„Er að byggja feril sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2021 23:31 Þórir Guðmundur skýst á milli tveggja varnarmanna Njarðvíkur. Vísir/Bára Dröfn Frammistaða Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar – eða Tóta Túrbó eins og hann er kallaður í Vesturbænum – í sigri KR á Njarðvík var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Þórir Guðmundur skoraði 19 stig ásamt því að taka átta fráköst. Var hann með 25 framlagsstig í leik sem KR varð einfaldlega að vinna. Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda Körfuboltakvölds voru þeir Darri Freyr Atlason og Matthías Sigurðsson með honum í setti. Darri Freyr þjálfaði Þóri Guðmund á síðustu leiktíð og Matthías lék með honum en Þórir var þá að snúa heim eftir fjögur ár í bandaríska háskólaboltanum þar sem hann lék með Nebraska. „Það sem gerðist á þessum tíma (hjá Nebraska) er að hann settist í hlutverk sem eru svona skilyrtari. Þar sem hann er að gera einfaldari hluti og með mjög sérhæft hlutverk. Þú getur ekki beðið Þóri um að gera það í íslensku deildinni, hann er bara of góður. Þú verður að biðja um meira frá honum,“ sagði Darri Freyr og hélt áfram. „Þú vilt að hann sé á boltanum í „pick and roll,“ vilt að hann sé að „slash-a“ á hálfum velli og svo framvegis. Mér finnst hann núna vera að finna þennan takt aftur. Það var kannski búið að þröngva honum í aðeins of lítið eða sérhæft hlutverk hjá Nebraska og hann er aðeins að brjótast út úr þessu.“ Þórir Guðmundur í baráttunni undir körfunni í leik KR og Njarðvíkur.Vísir/Bára Dröfn „Ég held að hann muni bara verða betri. Búið að vera tala eins og hann hafi verið dapur fyrstu fjóra leikina, ég er bara ekkert svo sammála því. Maður tekur eftir því ef hann klikkar á tveimur þristum en á heildina litið myndi ég segja að hann sé búinn að vera á pari og held að hann geti orðið töluvert betri,“ sagði Matthías um fyrrum liðsfélaga sinn. „Ég held það taki mislangan tíma fyrir menn að brjótast út úr ramma eins og hann var í fjögur ár hjá risastórum skóla. Þetta er það stórt batterí og mikið undir í hverjum einasta leik. Það er bara eðlilegt að hann taki sér aðeins lengri tíma. Mér finnst hann búinn að gera það vel. Virðist ekkert fá á hann að eiga upp og niður leiki, hægt og rólega finnst mér hann vera að finna sig í sínu eigin skinni í þessum opna og að einhverju leyti villta íslenska leik,“ sagði bætti hann svo við. „Það má hrósa honum fyrir hvernig hann er að díla við tilfinningar sem fylgja þessu líka. Skrítið að koma frá þjálfara sem var síðast í NBA-deildinni og svo er einhver unglingur sem tekur á móti þér í KR heimilinu og ætlar að fara segja þér hvað þú átt að gera. Hann hefur tekið þessu af miklu æðruleysi og er að byggja ferilinn sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum,“ sagði Darri Freyr að endingu. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Þóri Guðmund [Tóta Túrbó] Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld KR Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Þórir Guðmundur skoraði 19 stig ásamt því að taka átta fráköst. Var hann með 25 framlagsstig í leik sem KR varð einfaldlega að vinna. Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda Körfuboltakvölds voru þeir Darri Freyr Atlason og Matthías Sigurðsson með honum í setti. Darri Freyr þjálfaði Þóri Guðmund á síðustu leiktíð og Matthías lék með honum en Þórir var þá að snúa heim eftir fjögur ár í bandaríska háskólaboltanum þar sem hann lék með Nebraska. „Það sem gerðist á þessum tíma (hjá Nebraska) er að hann settist í hlutverk sem eru svona skilyrtari. Þar sem hann er að gera einfaldari hluti og með mjög sérhæft hlutverk. Þú getur ekki beðið Þóri um að gera það í íslensku deildinni, hann er bara of góður. Þú verður að biðja um meira frá honum,“ sagði Darri Freyr og hélt áfram. „Þú vilt að hann sé á boltanum í „pick and roll,“ vilt að hann sé að „slash-a“ á hálfum velli og svo framvegis. Mér finnst hann núna vera að finna þennan takt aftur. Það var kannski búið að þröngva honum í aðeins of lítið eða sérhæft hlutverk hjá Nebraska og hann er aðeins að brjótast út úr þessu.“ Þórir Guðmundur í baráttunni undir körfunni í leik KR og Njarðvíkur.Vísir/Bára Dröfn „Ég held að hann muni bara verða betri. Búið að vera tala eins og hann hafi verið dapur fyrstu fjóra leikina, ég er bara ekkert svo sammála því. Maður tekur eftir því ef hann klikkar á tveimur þristum en á heildina litið myndi ég segja að hann sé búinn að vera á pari og held að hann geti orðið töluvert betri,“ sagði Matthías um fyrrum liðsfélaga sinn. „Ég held það taki mislangan tíma fyrir menn að brjótast út úr ramma eins og hann var í fjögur ár hjá risastórum skóla. Þetta er það stórt batterí og mikið undir í hverjum einasta leik. Það er bara eðlilegt að hann taki sér aðeins lengri tíma. Mér finnst hann búinn að gera það vel. Virðist ekkert fá á hann að eiga upp og niður leiki, hægt og rólega finnst mér hann vera að finna sig í sínu eigin skinni í þessum opna og að einhverju leyti villta íslenska leik,“ sagði bætti hann svo við. „Það má hrósa honum fyrir hvernig hann er að díla við tilfinningar sem fylgja þessu líka. Skrítið að koma frá þjálfara sem var síðast í NBA-deildinni og svo er einhver unglingur sem tekur á móti þér í KR heimilinu og ætlar að fara segja þér hvað þú átt að gera. Hann hefur tekið þessu af miklu æðruleysi og er að byggja ferilinn sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum,“ sagði Darri Freyr að endingu. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Þóri Guðmund [Tóta Túrbó]
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld KR Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum