Mönnunarkrísa á Landspítala getur leitt til takmarkana fyrir almenning Snorri Másson skrifar 30. október 2021 19:15 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, segir stöðuna tvísýna. Vísir/Egill Svo getur farið að mönnunarkrísa á Landspítala leiði til þess að almenningur þurfi að búa við sóttvarnatakmarkanir á ný, að sögn forstjóra Landspítalans. Staðan er mjög tvísýn á sjúkrahúsinu. Landspítalinn er farinn að þekkja þetta. Á meðan smitin eru um fjörutíu eða fimmtíu á dag, ræður spítalinn við stöðuna. Í þarsíðustu viku voru smitin að meðaltali 59 á dag. Í nýliðinni viku voru smitin um 68 á dag. Það er tölfræðileg staðreynd fyrir spítalann: Þetta er of mikið. „Í gær voru til dæmis 96 smit og það er nokkuð ljóst að ef það eru 2% álagnir er ákveðin áskorun í því, það segir sig sjálft,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans. Þær raddir heyrast sem gera lítið úr þeim vanda sem stafar af Covid-19 en forstjóri spítalans tekur ekki undir slíkan málflutning. „Staðan er bara öðruvísi. Staðan á spítalanum er mjög tvísýn. Það er kannski það sem er okkar helsta áskorun, það er mönnun. Við erum í miklum mönnunarvanda eða mönnunarkrísu, hvernig sem maður orðar það. Okkur vantar hjúkrunarfræðinga, okkur vantar heilbrigðisstarfsfólk. Þeir sem standa núna í framlínunni eru búnir að vera það í mjög langan tíma og eru bara orðnir lúnir,“ segir Guðlaug. Mikil áhrif á heilbrigðiskerfið ef spítalinn er færður upp á hættustig Við virðumst vera á leið inn í nýja bylgju, að sögn forstjórans. Á þessari stundu eru þó aðeins tveir á gjörgæslu og níu inniliggjandi á smitsjúkdómadeild. 900 eru í eftirliti hjá göngudeild. Afstaða er tekin til þess daglega hvort færa eigi sjúkrahúsið upp á hættustig, sem er afdrifarík ákvörðun. Er það þá þannig að mönnunarvandi á spítalanum er að valda því að við gætum verið að fara að sjá takmarkanir í samfélaginu? „Það getur alveg farið svo. Aðallega snýst þetta um það hvernig spítalinn er í stakk búinn til að takast á við verkefnið. Til að skýra það út, ef við stigum spítalann og förum upp á hættustig, þýðir það að við þurfum að draga úr valkvæðum aðgerðum og við erum ekki með göngudeildarstarfsemi, sem þýðir aftur að það hefur mjög mikil áhrif á heilbrigðiskerfið og samfélagið ef við þurfum að taka slíka ákvörðun,“ segir Guðlaug Rakel. Landspítalinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Landspítalinn er farinn að þekkja þetta. Á meðan smitin eru um fjörutíu eða fimmtíu á dag, ræður spítalinn við stöðuna. Í þarsíðustu viku voru smitin að meðaltali 59 á dag. Í nýliðinni viku voru smitin um 68 á dag. Það er tölfræðileg staðreynd fyrir spítalann: Þetta er of mikið. „Í gær voru til dæmis 96 smit og það er nokkuð ljóst að ef það eru 2% álagnir er ákveðin áskorun í því, það segir sig sjálft,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans. Þær raddir heyrast sem gera lítið úr þeim vanda sem stafar af Covid-19 en forstjóri spítalans tekur ekki undir slíkan málflutning. „Staðan er bara öðruvísi. Staðan á spítalanum er mjög tvísýn. Það er kannski það sem er okkar helsta áskorun, það er mönnun. Við erum í miklum mönnunarvanda eða mönnunarkrísu, hvernig sem maður orðar það. Okkur vantar hjúkrunarfræðinga, okkur vantar heilbrigðisstarfsfólk. Þeir sem standa núna í framlínunni eru búnir að vera það í mjög langan tíma og eru bara orðnir lúnir,“ segir Guðlaug. Mikil áhrif á heilbrigðiskerfið ef spítalinn er færður upp á hættustig Við virðumst vera á leið inn í nýja bylgju, að sögn forstjórans. Á þessari stundu eru þó aðeins tveir á gjörgæslu og níu inniliggjandi á smitsjúkdómadeild. 900 eru í eftirliti hjá göngudeild. Afstaða er tekin til þess daglega hvort færa eigi sjúkrahúsið upp á hættustig, sem er afdrifarík ákvörðun. Er það þá þannig að mönnunarvandi á spítalanum er að valda því að við gætum verið að fara að sjá takmarkanir í samfélaginu? „Það getur alveg farið svo. Aðallega snýst þetta um það hvernig spítalinn er í stakk búinn til að takast á við verkefnið. Til að skýra það út, ef við stigum spítalann og förum upp á hættustig, þýðir það að við þurfum að draga úr valkvæðum aðgerðum og við erum ekki með göngudeildarstarfsemi, sem þýðir aftur að það hefur mjög mikil áhrif á heilbrigðiskerfið og samfélagið ef við þurfum að taka slíka ákvörðun,“ segir Guðlaug Rakel.
Landspítalinn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira