96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. október 2021 10:13 96 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítala. Vísir/Einar 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Fjörutíu og einn var í sóttkví við greiningu, eða tæp 43 prósent, en 55 utan sóttkvíar við greiningu, eða 57 prósent. Þetta kemur fram í frétt RÚV sem ræddi við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala. Að hans sögn er fjölgun smita nánast í veldisvexti. „Það er blindur maður sem sér það ekki að þetta er að vaxa. Þetta er nánast að komast í veldisvöxt,“ er haft eftir Má í frétt RÚV. Mikið af ungu fólki að leggjast inn Að hans sögn eru þeir sem leggjast nú inn á Landspítala vegna Covid yngri en áður. Tveir þeirra sem séu á gjörgæslu séu ekki orðnir fimmtugir, annar fæddur 1975 og hinn 1984. „Það er óvenjulega mikið af ungu fólki, fólk sem er fætt um 1970 eða um eða eftir 1980 sem eru inniliggjandi hjá okkur núna,“ segir Már. Fimm þeirra sem liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn smituðust á spítalanum. „Þeir eru minna veikir af völdum Covid enþeir eru að jafna sig eftir opna hjartaaðgerð,“ segir Már. Að hans sögn eru þá fimm talsvert veikir sem liggi inni á legudeild. 900 séu nú á göngudeild Covid í eftirliti og daglega hafi einhver lagst inn á spítalann vegna veikinnar. Einn hafi lagst inn í gær en enginn þeirra sem séu á gjörgæslu komi af hjartadeildinni. Meira en helmingur utan sóttkvíar við greiningu Fimm greindust smitaðir á landamærunum í gær, fjórir með virkt smit og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá einum. Förutíu og einn var í sóttkví við greiningu en fimmtíu og fimm utan sóttkvíar. Þá greindust 88 í einkennasýnatöku og átta í sóttkvíar- og handahófsskimun. 1750 eru nú í sóttkví og 840 í einangrun, samkvæmt covid.is. Hvorki er búið að uppfæra á vefnum hve margir eru á sjúkrahúsi né hve margir voru bólusettir við greiningu. Fréttin var uppfærð með uppfærðum tölum á covid.is klukkan 13:00 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt RÚV sem ræddi við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala. Að hans sögn er fjölgun smita nánast í veldisvexti. „Það er blindur maður sem sér það ekki að þetta er að vaxa. Þetta er nánast að komast í veldisvöxt,“ er haft eftir Má í frétt RÚV. Mikið af ungu fólki að leggjast inn Að hans sögn eru þeir sem leggjast nú inn á Landspítala vegna Covid yngri en áður. Tveir þeirra sem séu á gjörgæslu séu ekki orðnir fimmtugir, annar fæddur 1975 og hinn 1984. „Það er óvenjulega mikið af ungu fólki, fólk sem er fætt um 1970 eða um eða eftir 1980 sem eru inniliggjandi hjá okkur núna,“ segir Már. Fimm þeirra sem liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn smituðust á spítalanum. „Þeir eru minna veikir af völdum Covid enþeir eru að jafna sig eftir opna hjartaaðgerð,“ segir Már. Að hans sögn eru þá fimm talsvert veikir sem liggi inni á legudeild. 900 séu nú á göngudeild Covid í eftirliti og daglega hafi einhver lagst inn á spítalann vegna veikinnar. Einn hafi lagst inn í gær en enginn þeirra sem séu á gjörgæslu komi af hjartadeildinni. Meira en helmingur utan sóttkvíar við greiningu Fimm greindust smitaðir á landamærunum í gær, fjórir með virkt smit og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá einum. Förutíu og einn var í sóttkví við greiningu en fimmtíu og fimm utan sóttkvíar. Þá greindust 88 í einkennasýnatöku og átta í sóttkvíar- og handahófsskimun. 1750 eru nú í sóttkví og 840 í einangrun, samkvæmt covid.is. Hvorki er búið að uppfæra á vefnum hve margir eru á sjúkrahúsi né hve margir voru bólusettir við greiningu. Fréttin var uppfærð með uppfærðum tölum á covid.is klukkan 13:00
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira