Sýnum verðmætasköpun í (hug)verki! Einar Mäntylä og Jón Gunnarsson skrifa 28. október 2021 11:01 Fyrirtæki sem vernda hugverk sín eru verðmætari og borga hærri laun og þau eru betur í stakk búin til að ná árangri í nýsköpun. Hugverk eru í dag helstu og mikilvægustu verðmæti fyrirtækja og eru forsenda þess að þau nái árangri. Hvað þýðir það fyrir nýsköpun og verðmætasköpun á Íslandi? Betri, stærri, stöndugri fyrirtæki Í nýlegri skýrslu Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) um hugverkavernd og árangur yfir 1200 fyrirtækja í Evrópu kemur fram að fyrirtæki sem eiga skráð hugverk eru með að meðaltali 20% hærri tekjur á starfsmann en önnur fyrirtæki. Jafnframt borga þessi fyrirtæki að meðaltali 19% hærri laun en önnur fyrirtæki. Þegar einungis eru skoðuð lítil og meðalstór fyrirtæki, sem á við um 99% fyrirtækja á Íslandi í dag, eru tekjurnar að meðaltali 68% hærri á starfsmann en önnur fyrirtæki. Verndun hugverka hjálpar einnig fyrirtækjum að vaxa og dafna. Samkvæmt skýrslu EUIPO frá 2019 eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem vernda hugverkin sín 26% líklegri en önnur fyrirtæki til að ná örum vexti og 109% líklegri til að ná örum vexti í kjölfar nýinnlagðrar einkaleyfaumsóknar. Þessi fyrirtæki skila augljóslega meiri skatttekjum á mann til samfélagsins. Hvernig verða velferðar- og skólakerfi framtíðarinnar fjármögnuð? Hvernig fyrirtæki vilt þú reka? Hjá hvernig fyrirtæki vilt þú vinna? Hugverkavernd er í raun sameiginlegt hagsmunamál okkar allra. Og þar getum við gert miklu betur. Þetta ætti ekki að koma á óvart, en tölurnar eru sláandi. Hugverk eru helstu verðmæti fyrirtækja í dag, ekki steinsteypa eða tæki. Þau sem standa vörð um verðmætin sín eru betur í stakk búin til að laða að sér fjárfesta, koma að samstarfi á sviði nýsköpunar og koma hugmynd sinni á markað. Fyrirtæki sem sinna hugverkavernd eru einfaldlega verðmætari. Verndun hugverka hjálpar þeim ekki aðeins að koma nýsköpunarhugmynd í loftið, heldur getur nýst sem bein tekjulind. Allt þetta getur hjálpað fyrirtækjum að ná árangri, skapa tekjur og borga hærri laun. Mikilvæg forsenda fyrir vexti Marels, Össurar og lyfjageirans er sívirk og vakandi hugverkavernd. Arðbærari fjárfesting Carnegie fjárfestingarbankinn hefur gert áhugaverða greiningu sem sýnir að þau fyrirtæki sem eru virkust í að sinna vörumerkja- og einkaleyfavernd skara framúr sem fjárfestingarkostur í dönsku kauphöllinni. Það er ekki nóg að lifa á fornri frægð, eins og berlega kemur fram í skýrslu Carnegie, heldur eru arðbærustu fyrirtækin þau sem stöðugt bæta í hugverkasafnið sitt en það endurspeglar einmitt árangur rannsóknar- og þróunarstarfs. Gaman er að nefna að Össur, sem heldur upp á 50 ár afmæli sitt í ár, heldur sér síungum með hugverkavernd og skorar hátt í nýsköpun í samanburði við dönsku fyrirtækin. Með hugverkavernd skilgreinum við þekkingu, hugvit og uppfinningar einstaklinga, starfsmanna og vísindamanna og meðhöndlum þau sem verðmæti. Öflugur nýsköpunar- og hugverkaiðnaður sem byggir á vernduðum hugverkum er þannig öllum til hagsbóta. Þetta eru líka fyrirtækin sem skapa eftirsóknarverð, vel launuð störf þar sem afraksturinn eru verðmæti. Samkeppnisforskot íslenskra fyrirtækja mun seint byggja á því að bjóða lægri kostnað, t.d. í launum, húsnæði eða aðföngum. Samkeppnishæfni okkar, tækifæri og framtíðar atvinnuvegir hljóta alltaf að liggja í hugviti, hugverkum, ímynd og orðspori, hveim sér góðan getur. Slíkt má vernda með hugverkaréttindum eins og einkaleyfum, skráðum vörumerkjum og hönnun. Hugvitið í askana Við stöndum á tímamótum þar sem þetta hefur aldrei verið mikilvægara. Það er hugvitið sem verður í askana látið. Þær stórkostlegu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir verða aðeins tæklaðar með aukinni áherslu á nýsköpun, sjálfbærni og orkuskiptum. Á sama tíma getur hugverkaiðnaður orðið ein stærsta útflutningsgreinin svo lengi sem haldið sé rétt utan um verðmætin og þekkinguna sem þar skapast. Hugverkastofan og Auðna starfa að því sameiginlega markmiði að aðstoða íslenska aðila við hugverkavernd og verðmætasköpun til að hér rísi blómlegur og gróskumikill þekkingariðnaður. Einar Mäntylä er framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs.Jón Gunnarsson er samskiptastjóri Hugverkastofunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundarréttur Nýsköpun Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fyrirtæki sem vernda hugverk sín eru verðmætari og borga hærri laun og þau eru betur í stakk búin til að ná árangri í nýsköpun. Hugverk eru í dag helstu og mikilvægustu verðmæti fyrirtækja og eru forsenda þess að þau nái árangri. Hvað þýðir það fyrir nýsköpun og verðmætasköpun á Íslandi? Betri, stærri, stöndugri fyrirtæki Í nýlegri skýrslu Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) um hugverkavernd og árangur yfir 1200 fyrirtækja í Evrópu kemur fram að fyrirtæki sem eiga skráð hugverk eru með að meðaltali 20% hærri tekjur á starfsmann en önnur fyrirtæki. Jafnframt borga þessi fyrirtæki að meðaltali 19% hærri laun en önnur fyrirtæki. Þegar einungis eru skoðuð lítil og meðalstór fyrirtæki, sem á við um 99% fyrirtækja á Íslandi í dag, eru tekjurnar að meðaltali 68% hærri á starfsmann en önnur fyrirtæki. Verndun hugverka hjálpar einnig fyrirtækjum að vaxa og dafna. Samkvæmt skýrslu EUIPO frá 2019 eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem vernda hugverkin sín 26% líklegri en önnur fyrirtæki til að ná örum vexti og 109% líklegri til að ná örum vexti í kjölfar nýinnlagðrar einkaleyfaumsóknar. Þessi fyrirtæki skila augljóslega meiri skatttekjum á mann til samfélagsins. Hvernig verða velferðar- og skólakerfi framtíðarinnar fjármögnuð? Hvernig fyrirtæki vilt þú reka? Hjá hvernig fyrirtæki vilt þú vinna? Hugverkavernd er í raun sameiginlegt hagsmunamál okkar allra. Og þar getum við gert miklu betur. Þetta ætti ekki að koma á óvart, en tölurnar eru sláandi. Hugverk eru helstu verðmæti fyrirtækja í dag, ekki steinsteypa eða tæki. Þau sem standa vörð um verðmætin sín eru betur í stakk búin til að laða að sér fjárfesta, koma að samstarfi á sviði nýsköpunar og koma hugmynd sinni á markað. Fyrirtæki sem sinna hugverkavernd eru einfaldlega verðmætari. Verndun hugverka hjálpar þeim ekki aðeins að koma nýsköpunarhugmynd í loftið, heldur getur nýst sem bein tekjulind. Allt þetta getur hjálpað fyrirtækjum að ná árangri, skapa tekjur og borga hærri laun. Mikilvæg forsenda fyrir vexti Marels, Össurar og lyfjageirans er sívirk og vakandi hugverkavernd. Arðbærari fjárfesting Carnegie fjárfestingarbankinn hefur gert áhugaverða greiningu sem sýnir að þau fyrirtæki sem eru virkust í að sinna vörumerkja- og einkaleyfavernd skara framúr sem fjárfestingarkostur í dönsku kauphöllinni. Það er ekki nóg að lifa á fornri frægð, eins og berlega kemur fram í skýrslu Carnegie, heldur eru arðbærustu fyrirtækin þau sem stöðugt bæta í hugverkasafnið sitt en það endurspeglar einmitt árangur rannsóknar- og þróunarstarfs. Gaman er að nefna að Össur, sem heldur upp á 50 ár afmæli sitt í ár, heldur sér síungum með hugverkavernd og skorar hátt í nýsköpun í samanburði við dönsku fyrirtækin. Með hugverkavernd skilgreinum við þekkingu, hugvit og uppfinningar einstaklinga, starfsmanna og vísindamanna og meðhöndlum þau sem verðmæti. Öflugur nýsköpunar- og hugverkaiðnaður sem byggir á vernduðum hugverkum er þannig öllum til hagsbóta. Þetta eru líka fyrirtækin sem skapa eftirsóknarverð, vel launuð störf þar sem afraksturinn eru verðmæti. Samkeppnisforskot íslenskra fyrirtækja mun seint byggja á því að bjóða lægri kostnað, t.d. í launum, húsnæði eða aðföngum. Samkeppnishæfni okkar, tækifæri og framtíðar atvinnuvegir hljóta alltaf að liggja í hugviti, hugverkum, ímynd og orðspori, hveim sér góðan getur. Slíkt má vernda með hugverkaréttindum eins og einkaleyfum, skráðum vörumerkjum og hönnun. Hugvitið í askana Við stöndum á tímamótum þar sem þetta hefur aldrei verið mikilvægara. Það er hugvitið sem verður í askana látið. Þær stórkostlegu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir verða aðeins tæklaðar með aukinni áherslu á nýsköpun, sjálfbærni og orkuskiptum. Á sama tíma getur hugverkaiðnaður orðið ein stærsta útflutningsgreinin svo lengi sem haldið sé rétt utan um verðmætin og þekkinguna sem þar skapast. Hugverkastofan og Auðna starfa að því sameiginlega markmiði að aðstoða íslenska aðila við hugverkavernd og verðmætasköpun til að hér rísi blómlegur og gróskumikill þekkingariðnaður. Einar Mäntylä er framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs.Jón Gunnarsson er samskiptastjóri Hugverkastofunnar.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar