„Er að byggja feril sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2021 23:31 Þórir Guðmundur skýst á milli tveggja varnarmanna Njarðvíkur. Vísir/Bára Dröfn Frammistaða Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar – eða Tóta Túrbó eins og hann er kallaður í Vesturbænum – í sigri KR á Njarðvík var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Þórir Guðmundur skoraði 19 stig ásamt því að taka átta fráköst. Var hann með 25 framlagsstig í leik sem KR varð einfaldlega að vinna. Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda Körfuboltakvölds voru þeir Darri Freyr Atlason og Matthías Sigurðsson með honum í setti. Darri Freyr þjálfaði Þóri Guðmund á síðustu leiktíð og Matthías lék með honum en Þórir var þá að snúa heim eftir fjögur ár í bandaríska háskólaboltanum þar sem hann lék með Nebraska. „Það sem gerðist á þessum tíma (hjá Nebraska) er að hann settist í hlutverk sem eru svona skilyrtari. Þar sem hann er að gera einfaldari hluti og með mjög sérhæft hlutverk. Þú getur ekki beðið Þóri um að gera það í íslensku deildinni, hann er bara of góður. Þú verður að biðja um meira frá honum,“ sagði Darri Freyr og hélt áfram. „Þú vilt að hann sé á boltanum í „pick and roll,“ vilt að hann sé að „slash-a“ á hálfum velli og svo framvegis. Mér finnst hann núna vera að finna þennan takt aftur. Það var kannski búið að þröngva honum í aðeins of lítið eða sérhæft hlutverk hjá Nebraska og hann er aðeins að brjótast út úr þessu.“ Þórir Guðmundur í baráttunni undir körfunni í leik KR og Njarðvíkur.Vísir/Bára Dröfn „Ég held að hann muni bara verða betri. Búið að vera tala eins og hann hafi verið dapur fyrstu fjóra leikina, ég er bara ekkert svo sammála því. Maður tekur eftir því ef hann klikkar á tveimur þristum en á heildina litið myndi ég segja að hann sé búinn að vera á pari og held að hann geti orðið töluvert betri,“ sagði Matthías um fyrrum liðsfélaga sinn. „Ég held það taki mislangan tíma fyrir menn að brjótast út úr ramma eins og hann var í fjögur ár hjá risastórum skóla. Þetta er það stórt batterí og mikið undir í hverjum einasta leik. Það er bara eðlilegt að hann taki sér aðeins lengri tíma. Mér finnst hann búinn að gera það vel. Virðist ekkert fá á hann að eiga upp og niður leiki, hægt og rólega finnst mér hann vera að finna sig í sínu eigin skinni í þessum opna og að einhverju leyti villta íslenska leik,“ sagði bætti hann svo við. „Það má hrósa honum fyrir hvernig hann er að díla við tilfinningar sem fylgja þessu líka. Skrítið að koma frá þjálfara sem var síðast í NBA-deildinni og svo er einhver unglingur sem tekur á móti þér í KR heimilinu og ætlar að fara segja þér hvað þú átt að gera. Hann hefur tekið þessu af miklu æðruleysi og er að byggja ferilinn sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum,“ sagði Darri Freyr að endingu. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Þóri Guðmund [Tóta Túrbó] Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld KR Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Þórir Guðmundur skoraði 19 stig ásamt því að taka átta fráköst. Var hann með 25 framlagsstig í leik sem KR varð einfaldlega að vinna. Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda Körfuboltakvölds voru þeir Darri Freyr Atlason og Matthías Sigurðsson með honum í setti. Darri Freyr þjálfaði Þóri Guðmund á síðustu leiktíð og Matthías lék með honum en Þórir var þá að snúa heim eftir fjögur ár í bandaríska háskólaboltanum þar sem hann lék með Nebraska. „Það sem gerðist á þessum tíma (hjá Nebraska) er að hann settist í hlutverk sem eru svona skilyrtari. Þar sem hann er að gera einfaldari hluti og með mjög sérhæft hlutverk. Þú getur ekki beðið Þóri um að gera það í íslensku deildinni, hann er bara of góður. Þú verður að biðja um meira frá honum,“ sagði Darri Freyr og hélt áfram. „Þú vilt að hann sé á boltanum í „pick and roll,“ vilt að hann sé að „slash-a“ á hálfum velli og svo framvegis. Mér finnst hann núna vera að finna þennan takt aftur. Það var kannski búið að þröngva honum í aðeins of lítið eða sérhæft hlutverk hjá Nebraska og hann er aðeins að brjótast út úr þessu.“ Þórir Guðmundur í baráttunni undir körfunni í leik KR og Njarðvíkur.Vísir/Bára Dröfn „Ég held að hann muni bara verða betri. Búið að vera tala eins og hann hafi verið dapur fyrstu fjóra leikina, ég er bara ekkert svo sammála því. Maður tekur eftir því ef hann klikkar á tveimur þristum en á heildina litið myndi ég segja að hann sé búinn að vera á pari og held að hann geti orðið töluvert betri,“ sagði Matthías um fyrrum liðsfélaga sinn. „Ég held það taki mislangan tíma fyrir menn að brjótast út úr ramma eins og hann var í fjögur ár hjá risastórum skóla. Þetta er það stórt batterí og mikið undir í hverjum einasta leik. Það er bara eðlilegt að hann taki sér aðeins lengri tíma. Mér finnst hann búinn að gera það vel. Virðist ekkert fá á hann að eiga upp og niður leiki, hægt og rólega finnst mér hann vera að finna sig í sínu eigin skinni í þessum opna og að einhverju leyti villta íslenska leik,“ sagði bætti hann svo við. „Það má hrósa honum fyrir hvernig hann er að díla við tilfinningar sem fylgja þessu líka. Skrítið að koma frá þjálfara sem var síðast í NBA-deildinni og svo er einhver unglingur sem tekur á móti þér í KR heimilinu og ætlar að fara segja þér hvað þú átt að gera. Hann hefur tekið þessu af miklu æðruleysi og er að byggja ferilinn sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum,“ sagði Darri Freyr að endingu. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Þóri Guðmund [Tóta Túrbó]
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld KR Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira