Flugu með lúðrasveit til Íslands en Haukar ætla að vera háværari í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2021 12:00 Stuðningsmenn Hauka gætu þurft að hafa sig alla við til að yfirgnæfa gestina frá Tékklandi í kvöld. vísir/vilhelm Haukar vilja allar hendur á dekk í Ólafssal í kvöld þegar liðið freistar þess að vinna sinn fyrsta sigur í riðlakeppni Evrópubikars kvenna í körfubolta. Gestirnir frá Tékklandi mæta með kröftuga stuðningsmannasveit með sér. Þetta segir Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sem hvetur körfuboltaáhugafólk til að mæta á Ásvelli í kvöld. Haukar mæta þar tékkneska liðinu Brno klukkan 19.30 eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni, gegn frönsku liðunum Tarbes og Villeneuve d‘Ascq. Það er ekki á hverjum degi sem íslensk lið leika í Evrópukeppni í körfubolta en Haukar eru nú með eftir 15 ára hlé og hafa skapað skemmtilega stemningu á heimaleikjum sínum, þar sem klappstýrur hafa meðal annars sýnt listir sínar. Það var góð stemning þegar Haukar mættu franska liðinu Villeneuve D'Ascq fyrr í haust.vísir/vilhelm En betur má ef duga skal í kvöld segir Bragi: „Stemningin hefur verið frábær en við erum að smala núna. Við komumst að því að liðið sem er að heimsækja okkur núna er með 28 manns í fararteymi sínu og þar af er lúðrasveit. Þau eru sem sagt að mæta með lúðrasveit á pallana og við erum ekki að fara að lúffa fyrir þeim. Ég vil helst kalla á alla körfuboltaaðdáendur á landinu til að mæta hingað í Ólafssal því við erum ekki að fara að láta eitthvað erlent lið koma til Íslands og pakka okkur saman á pöllunum. Það kemur ekki til greina.“ Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, og Bjarni Magnússon þjálfari liðsins.vísir/Sigurjón Eins og fram hefur komið frumsýna Haukar nýjan leikmann í kvöld en það er framherjinn Briana Gray. Í innslaginu hér að ofan ræðir Svava Kristín Gretarsdóttir við þjálfarann Bjarna Magnússon um Gray og við Braga um stemninguna á leiknum í kvöld. Leikur Hauka og Brno hefst klukkan 19:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Þetta segir Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sem hvetur körfuboltaáhugafólk til að mæta á Ásvelli í kvöld. Haukar mæta þar tékkneska liðinu Brno klukkan 19.30 eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni, gegn frönsku liðunum Tarbes og Villeneuve d‘Ascq. Það er ekki á hverjum degi sem íslensk lið leika í Evrópukeppni í körfubolta en Haukar eru nú með eftir 15 ára hlé og hafa skapað skemmtilega stemningu á heimaleikjum sínum, þar sem klappstýrur hafa meðal annars sýnt listir sínar. Það var góð stemning þegar Haukar mættu franska liðinu Villeneuve D'Ascq fyrr í haust.vísir/vilhelm En betur má ef duga skal í kvöld segir Bragi: „Stemningin hefur verið frábær en við erum að smala núna. Við komumst að því að liðið sem er að heimsækja okkur núna er með 28 manns í fararteymi sínu og þar af er lúðrasveit. Þau eru sem sagt að mæta með lúðrasveit á pallana og við erum ekki að fara að lúffa fyrir þeim. Ég vil helst kalla á alla körfuboltaaðdáendur á landinu til að mæta hingað í Ólafssal því við erum ekki að fara að láta eitthvað erlent lið koma til Íslands og pakka okkur saman á pöllunum. Það kemur ekki til greina.“ Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, og Bjarni Magnússon þjálfari liðsins.vísir/Sigurjón Eins og fram hefur komið frumsýna Haukar nýjan leikmann í kvöld en það er framherjinn Briana Gray. Í innslaginu hér að ofan ræðir Svava Kristín Gretarsdóttir við þjálfarann Bjarna Magnússon um Gray og við Braga um stemninguna á leiknum í kvöld. Leikur Hauka og Brno hefst klukkan 19:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira