Um stjórnarmyndun, rammaáætlun og orkuskipti Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 2. nóvember 2021 14:00 Nú stendur yfir linnulaus virkjanaáróður í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður. Maður opnar varla dagblað eða kveikir á sjónvarpi án þess að rekast á viðtöl við formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eða forstjóra orkufyrirtækja um knýjandi þörf fyrir stórfelldar virkjanaframkvæmdir svo hægt verði að skipta bílaflotanum okkar yfir á rafmagn. Fyrstur reið á vaðið formaður Framsóknarflokksins sem sagði að hraða þyrfti orkuskiptum og það kallaði á meiri orku. Flokkurinn sem rak letilega kosningabaráttu með barnamálaráðherra og 60 þúsund króna frístundastyrk í forgrunni kastaði nú af sér sauðagærunni og leggur að því er virðist alla áherslu á virkjanmál í stjórnarmyndunarviðræðum. Flóðgáttir virkjanaáróðurs höfðu nú opnast og forstjóri Landsvirkjunar sagði ljóst að Íslendingar þyrftu að virkja meira til að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum og að rammaáætlun væri komin á endastöð. Þá var röðin komin að forstjóra HS Orku sem sagði í viðtali að það væri nauðsynlegt að virkja meira ef anna ætti eftirspurn eftir „rafbílum og umhverfisvænum iðnaði.“ Og flokksbróðir orkuforstjórans, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, hafði lært hver línan væri og lýsti því yfir að það þyrfti að gera eitthvað í því „þunglamalega“ fyrirkomulagi sem rammaáætlun sé þegar taka þurfi ákvörðun um „græna orku“. Iðnaðarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði síðan að til að ná markmiðum um orkuskipti þyrfti að vera til raforka og fylgdi því síðan eftir með tísti um að andstaða við virkjanaframkvæmdir væri „frekja“. Þannig hafði Sjálfstæðiflokkurinn líka kastað af sér hófsemdargervi kosningabaráttunnar og var kominn í sama ham og árið 2012 þegar formaðurinn sagði: „Öfgamenn í umhverfismálum eru hreinlega að taka orkumál á Íslandi, og þar með verðmætasköpun til langrar framtíðar, í gíslingu.“ Forystu Sjálfstæðisflokksins getur orðið svo vandræðalega dramatísk þegar verja þarf hagsmuni stórfyrirtækja. Tóku öfgamenn orkumál í gíslingu? En hver ætli staðan sé í raun og veru? Eins og sjá má á myndinni hér að neðan fórum fyrst að virkja af kappi á áttunda áratugnum og á árunum 1969 til 1982 óx virkjanaaflið hjá okkur úr 128 MW í 771 MW. Síðan hægðist aðeins á en vaxtaskeið hófst að nýju í kringum 1997 og hefur í raun staðið óslitið síðan, en ég skipti skeiðinu upp í þrjú tímabil til að geta greint þróunina betur og tek Kárahnjúkavirkjun út fyrir sviga þar sem hún er af slíkri yfirstærð að hún skekkir allan samanburð. Tímabilið sem hófst 1997 má segja að standi fram til 2007 og á þeim tíma fór virkjanaaflið úr 960 MW í 1.642 MW. Næsta hefðbundna vaxtarskeið hefst árið 2008 með tilkomu Hellisheiðarvirkjunar og nær til ársins 2020. Á þessu tólf ára tímabili fór virkjanaaflið úr 2.353 MW í 3.000 MW. Þannig getum við borið þessi tímabil saman: 1969–1982: 643 MW (49 MW að meðaltali á ári) 1997–2007: 682 MW (68 MW að meðaltali á ári) 2008–2020: 647 MW (53 MW að meðaltali á ári) Ef við tökum svo fyrir tímabilið sem formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að „öfgafólk í umhverfismálum“ hefði tekið í gíslingu, þ.e. 2012–2020, þá hefur vöxtur í virkjanaafli verið 450 MW, eða 56 MW á ári, þ.e. meiri meðaltalsvöxtur en á fyrri „venjulegum“ vaxtatímabilum í virkjanasögu Íslendinga. Það eru nú allar öfgarnar. En það þjónar hagsmunum orkufyrirtækjanna og talsmönnum þeirra á Alþingi að ljúga að þjóðinni að hér sé stöðnun í orkumálum, jafnvel orkuskortur. Þessi stöðugi vöxtur, sem nú hefur staðið í um aldarfjórðung, hefur gert það að verkum að við trónum lang efst á listum yfir orkunotkun per íbúa, með tvöfalt meiri raforkunotkun en sú þjóð sem kemur næst á eftir okkur á listanum. Og á lista yfir svonefnda orkukræfni þjóða erum við líka sér á báti, en við þurfum meira en tvöfalt orkumagn en aðrar þjóðir sem við berum okkur gjarnan við til að skapa 1$ í landsframleiðslu. Hagkerfið okkar er þannig útþanið af raforku. Hvað þurfum við mikla orku fyrir orkuskipti? Eins og ég nefndi að ofan hefur það einkennt virkjanaáróðurinn í tengslum við yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður að það þurfi að hefja stórfelldar virkjanaframkvæmdir til að geta farið í orkuskipti í samgöngum. En er það svo? Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur heldur því fram að nú þegar sé næg orka í kerfinu til að anna eftirspurn rafmagnsbíla til 2030. Í orkuspá Orkustofnunar er gert ráð fyrir að auka þurfi virkjanaaflið um 161 MW til 2030 og 576 MW til 2060 (rauðir punktar í mynd að neðan). Samorka, samráðsfélag orkufyrirtækja, gerir ráð fyrir því að þörfin sem fylgi orkuskiptum til 2030 sé 300 MW (grái punkturinn). Þetta ætti ekki að skapa okkur nokkurn vanda í ljósi þess að samkvæmt virkjanaflokki rammaáætlunar II, sem þegar hefur verið samþykkt, verður hægt að bæta 671 MW við kerfið (grænn punktur) og samkvæmt rammaáætlun III, sem umhverfisráðherra hefur lagt fram, opnast möguleiki á að virkja önnur 675 MW (blár punktur). Fyrir utan rammaáætlun hefur Landsvirkjun svo boðað stækkun þriggja virkjana sem eru nú þegar í rekstri og við það myndu bætast 210 MW við kerfið án nokkurra umhverfisáhrifa. Miðað við þetta ætti öllum að vera ljóst að það er engin rökrétt ástæða til að tala um skort á orku til rafvæðingar bílaflotans. Samt velur forysta Sjálfstæðisflokksins að ásaka fólk um frekju ef það kaupir áróður orkufyrirtækjanna ekki gagnrýnislaust. Er rammaáætlun komin á endastöð? Annað sem einkennir áróðursstríð orkufyrirtækjanna núna er krafa um afnám rammaáætlunar. Nýjasta rammaáætlunin sem nú er í gildi var sett fram og samþykkt af vinstristjórn Samfylkingar og VG árið 2012, en í henni voru níu virkjanir í virkjanaflokki sem myndu bæta, eins og áður segir, 671 MW við kerfið. Það er u.þ.b. sama viðbót og á vaxtaskeiðinu 1997–2007. Sjálfstæðisflokkurinn komst síðan í ríkisstjórn árið 2013 og hefur setið þar síðan, en á þeim tíma hefur ný rammaáætlun ekki komist í gegnum þingið, fyrir utan eina 93 MW virkjun sem var viðbót við gildandi rammaáætlun vinstristjórnarinnar. Þrír umhverfisráðherrar í ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins hafa síðan lagt fram tillögu að rammaáætlun 3 með átta virkjanir í virkjanaflokki með samanlagt 657 MW virkjanaafl. En allir þessir umhverfisráðherrar, úr röðum Framsóknarflokksins, Bjartrar framtíðar og nú síðast Vinstri-grænna, hafa verið stöðvaðir með málið á Alþingi. Og hvað er það sem hefur stoppað þá? Ekki eru það þingmenn VG, en landsfundur flokksins samþykkti nú í sumar stjórnmálaályktun þar sem segir að ljúka þurfi afgreiðslu 3. áfanga rammaáætlunar. Og í Silfri RÚV í gær sagði framkvæmdastjóri Landverndar að það væri sannarlega ekki þrýstingur frá náttúruverndargeiranum sem hefði orðið til þess að rammaáætlun er ekki samþykkt. Hún yrði því að giska á að það væru kostir í rammaáætlun 3 sem falla í verndarflokk eða biðflokk sem orkugeirinn væri ósáttur við. Þá erum við líklega komin að kjarna málsins — orkufyrirtækin sætta sig ekki við að Jökulárnar í Skagafirði, Hólmsá í Skaftárhreppi og Skjálfandafljót verði verndaðar. Náttúruverndarfólk virðist flest hafa sætt sig við þá málamiðlun sem fólst í rammaáætlun, að mjög umdeildar virkjanir féllu í virkjanaflokk, t.d. Bjarnarflag við Mývatn, Skrokkalda á miðju hálendinu, Eldvörp á Reykjanesi og Hvalárvirkjun. En ásælni orkufyrirtækjanna í stóru vatnasviðin koma í veg fyrir að þau geti orðið hluti af sáttinni og þess vegna hafa þingflokkar Sjálfstæðisflokks komið í veg fyrir að rammaáætlun sé samþykkt á Alþingi. Það er því holur hljómur í því þegar formaður flokksins og forstjóri Landsvirkjunar kvarta yfir því að rammaáætlun sé í hnút, þegar þeir hafa sjálfur bundið hnútinn. Höfundur er áhugamaður um náttúruvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Orkumál Umhverfismál Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir linnulaus virkjanaáróður í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður. Maður opnar varla dagblað eða kveikir á sjónvarpi án þess að rekast á viðtöl við formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eða forstjóra orkufyrirtækja um knýjandi þörf fyrir stórfelldar virkjanaframkvæmdir svo hægt verði að skipta bílaflotanum okkar yfir á rafmagn. Fyrstur reið á vaðið formaður Framsóknarflokksins sem sagði að hraða þyrfti orkuskiptum og það kallaði á meiri orku. Flokkurinn sem rak letilega kosningabaráttu með barnamálaráðherra og 60 þúsund króna frístundastyrk í forgrunni kastaði nú af sér sauðagærunni og leggur að því er virðist alla áherslu á virkjanmál í stjórnarmyndunarviðræðum. Flóðgáttir virkjanaáróðurs höfðu nú opnast og forstjóri Landsvirkjunar sagði ljóst að Íslendingar þyrftu að virkja meira til að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum og að rammaáætlun væri komin á endastöð. Þá var röðin komin að forstjóra HS Orku sem sagði í viðtali að það væri nauðsynlegt að virkja meira ef anna ætti eftirspurn eftir „rafbílum og umhverfisvænum iðnaði.“ Og flokksbróðir orkuforstjórans, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, hafði lært hver línan væri og lýsti því yfir að það þyrfti að gera eitthvað í því „þunglamalega“ fyrirkomulagi sem rammaáætlun sé þegar taka þurfi ákvörðun um „græna orku“. Iðnaðarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði síðan að til að ná markmiðum um orkuskipti þyrfti að vera til raforka og fylgdi því síðan eftir með tísti um að andstaða við virkjanaframkvæmdir væri „frekja“. Þannig hafði Sjálfstæðiflokkurinn líka kastað af sér hófsemdargervi kosningabaráttunnar og var kominn í sama ham og árið 2012 þegar formaðurinn sagði: „Öfgamenn í umhverfismálum eru hreinlega að taka orkumál á Íslandi, og þar með verðmætasköpun til langrar framtíðar, í gíslingu.“ Forystu Sjálfstæðisflokksins getur orðið svo vandræðalega dramatísk þegar verja þarf hagsmuni stórfyrirtækja. Tóku öfgamenn orkumál í gíslingu? En hver ætli staðan sé í raun og veru? Eins og sjá má á myndinni hér að neðan fórum fyrst að virkja af kappi á áttunda áratugnum og á árunum 1969 til 1982 óx virkjanaaflið hjá okkur úr 128 MW í 771 MW. Síðan hægðist aðeins á en vaxtaskeið hófst að nýju í kringum 1997 og hefur í raun staðið óslitið síðan, en ég skipti skeiðinu upp í þrjú tímabil til að geta greint þróunina betur og tek Kárahnjúkavirkjun út fyrir sviga þar sem hún er af slíkri yfirstærð að hún skekkir allan samanburð. Tímabilið sem hófst 1997 má segja að standi fram til 2007 og á þeim tíma fór virkjanaaflið úr 960 MW í 1.642 MW. Næsta hefðbundna vaxtarskeið hefst árið 2008 með tilkomu Hellisheiðarvirkjunar og nær til ársins 2020. Á þessu tólf ára tímabili fór virkjanaaflið úr 2.353 MW í 3.000 MW. Þannig getum við borið þessi tímabil saman: 1969–1982: 643 MW (49 MW að meðaltali á ári) 1997–2007: 682 MW (68 MW að meðaltali á ári) 2008–2020: 647 MW (53 MW að meðaltali á ári) Ef við tökum svo fyrir tímabilið sem formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að „öfgafólk í umhverfismálum“ hefði tekið í gíslingu, þ.e. 2012–2020, þá hefur vöxtur í virkjanaafli verið 450 MW, eða 56 MW á ári, þ.e. meiri meðaltalsvöxtur en á fyrri „venjulegum“ vaxtatímabilum í virkjanasögu Íslendinga. Það eru nú allar öfgarnar. En það þjónar hagsmunum orkufyrirtækjanna og talsmönnum þeirra á Alþingi að ljúga að þjóðinni að hér sé stöðnun í orkumálum, jafnvel orkuskortur. Þessi stöðugi vöxtur, sem nú hefur staðið í um aldarfjórðung, hefur gert það að verkum að við trónum lang efst á listum yfir orkunotkun per íbúa, með tvöfalt meiri raforkunotkun en sú þjóð sem kemur næst á eftir okkur á listanum. Og á lista yfir svonefnda orkukræfni þjóða erum við líka sér á báti, en við þurfum meira en tvöfalt orkumagn en aðrar þjóðir sem við berum okkur gjarnan við til að skapa 1$ í landsframleiðslu. Hagkerfið okkar er þannig útþanið af raforku. Hvað þurfum við mikla orku fyrir orkuskipti? Eins og ég nefndi að ofan hefur það einkennt virkjanaáróðurinn í tengslum við yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður að það þurfi að hefja stórfelldar virkjanaframkvæmdir til að geta farið í orkuskipti í samgöngum. En er það svo? Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur heldur því fram að nú þegar sé næg orka í kerfinu til að anna eftirspurn rafmagnsbíla til 2030. Í orkuspá Orkustofnunar er gert ráð fyrir að auka þurfi virkjanaaflið um 161 MW til 2030 og 576 MW til 2060 (rauðir punktar í mynd að neðan). Samorka, samráðsfélag orkufyrirtækja, gerir ráð fyrir því að þörfin sem fylgi orkuskiptum til 2030 sé 300 MW (grái punkturinn). Þetta ætti ekki að skapa okkur nokkurn vanda í ljósi þess að samkvæmt virkjanaflokki rammaáætlunar II, sem þegar hefur verið samþykkt, verður hægt að bæta 671 MW við kerfið (grænn punktur) og samkvæmt rammaáætlun III, sem umhverfisráðherra hefur lagt fram, opnast möguleiki á að virkja önnur 675 MW (blár punktur). Fyrir utan rammaáætlun hefur Landsvirkjun svo boðað stækkun þriggja virkjana sem eru nú þegar í rekstri og við það myndu bætast 210 MW við kerfið án nokkurra umhverfisáhrifa. Miðað við þetta ætti öllum að vera ljóst að það er engin rökrétt ástæða til að tala um skort á orku til rafvæðingar bílaflotans. Samt velur forysta Sjálfstæðisflokksins að ásaka fólk um frekju ef það kaupir áróður orkufyrirtækjanna ekki gagnrýnislaust. Er rammaáætlun komin á endastöð? Annað sem einkennir áróðursstríð orkufyrirtækjanna núna er krafa um afnám rammaáætlunar. Nýjasta rammaáætlunin sem nú er í gildi var sett fram og samþykkt af vinstristjórn Samfylkingar og VG árið 2012, en í henni voru níu virkjanir í virkjanaflokki sem myndu bæta, eins og áður segir, 671 MW við kerfið. Það er u.þ.b. sama viðbót og á vaxtaskeiðinu 1997–2007. Sjálfstæðisflokkurinn komst síðan í ríkisstjórn árið 2013 og hefur setið þar síðan, en á þeim tíma hefur ný rammaáætlun ekki komist í gegnum þingið, fyrir utan eina 93 MW virkjun sem var viðbót við gildandi rammaáætlun vinstristjórnarinnar. Þrír umhverfisráðherrar í ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins hafa síðan lagt fram tillögu að rammaáætlun 3 með átta virkjanir í virkjanaflokki með samanlagt 657 MW virkjanaafl. En allir þessir umhverfisráðherrar, úr röðum Framsóknarflokksins, Bjartrar framtíðar og nú síðast Vinstri-grænna, hafa verið stöðvaðir með málið á Alþingi. Og hvað er það sem hefur stoppað þá? Ekki eru það þingmenn VG, en landsfundur flokksins samþykkti nú í sumar stjórnmálaályktun þar sem segir að ljúka þurfi afgreiðslu 3. áfanga rammaáætlunar. Og í Silfri RÚV í gær sagði framkvæmdastjóri Landverndar að það væri sannarlega ekki þrýstingur frá náttúruverndargeiranum sem hefði orðið til þess að rammaáætlun er ekki samþykkt. Hún yrði því að giska á að það væru kostir í rammaáætlun 3 sem falla í verndarflokk eða biðflokk sem orkugeirinn væri ósáttur við. Þá erum við líklega komin að kjarna málsins — orkufyrirtækin sætta sig ekki við að Jökulárnar í Skagafirði, Hólmsá í Skaftárhreppi og Skjálfandafljót verði verndaðar. Náttúruverndarfólk virðist flest hafa sætt sig við þá málamiðlun sem fólst í rammaáætlun, að mjög umdeildar virkjanir féllu í virkjanaflokk, t.d. Bjarnarflag við Mývatn, Skrokkalda á miðju hálendinu, Eldvörp á Reykjanesi og Hvalárvirkjun. En ásælni orkufyrirtækjanna í stóru vatnasviðin koma í veg fyrir að þau geti orðið hluti af sáttinni og þess vegna hafa þingflokkar Sjálfstæðisflokks komið í veg fyrir að rammaáætlun sé samþykkt á Alþingi. Það er því holur hljómur í því þegar formaður flokksins og forstjóri Landsvirkjunar kvarta yfir því að rammaáætlun sé í hnút, þegar þeir hafa sjálfur bundið hnútinn. Höfundur er áhugamaður um náttúruvernd.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun