Sér engan sjálfstæðan metnað frá íslenskum stjórnvöldum Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 20:04 Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt neinn sjálfstæðan metnað um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að mati formanns Ungra umhverfissinna sem er staddur á COP26-loftslagsráðstefnunni sem hófst í Skotlandi í dag. Ríki heims ræða hvernig þau ætla að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 2°C og helst 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu á COP26-ráðstefnunni. Miðað við núverandi losun heimsbyggðarinnar stefnir í að hlýnunin verði mun meiri grípi ríki ekki skjótt til aðgerða. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í ágúst var varað við því að 1,5°C markmiðið gæti verið fyrir bí strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, sagði að þrátt fyrir dökka mynd sem dregin væri upp í skýrslum sem þessari sýndu þær einnig að ennþá væri von til að ná 1,5°C markmiðinu ef gripið yrði til róttækra og tafarlausra aðgerða. Hún er stödd á COP26-ráðstefnunni í Glasgow. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Tinna að fyrir henni hefði staðið upp úr í dag að sjá fulltrúa ríkja sem eru viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingum og líklegust til að verða fyrir barðinu á þeim minna fundargesti á að málið snúist ekki aðeins um prósentur og tölur heldur sé líf og framtíð fjölda fólks í húfi. Tinna hefur verið gagnrýnin á framlag Íslands. Þrátt fyrir að Alþingi hafi lögfest markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 skorti lögfest markmið sem varði leiðina þangað. Þá bendir hún á að Ísland sé í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu en ekki hafi verið ákveðið hver hlutdeild Íslands verði í því ennþá. Evrópusambandið stefnir nú á 55% samdrátt fyrir árið 2030. Hlutdeild Íslands í fyrra markmiði sambandsins um 40% samdrátt er 29%. „Þannig að ég hef ekki séð neinn sjálfstæðan metnað um hvað íslensk stjórnvöld ætla að draga mikið úr losun fyrir árið 2030 sem myndi þá sýna gott fordæmi fyrir önnur ríki,“ sagði Tinna í kvöldfréttunum. COP26 Loftslagsmál Skotland Tengdar fréttir Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49 COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Sjá meira
Ríki heims ræða hvernig þau ætla að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 2°C og helst 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu á COP26-ráðstefnunni. Miðað við núverandi losun heimsbyggðarinnar stefnir í að hlýnunin verði mun meiri grípi ríki ekki skjótt til aðgerða. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í ágúst var varað við því að 1,5°C markmiðið gæti verið fyrir bí strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna, sagði að þrátt fyrir dökka mynd sem dregin væri upp í skýrslum sem þessari sýndu þær einnig að ennþá væri von til að ná 1,5°C markmiðinu ef gripið yrði til róttækra og tafarlausra aðgerða. Hún er stödd á COP26-ráðstefnunni í Glasgow. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Tinna að fyrir henni hefði staðið upp úr í dag að sjá fulltrúa ríkja sem eru viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingum og líklegust til að verða fyrir barðinu á þeim minna fundargesti á að málið snúist ekki aðeins um prósentur og tölur heldur sé líf og framtíð fjölda fólks í húfi. Tinna hefur verið gagnrýnin á framlag Íslands. Þrátt fyrir að Alþingi hafi lögfest markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 skorti lögfest markmið sem varði leiðina þangað. Þá bendir hún á að Ísland sé í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu en ekki hafi verið ákveðið hver hlutdeild Íslands verði í því ennþá. Evrópusambandið stefnir nú á 55% samdrátt fyrir árið 2030. Hlutdeild Íslands í fyrra markmiði sambandsins um 40% samdrátt er 29%. „Þannig að ég hef ekki séð neinn sjálfstæðan metnað um hvað íslensk stjórnvöld ætla að draga mikið úr losun fyrir árið 2030 sem myndi þá sýna gott fordæmi fyrir önnur ríki,“ sagði Tinna í kvöldfréttunum.
COP26 Loftslagsmál Skotland Tengdar fréttir Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49 COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Sjá meira
Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. 1. nóvember 2021 13:49
COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19