Segðu frá – 112 er líka til staðar á netinu Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar 1. nóvember 2021 11:01 Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því að embætti Ríkislögreglustjóra opnaði sérstaka vefgátt 112 gegn ofbeldi. Tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglunnar og barnaverndarnefnda hafði fjölgað mikið í Covid-19 heimsfaraldrinum. Sérstakt aðgerðateymi gegn ofbeldi lagði því til að vefgáttin yrði opnuð til að auðvelda þolendum, gerendum og aðstandendum að leita sér aðstoðar. Heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum er enda ekki einkamál sem rúmast innan friðhelgi heimilisins, heldur samfélagslegur harmleikur sem við getum ekki liðið. Opnun vefgáttarinnar fyrir ári síðan var mikilvægt skref í rétta átt og á sama tíma hófst sérstök vitundarvakning þar sem fólk var hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar. Svo virðist sem vel hafi tekist að vekja athygli á síðunni en að meðaltali 235 einstaklingar hafa heimsótt hana á dag. Þessi fjöldi heimsókna sýnir að þörfin fyrir úrræði sem þetta, til að fræðast um og tilkynna heimilisofbeldi, var mikil. Sérstaka athygli vakti hversu algengt var að þeir sem heimsóttu vefinn væru að leita upplýsinga um andlegt ofbeldi. Einnig eru síður sem sniðnar hafa verið sérstaklega að börnum og ungu fólki mikið lesnar. Af öllum þeim úrræðum sem kynnt eru í vefgáttinni er algengast að fólk kynni sér Heimilisfrið, sem er meðferðarstöð fyrir þau sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Mikil fjölgun tilkynninga Alls voru 1.049 mál tengd heimilisofbeldi tilkynnt hér á landi í fyrra, um 16% fleiri en meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Fjöldi tilkynntra mála virðist ætla að haldast þetta mikill en fyrstu níu mánuði þessa árs var tilkynnt um 795 mál tengd heimilisofbeldi, einu máli færra en í á sama tímabili í fyrra þegar þau voru 796. Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur haldið áfram að fjölga á þessu ári. Á fyrstu 9 mánuðum ársins bárust 9.792 tilkynningar, sem eru 2,3% fleiri tilkynningar en á sama tímabili í fyrra og er aukning um 17% frá sama tímabili árið 2019. Á síðasta ári fjölgaði mest tilkynningum frá ættingjum, nágrönnum og einstaklingum í nærumhverfi barns en fyrstu 9 mánuði þessa árs hefur tilkynningum fjölgað mest frá skólum. Vefgátt 112 gegn ofbeldi komin til að vera Vefgátt 112 gegn ofbeldi hjálpaði mörgum að leita sér aðstoðar út úr ofbeldinu í faraldrinum. Því er einkar mikilvægt að vefgátt 112 gegn ofbeldi hefur fengið varanlegan bústað hjá Neyðarlínunni og verður þróuð áfram þar - í takt við nýjustu upplýsingar og þekkingu. Við þurfum líka áfram að hvetja fólk til að segja frá, því hjálpin er til staðar – hjá 112. Höfundur er ríkislögreglustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Heimilisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Barnavernd Sigríður Björk Guðjónsdóttir Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því að embætti Ríkislögreglustjóra opnaði sérstaka vefgátt 112 gegn ofbeldi. Tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglunnar og barnaverndarnefnda hafði fjölgað mikið í Covid-19 heimsfaraldrinum. Sérstakt aðgerðateymi gegn ofbeldi lagði því til að vefgáttin yrði opnuð til að auðvelda þolendum, gerendum og aðstandendum að leita sér aðstoðar. Heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum er enda ekki einkamál sem rúmast innan friðhelgi heimilisins, heldur samfélagslegur harmleikur sem við getum ekki liðið. Opnun vefgáttarinnar fyrir ári síðan var mikilvægt skref í rétta átt og á sama tíma hófst sérstök vitundarvakning þar sem fólk var hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar. Svo virðist sem vel hafi tekist að vekja athygli á síðunni en að meðaltali 235 einstaklingar hafa heimsótt hana á dag. Þessi fjöldi heimsókna sýnir að þörfin fyrir úrræði sem þetta, til að fræðast um og tilkynna heimilisofbeldi, var mikil. Sérstaka athygli vakti hversu algengt var að þeir sem heimsóttu vefinn væru að leita upplýsinga um andlegt ofbeldi. Einnig eru síður sem sniðnar hafa verið sérstaklega að börnum og ungu fólki mikið lesnar. Af öllum þeim úrræðum sem kynnt eru í vefgáttinni er algengast að fólk kynni sér Heimilisfrið, sem er meðferðarstöð fyrir þau sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Mikil fjölgun tilkynninga Alls voru 1.049 mál tengd heimilisofbeldi tilkynnt hér á landi í fyrra, um 16% fleiri en meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Fjöldi tilkynntra mála virðist ætla að haldast þetta mikill en fyrstu níu mánuði þessa árs var tilkynnt um 795 mál tengd heimilisofbeldi, einu máli færra en í á sama tímabili í fyrra þegar þau voru 796. Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur haldið áfram að fjölga á þessu ári. Á fyrstu 9 mánuðum ársins bárust 9.792 tilkynningar, sem eru 2,3% fleiri tilkynningar en á sama tímabili í fyrra og er aukning um 17% frá sama tímabili árið 2019. Á síðasta ári fjölgaði mest tilkynningum frá ættingjum, nágrönnum og einstaklingum í nærumhverfi barns en fyrstu 9 mánuði þessa árs hefur tilkynningum fjölgað mest frá skólum. Vefgátt 112 gegn ofbeldi komin til að vera Vefgátt 112 gegn ofbeldi hjálpaði mörgum að leita sér aðstoðar út úr ofbeldinu í faraldrinum. Því er einkar mikilvægt að vefgátt 112 gegn ofbeldi hefur fengið varanlegan bústað hjá Neyðarlínunni og verður þróuð áfram þar - í takt við nýjustu upplýsingar og þekkingu. Við þurfum líka áfram að hvetja fólk til að segja frá, því hjálpin er til staðar – hjá 112. Höfundur er ríkislögreglustjóri.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun