Metnaðarfullt hrekkjavökuball Hrafnistu: „Ég er á sex stjörnu hóteli“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2021 21:31 Metnaðarfullt hrekkjavökupartí á Hrafnistu. vísir Heimilismenn á Hrafnistu klæddu sig í búninga í tilefni hrekkjavökuballs. Heimilismenn skemmtu sér konunglega og skáluðu í eiturgrænum hrekkjavökudrykk. Það er óhætt að segja að hrekkjavakan sé komin til að vera á Íslandi. Ein sönnun þess er árlegt hrekkjavökuball á Hrafnistu og fréttastofa leit að sjálfsögðu við. Árdís Hulda Eiríksdóttir.vísir „Við reynum að nota hvert tækifæri sem við getum til þess að brjóta upp hversdagsleikann hjá okkur og erum ótrúlega dugleg að gera eitthvað skemmtilegt eins og í dag. Það sem er svo skemmtilegt er að íbúarnir eru algjörlega tilbúnir að vera með okkur í þessu og það er það sem gerir þetta svo skemmtilegt,“ sagði Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður á Hrafnistu Hraunvangi. „Það er alltaf gaman hérna, það er dansað á hverjum einasta föstudegi,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir. Jóel Hreiðar Georgsson.vísir „Þegar ég kom hingað fyrir nokkrum vikum þá sagði ég: „Ég er á sex stjörnu hóteli og ég er enn á sex stjörnu hóteli,“ sagði Jóel Hreiðar Georgsson. Það er svona gaman? „Þetta er svo gaman að vera hér. Alveg dásamlegt.“ Íbúar voru hvattir til að mæta í búningi á ballið en engin formleg búningakeppni fór þó fram. „Nei en það er samt innri samkeppni, það er ekki hægt að neita því. Þó að það sé ekki formlegt þá að sjálfsögðu er keppni á milli manna,“ sagði Árdís. Bryndís Sigurðardóttir.vísir Í hvaða búningi ert þú, hver ert þú? „Ég er bara ég, þetta er bara hárkolla,“ sagði Bryndís. Varstu búin að hugsa mikið út í búninginn? „Nei þetta kom bara að sjálfu sér. Tengdadóttir mín útvegaði mér þetta.“ En þú ert ekki í neinum búningi? „Nei ég er bara með þessa hendi,“ sagði Jóel og hlær. Flestir heimilismenn stigu dans.arnar halldórsson Og auðvitað var fólki var boðið upp á eiturgrænan drykk. „Heyrðu þetta er alveg baneitrað. Ég myndi ekki fá mér í þínum sporum,“ sagði Árdís í gríni. Er í lagi með þennan drykk? „Nei þetta er hræðilega vont,“ sagði Bryndís. „Íslendingar eru sjúkir i Halloween og þar eru heimilismenn á Hrafnistu engin undantekning. Við erum á trylltu dansiballi.“ Hið eina sanna DAS band.ARNAR HALLDÓRSSON Heimilismenn stigu flestir dans en það var DAS bandið sem hélt uppi fjörinu. „Þetta er hið eina sanna DAS band sem spilar hér alla föstudaga. Þau gefa vinnu sína til okkar. Algjörlega frábært band sem heldur uppi stemningunni hjá okkur og eru akkúrat með ef það er þema hjá okkur, þá eru þau komin í þemabúninga,“ sagði Árdís. Fólk er að skemmta sér vel? „Mjög vel. Þetta er frábær dagur.“ DAS bandið tók þekkt lög.arnar halldórsson Alla föstudaga er sungið og dansað á Hrafnistu.arnar halldórsson Hljómsveitarmeðlimir klæddust að sjálfsögðu hrekkjavökubúningum.arnar halldórsson Metnaðarfullar skreytingar.arnar halldórsson Eldri borgarar Hrekkjavaka Hafnarfjörður Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Það er óhætt að segja að hrekkjavakan sé komin til að vera á Íslandi. Ein sönnun þess er árlegt hrekkjavökuball á Hrafnistu og fréttastofa leit að sjálfsögðu við. Árdís Hulda Eiríksdóttir.vísir „Við reynum að nota hvert tækifæri sem við getum til þess að brjóta upp hversdagsleikann hjá okkur og erum ótrúlega dugleg að gera eitthvað skemmtilegt eins og í dag. Það sem er svo skemmtilegt er að íbúarnir eru algjörlega tilbúnir að vera með okkur í þessu og það er það sem gerir þetta svo skemmtilegt,“ sagði Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður á Hrafnistu Hraunvangi. „Það er alltaf gaman hérna, það er dansað á hverjum einasta föstudegi,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir. Jóel Hreiðar Georgsson.vísir „Þegar ég kom hingað fyrir nokkrum vikum þá sagði ég: „Ég er á sex stjörnu hóteli og ég er enn á sex stjörnu hóteli,“ sagði Jóel Hreiðar Georgsson. Það er svona gaman? „Þetta er svo gaman að vera hér. Alveg dásamlegt.“ Íbúar voru hvattir til að mæta í búningi á ballið en engin formleg búningakeppni fór þó fram. „Nei en það er samt innri samkeppni, það er ekki hægt að neita því. Þó að það sé ekki formlegt þá að sjálfsögðu er keppni á milli manna,“ sagði Árdís. Bryndís Sigurðardóttir.vísir Í hvaða búningi ert þú, hver ert þú? „Ég er bara ég, þetta er bara hárkolla,“ sagði Bryndís. Varstu búin að hugsa mikið út í búninginn? „Nei þetta kom bara að sjálfu sér. Tengdadóttir mín útvegaði mér þetta.“ En þú ert ekki í neinum búningi? „Nei ég er bara með þessa hendi,“ sagði Jóel og hlær. Flestir heimilismenn stigu dans.arnar halldórsson Og auðvitað var fólki var boðið upp á eiturgrænan drykk. „Heyrðu þetta er alveg baneitrað. Ég myndi ekki fá mér í þínum sporum,“ sagði Árdís í gríni. Er í lagi með þennan drykk? „Nei þetta er hræðilega vont,“ sagði Bryndís. „Íslendingar eru sjúkir i Halloween og þar eru heimilismenn á Hrafnistu engin undantekning. Við erum á trylltu dansiballi.“ Hið eina sanna DAS band.ARNAR HALLDÓRSSON Heimilismenn stigu flestir dans en það var DAS bandið sem hélt uppi fjörinu. „Þetta er hið eina sanna DAS band sem spilar hér alla föstudaga. Þau gefa vinnu sína til okkar. Algjörlega frábært band sem heldur uppi stemningunni hjá okkur og eru akkúrat með ef það er þema hjá okkur, þá eru þau komin í þemabúninga,“ sagði Árdís. Fólk er að skemmta sér vel? „Mjög vel. Þetta er frábær dagur.“ DAS bandið tók þekkt lög.arnar halldórsson Alla föstudaga er sungið og dansað á Hrafnistu.arnar halldórsson Hljómsveitarmeðlimir klæddust að sjálfsögðu hrekkjavökubúningum.arnar halldórsson Metnaðarfullar skreytingar.arnar halldórsson
Eldri borgarar Hrekkjavaka Hafnarfjörður Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira