Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 12:13 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. Þriðji dagur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow hófst í morgun með áframhaldandi ávörpum þjóðarleiðtoga. Katrín Jakobsdóttir mun stíga á svið upp úr hádegi og kynna stefnu og aðgerðir Íslands í loftslagsmálum. „Meginskilaboð Íslands eru þau að við höfum lögfest markmiðið um kolefnishlutleysi árið 2040 og erum eitt af aðeins ellefu ríkjum sem höfum gert það,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Hann segir að Katrín muni einnig fara yfir aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og kynna sameiginlegt markmið okkar með Noregi og Evrópusambandinu um 55 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Umhverfisráðherra fer til Glasgow um helgina og mun taka þátt í seinni hluta ráðstefnunnar í næstu viku þar sem samningaviðræður fara fram. „Þarna eru undir efnisatriði sem snúa að gagnaöflum og mörkuðum með kolefniseiningar, þannig það er verið að reyna leggja lokahönd á að ganga frá atriðum sem út af standa varðandi Parísarsamkomulagið. Við höfum lagt á það áherslu að það sé sífellt gagnsæi í gagnaöflun varðandi kolefnismarkaði, þannig það sé tryggt að þar sé verið að telja kolefniseiningar einu sinni en ekki tvisvar og að við séum með kerfi sem heldur utan um það.“ Guðmundur Ingi segist bjarstýnn á að einhver framfaraskref verði stigin á ráðstefnunni. „En hvort hún skilar okkur nægilega langt - það er hins vegar annað mál. Það er ofboðslega mikilvægt að við sjáum skref tekin í þá átt að við drögum úr því gati sem við eigum enn eftir að fylla upp í. Þannig að við getum klárað það á næstu árum ef það tekst ekki á þessari ráðstefnu,“ segir Guðmundur Ingi. COP26 Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Þriðji dagur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow hófst í morgun með áframhaldandi ávörpum þjóðarleiðtoga. Katrín Jakobsdóttir mun stíga á svið upp úr hádegi og kynna stefnu og aðgerðir Íslands í loftslagsmálum. „Meginskilaboð Íslands eru þau að við höfum lögfest markmiðið um kolefnishlutleysi árið 2040 og erum eitt af aðeins ellefu ríkjum sem höfum gert það,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Hann segir að Katrín muni einnig fara yfir aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og kynna sameiginlegt markmið okkar með Noregi og Evrópusambandinu um 55 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Umhverfisráðherra fer til Glasgow um helgina og mun taka þátt í seinni hluta ráðstefnunnar í næstu viku þar sem samningaviðræður fara fram. „Þarna eru undir efnisatriði sem snúa að gagnaöflum og mörkuðum með kolefniseiningar, þannig það er verið að reyna leggja lokahönd á að ganga frá atriðum sem út af standa varðandi Parísarsamkomulagið. Við höfum lagt á það áherslu að það sé sífellt gagnsæi í gagnaöflun varðandi kolefnismarkaði, þannig það sé tryggt að þar sé verið að telja kolefniseiningar einu sinni en ekki tvisvar og að við séum með kerfi sem heldur utan um það.“ Guðmundur Ingi segist bjarstýnn á að einhver framfaraskref verði stigin á ráðstefnunni. „En hvort hún skilar okkur nægilega langt - það er hins vegar annað mál. Það er ofboðslega mikilvægt að við sjáum skref tekin í þá átt að við drögum úr því gati sem við eigum enn eftir að fylla upp í. Þannig að við getum klárað það á næstu árum ef það tekst ekki á þessari ráðstefnu,“ segir Guðmundur Ingi.
COP26 Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira