Skýr tengsl milli afstöðu karla til kvenna og kynferðisofbeldis gegn konum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. október 2021 08:39 Menn sem beita konur ofbeldi eru líklegri til að trúa því að konur geti sjálfum sér um kennt. Getty/Dan Phan Í rannsókn sem náði til 554 karlkyns háskólanema játuðu 63 að hafa nauðgað eða beitt aðra kynferðisofbeldi eða öðru ofbeldi gegn vilja þeirra. Einstaklingarnir 63 játuðu alls 251 atvik og þá leiddi rannsóknin í ljós skýr tengsl á milli ofbeldisins og afstöðu karlanna til kvenna. Margir sögðu konum sjálfum um að kenna ef þær yrðu drukknar og þá sögðust umræddir einstaklingar einnig gjarnan eiga fantasíur um að nauðga eða pynta konur. Þessi sýn á konur var ekki að finna meðal þeirra þátttakenda sem höfðu ekki brotið gegn konum. Rannsóknin fól í sér tvær kannanir þar sem ítarlegir spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur, annar fyrir 295 nema við hundrað háskóla í Bretlandi og hinn fyrir 259 nema við einn háskóla í suðausturhluta Englands. Í fyrri könnuninni sögðust 30 þátttakendur hafa framið 145 brot. Kynferðisleg nauðung var algengust en þar á eftir komu naugðun, tilraun til naugðunar og kynferðislegir tilburðir án samþykkis. Í seinni könnuninni játuðu 33 menn að hafa framið 106 brot og þriðjungur sagðist hafa brotið gegn konum þrisvar sinnum eða oftar. Allir þátttakendurnir voru gagnkynhneigðir en fimm sögðust hafa brotið á konum og körlum og einn sagðist hafa brotið gegn einum karli. Þeir 63 menn sem játuðu brot voru mun líklegri en aðrir til að trúa ýmsum mýtum um nauðganir, til dæmis að konum gætu sjálfum sér um kennt. Þá höfðu þeir almennt neikvæða afstöðu gagnvart konum og voru líklegri til að trúa því að vandamál þeirra mætti rekja til kvenna. Fantasíur þeirra voru einnig ofbeldisfullari og gengu meðal annars út á að meiða konur gegn vilja þeirra. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar ríma við aðrar rannsóknir, meðal annars í Bandaríkjunum. Þeir sem hafi neikvætt viðhorf í garð kvenna séu mun líklegri til að beita þær ofbeldi. Guardian greindi frá. Bretland Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Margir sögðu konum sjálfum um að kenna ef þær yrðu drukknar og þá sögðust umræddir einstaklingar einnig gjarnan eiga fantasíur um að nauðga eða pynta konur. Þessi sýn á konur var ekki að finna meðal þeirra þátttakenda sem höfðu ekki brotið gegn konum. Rannsóknin fól í sér tvær kannanir þar sem ítarlegir spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur, annar fyrir 295 nema við hundrað háskóla í Bretlandi og hinn fyrir 259 nema við einn háskóla í suðausturhluta Englands. Í fyrri könnuninni sögðust 30 þátttakendur hafa framið 145 brot. Kynferðisleg nauðung var algengust en þar á eftir komu naugðun, tilraun til naugðunar og kynferðislegir tilburðir án samþykkis. Í seinni könnuninni játuðu 33 menn að hafa framið 106 brot og þriðjungur sagðist hafa brotið gegn konum þrisvar sinnum eða oftar. Allir þátttakendurnir voru gagnkynhneigðir en fimm sögðust hafa brotið á konum og körlum og einn sagðist hafa brotið gegn einum karli. Þeir 63 menn sem játuðu brot voru mun líklegri en aðrir til að trúa ýmsum mýtum um nauðganir, til dæmis að konum gætu sjálfum sér um kennt. Þá höfðu þeir almennt neikvæða afstöðu gagnvart konum og voru líklegri til að trúa því að vandamál þeirra mætti rekja til kvenna. Fantasíur þeirra voru einnig ofbeldisfullari og gengu meðal annars út á að meiða konur gegn vilja þeirra. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar ríma við aðrar rannsóknir, meðal annars í Bandaríkjunum. Þeir sem hafi neikvætt viðhorf í garð kvenna séu mun líklegri til að beita þær ofbeldi. Guardian greindi frá.
Bretland Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira