan eða svartholið varð til. Þá gæti hin stjarnan í sólkerfinu enn sprungið og spúið háorkugeislum yfir reikistjörnuna. Stjörnufræðingarnir sem fundu ummerki um reikistjörnuna stefna að því að skima fyrir fleiri mögulegum hnöttum utan Vetrarbrautarinnar. Þeir hafa þegar í höndunum gögn frá Chandra um að minnsta kosti tuttugu vetrarbrautir. Þá hafa þeir áhuga á að prófa að beita aðferðinni til að leita að fjarreikistjörnum í óvenjulegum sólkerfum í Vetrarbrautinni okkar.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira