Alfreð um erfiða tíma undanfarna mánuði: „Fyrir hausinn er þetta rosalega erfitt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2021 20:40 Alfreð í leik helgarinnar. Sebastian Widmann/Getty Images Alfreð Finnbogason sneri aftur í byrjunarlið Augsburg með látum um helgina. Hann ræddi endurkomuna við Ríkharð Óskar Guðnason sem og mögulega endurkomu í íslenska landsliðið. „Held að það sé hárrétt orð til að lýsa tilfinningunni. Þó að ég hefði ekki skorað hefði ég verið gríðarlega ánægður með sigurinn og vera í byrjunarliðinu en maður neitar því ekkert að sem sóknarmaður vill maður skora og langt síðan ég skoraði síðast. Langt síðan ég byrjaði inn á síðast þannig þetta var í rauninni hálfgerður draumadagur,“ sagði Alfreð aðspurður hvort það hefði ekki verið léttir að skora loksins. „Ég neita því ekkert að á svona erfiðum tímum og þegar þú færð svona slæmar fréttir eftir slæmar fréttir og kemst aldrei af stað þá koma neikvæðar hugsanir en kúnstin er að leyfa þeim að fara sem fyrst og reyna vera jákvæður, það er ekkert annað sem kemur til greina. Maður þarf að vinna vel í sínum hlutum því það er ekkert auðvelt að vera í ræktinni á hverjum degi að gera einhverjar hundleiðinlegar æfingar og allir liðsfélagarnir fara út að æfa.“ „Fyrir hausinn er þetta rosalega erfitt og því gerir það þetta enn skemmtilegra þegar maður kemur aftur og maður kann að meta það mikið meira að vera heill heilsu.“ Var að spila fyrstu 90 mínúturnar í deildinni frá því í nóvember 2019 „Vorum með bikarleik á miðvikudag þar sem ég átti að spila örlítið til að komast af stað. Ég kem inn í hálfleik og það endar í framlengingu svo það endaði í tæpum 80 mínútum. Planið var ekki að fara í 90 mínútur fjórum dögum seinna, planið var að spila 60-70 mínútur en svo komu upp önnur meiðsli og margir sem spiluðu 120 mínútur fyrr í vikunni sem þurftu að fara fyrr út af svo ég náði að kvelja mig í gegnum leikinn og það var mikil þreyta eftir leik, ég verð að viðurkenna það.“ „Ég hef 1-2 daga til að ná mér. Það verður ekkert auðveldara með aldrinum að ná sér eftir leiki en svo byrjum við að æfa aftur á miðvikudag og þá hefst undirbúningur fyrir næsta leik.“ Varðandi framhaldið „Eins og staðan er núna líður mér mjög vel. Ég er ekki með nein minniháttar meiðsli, oft á tíðum þegar ég hef verið að koma til baka hef ég ekki alveg verið 100 prósent, maður er þá með einhver smávægileg meiðsli ennþá.“ „Ég er bara með mjög gott teymi í kringum mig, er búinn að byggja upp ákveðnar hefðir og er í sambandi við góða aðila sem hjálpa mér í þessum efnum. Þrátt fyrir að það hafi gengið illa þá trúi ég að ég hafi verið að gera margt rétt þó ég hafi ekki verið að fá verðlaun fyrir það. Er í raun og veru bara að bæta ofan á það hér og þar, er nokkuð viss um að það muni borga sig til baka á næstu mánuðum og árum.“ Varðandi landsliðshópinn sem verður tilkynntur í vikunni „Ég ætla bara að leyfa landsliðsþjálfaranum að tilkynna hópinn. Ég hef ekki náð að tala við hann, er bara rétt að komast af stað. Eins og þú sagðir þá er langt síðan ég spilaði 90 mínútna leiki. Ég hef átt fín samtöl við þjálfarateymið síðan þeir tóku við, ég hef bara ekki verið heill þegar hóparnir eru valdir upp á síðkastið.“ „Mikilvægast fyrir mig er að byrja á grunninum, það er að standa mig með mínu liði. Leiðin í landsliðið er að standa sig með sínu liði. Það er ekki öfugt, að þú sért í landsliðinu bara út af einhverju sem þú gerðir fyrir þremur árum. Fyrir mig er mikilvægast að byrja á grunninum spila þrjá, fjóra eða fimm leiki í röð og fá tilfinninguna að maður sé fótboltamaður aftur.“ Alfreð Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu.Getty/Laszlo Szirtesi „Ég held að ég muni örugglega ræða við þá í þessari viku. Held það sé bara faglegt að leyfa landsliðsþjálfaranum að tilkynna hvað fór fram í því samtali. Ég ætla ekki að vera segja neitt hérna áður en ég hef rætt við þá. Mér finnst það rétta boðleiðin, að ræða við þá og í kjölfarið mun landsliðsþjálfarinn tilkynna hvað er best að þessu sinni.“ „Ég get ekki breytt því sem er búið að gerast. Tek ákveðinn lærdóm úr því. Einn lærdómur er að taka góðar ákvarðanir, það er svona það sem kemur með reynslunni. Eina sem ég get gert er það sem ég hef alltaf gert, vera 100 prósent í þessu, lifa eins og fagmaður og þá er ég nokkuð viss um að það séu betri tímar framundan,“ sagði Alfreð Finnbogason að endingu. Klippa: Bjartsýnn Alfreð ræddi endurkomuna við Rikka G Fótbolti Þýski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
„Held að það sé hárrétt orð til að lýsa tilfinningunni. Þó að ég hefði ekki skorað hefði ég verið gríðarlega ánægður með sigurinn og vera í byrjunarliðinu en maður neitar því ekkert að sem sóknarmaður vill maður skora og langt síðan ég skoraði síðast. Langt síðan ég byrjaði inn á síðast þannig þetta var í rauninni hálfgerður draumadagur,“ sagði Alfreð aðspurður hvort það hefði ekki verið léttir að skora loksins. „Ég neita því ekkert að á svona erfiðum tímum og þegar þú færð svona slæmar fréttir eftir slæmar fréttir og kemst aldrei af stað þá koma neikvæðar hugsanir en kúnstin er að leyfa þeim að fara sem fyrst og reyna vera jákvæður, það er ekkert annað sem kemur til greina. Maður þarf að vinna vel í sínum hlutum því það er ekkert auðvelt að vera í ræktinni á hverjum degi að gera einhverjar hundleiðinlegar æfingar og allir liðsfélagarnir fara út að æfa.“ „Fyrir hausinn er þetta rosalega erfitt og því gerir það þetta enn skemmtilegra þegar maður kemur aftur og maður kann að meta það mikið meira að vera heill heilsu.“ Var að spila fyrstu 90 mínúturnar í deildinni frá því í nóvember 2019 „Vorum með bikarleik á miðvikudag þar sem ég átti að spila örlítið til að komast af stað. Ég kem inn í hálfleik og það endar í framlengingu svo það endaði í tæpum 80 mínútum. Planið var ekki að fara í 90 mínútur fjórum dögum seinna, planið var að spila 60-70 mínútur en svo komu upp önnur meiðsli og margir sem spiluðu 120 mínútur fyrr í vikunni sem þurftu að fara fyrr út af svo ég náði að kvelja mig í gegnum leikinn og það var mikil þreyta eftir leik, ég verð að viðurkenna það.“ „Ég hef 1-2 daga til að ná mér. Það verður ekkert auðveldara með aldrinum að ná sér eftir leiki en svo byrjum við að æfa aftur á miðvikudag og þá hefst undirbúningur fyrir næsta leik.“ Varðandi framhaldið „Eins og staðan er núna líður mér mjög vel. Ég er ekki með nein minniháttar meiðsli, oft á tíðum þegar ég hef verið að koma til baka hef ég ekki alveg verið 100 prósent, maður er þá með einhver smávægileg meiðsli ennþá.“ „Ég er bara með mjög gott teymi í kringum mig, er búinn að byggja upp ákveðnar hefðir og er í sambandi við góða aðila sem hjálpa mér í þessum efnum. Þrátt fyrir að það hafi gengið illa þá trúi ég að ég hafi verið að gera margt rétt þó ég hafi ekki verið að fá verðlaun fyrir það. Er í raun og veru bara að bæta ofan á það hér og þar, er nokkuð viss um að það muni borga sig til baka á næstu mánuðum og árum.“ Varðandi landsliðshópinn sem verður tilkynntur í vikunni „Ég ætla bara að leyfa landsliðsþjálfaranum að tilkynna hópinn. Ég hef ekki náð að tala við hann, er bara rétt að komast af stað. Eins og þú sagðir þá er langt síðan ég spilaði 90 mínútna leiki. Ég hef átt fín samtöl við þjálfarateymið síðan þeir tóku við, ég hef bara ekki verið heill þegar hóparnir eru valdir upp á síðkastið.“ „Mikilvægast fyrir mig er að byrja á grunninum, það er að standa mig með mínu liði. Leiðin í landsliðið er að standa sig með sínu liði. Það er ekki öfugt, að þú sért í landsliðinu bara út af einhverju sem þú gerðir fyrir þremur árum. Fyrir mig er mikilvægast að byrja á grunninum spila þrjá, fjóra eða fimm leiki í röð og fá tilfinninguna að maður sé fótboltamaður aftur.“ Alfreð Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu.Getty/Laszlo Szirtesi „Ég held að ég muni örugglega ræða við þá í þessari viku. Held það sé bara faglegt að leyfa landsliðsþjálfaranum að tilkynna hvað fór fram í því samtali. Ég ætla ekki að vera segja neitt hérna áður en ég hef rætt við þá. Mér finnst það rétta boðleiðin, að ræða við þá og í kjölfarið mun landsliðsþjálfarinn tilkynna hvað er best að þessu sinni.“ „Ég get ekki breytt því sem er búið að gerast. Tek ákveðinn lærdóm úr því. Einn lærdómur er að taka góðar ákvarðanir, það er svona það sem kemur með reynslunni. Eina sem ég get gert er það sem ég hef alltaf gert, vera 100 prósent í þessu, lifa eins og fagmaður og þá er ég nokkuð viss um að það séu betri tímar framundan,“ sagði Alfreð Finnbogason að endingu. Klippa: Bjartsýnn Alfreð ræddi endurkomuna við Rikka G
Fótbolti Þýski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð