Lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu vísindastarfs á Landspítala Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2021 07:45 Landspítalinn vermir nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna þegar kemur að tilvitnunum og er kominn langt undir heimsmeðaltal í tilvitnunum. Vísir/Vilhelm Stjórn Læknaráðs Landspítalans hefur lýst yfir þungum áhyggjum af bágri stöðu vísindastarfs á spítalanum, en hann vermir nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna þegar kemur að tilvitnunum og er kominn langt undir heimsmeðaltal. Þetta kemur fram í ályktun Læknaráðs, en þar er tekið fram að í árdaga sameinaðs Landspítala, á árunum 1999 til 2002, hafi Landspítali verið með hæsta tilvitnanastuðul fimm norrænna háskólasjúkrahúsa og langt fyrir ofan heimsmeðaltal skv. skýrslu NordForsk. „Síðan þá hefur hallað verulega undan fæti og vermir Landspítali nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna og er kominn langt undir heimsmeðaltal í tilvitnunum. Því má segja að um algjört hrun sé að ræða og er það gert að sérstöku umtalsefni í skýrslu NordForsk frá 2017.“ Arbær fjárfesting Læknaráð Landspítala segir það þekkt að öflugt vísinda-og nýsköpunarstarf á sviði heilbrigðisvísinda sé ein arðbærasta fjárfesting sem völ sé á. Auk þess laði slík ráðstöfun fjármuna á háskólasjúkrahúsi að hæft starfsfólk og auki gæði þjónustunnar. „Efling vísinda-og nýsköpunarstarfs hefur því sjaldan verið brýnni en nú, þegar alvarlegur og vaxandi mönnunarvandi blasir við innan margra sérgreina Landspítala. Víðast hvar í hinum vestræna heimi nemur kostnaður við vísinda- og nýsköpunarhlutverk háskólasjúkrahúsa 3-12% af rekstrarkostnaði. Á Landspítala er þetta hlutfall áætlað innan við 1%. Læknaráð Landspítala skorar á framkvæmdastjórn spítalans og á stjórnvöld að hefja þegar aðgerðir til að endurreisa vísindastarf innan spítalans. Auka þarf fjárframlög til vísindastarfs á háskólasjúkrahúsinu í takt við það sem gerist í löndunum í kringum okkur og eyrnamerkja þau sérstaklega. Einnig er brýnt að tryggja vægi og aðkomu akademísks starfsfólks að stjórnun spítalans og að efla og formgera tengsl Landspítala og Háskóla Íslands þegar kemur að klínísku vísindastarfi. Innan spítalans starfa fjölmargir öflugir vísindamenn sem þekkja vel til vandans og hvetur Læknaráð framkvæmdastjórn spítalans og stjórnvöld til að nýta reynslu þeirra og þekkingu í að móta þær aðgerðir sem óhjákvæmilega þarf að grípa til,“ segir í ályktun Læknaráðs Landspítala. Ályktunin er send á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, forstjóra Landspítala, og Ólaf Baldursson, framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum. Landspítalinn Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun Læknaráðs, en þar er tekið fram að í árdaga sameinaðs Landspítala, á árunum 1999 til 2002, hafi Landspítali verið með hæsta tilvitnanastuðul fimm norrænna háskólasjúkrahúsa og langt fyrir ofan heimsmeðaltal skv. skýrslu NordForsk. „Síðan þá hefur hallað verulega undan fæti og vermir Landspítali nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna og er kominn langt undir heimsmeðaltal í tilvitnunum. Því má segja að um algjört hrun sé að ræða og er það gert að sérstöku umtalsefni í skýrslu NordForsk frá 2017.“ Arbær fjárfesting Læknaráð Landspítala segir það þekkt að öflugt vísinda-og nýsköpunarstarf á sviði heilbrigðisvísinda sé ein arðbærasta fjárfesting sem völ sé á. Auk þess laði slík ráðstöfun fjármuna á háskólasjúkrahúsi að hæft starfsfólk og auki gæði þjónustunnar. „Efling vísinda-og nýsköpunarstarfs hefur því sjaldan verið brýnni en nú, þegar alvarlegur og vaxandi mönnunarvandi blasir við innan margra sérgreina Landspítala. Víðast hvar í hinum vestræna heimi nemur kostnaður við vísinda- og nýsköpunarhlutverk háskólasjúkrahúsa 3-12% af rekstrarkostnaði. Á Landspítala er þetta hlutfall áætlað innan við 1%. Læknaráð Landspítala skorar á framkvæmdastjórn spítalans og á stjórnvöld að hefja þegar aðgerðir til að endurreisa vísindastarf innan spítalans. Auka þarf fjárframlög til vísindastarfs á háskólasjúkrahúsinu í takt við það sem gerist í löndunum í kringum okkur og eyrnamerkja þau sérstaklega. Einnig er brýnt að tryggja vægi og aðkomu akademísks starfsfólks að stjórnun spítalans og að efla og formgera tengsl Landspítala og Háskóla Íslands þegar kemur að klínísku vísindastarfi. Innan spítalans starfa fjölmargir öflugir vísindamenn sem þekkja vel til vandans og hvetur Læknaráð framkvæmdastjórn spítalans og stjórnvöld til að nýta reynslu þeirra og þekkingu í að móta þær aðgerðir sem óhjákvæmilega þarf að grípa til,“ segir í ályktun Læknaráðs Landspítala. Ályktunin er send á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, forstjóra Landspítala, og Ólaf Baldursson, framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira