Heimamenn í Rhein-Neckar Löwen tóku forystuna snemma og náðu fljótt sex marka forksoti í stöðunni 8-2. Liðið hélt því forskoti út hálfleikinn, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 18-12.
Heimamenn juku svo forskot sitt í seinni hálfleik, og fljótlega var munurinn orðinn tíu mörk. Nokkuð jafnræði var með liðunum það sem eftir var af leiknum, og niðurstaðan varð 11 marka sigur Rhein-Neckar Löwen, 34-23.
Ýmir Örn og félagar eru nú í sjöunda sæti þýsku deildarinnar með níu stig eftir átta umferðir. Balingen situr hins vegar í 16. sæti með aðeins fjögur stig.