Varð heiðarleikinn HK-ingum að falli? „Hefði viljað sjá hana taka smá leikara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2021 23:01 Atvikið þegar HK-ingurinn Jóhanna Margrét Sigurðardóttir braust í gegnum vörn KA/Þórs undir lok leiks liðanna um helgina. stöð 2 sport HK gerði góða ferð norður yfir heiðar og gerði jafntefli, 26-26, við Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna á laugardaginn. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar eru á því að HK-ingar hafi verið snuðaðir um vítakast undir lok leiksins. Í lokasókn HK, þegar staðan var 26-26, sótti Jóhanna Margrét Sigurðardóttir á vörn KA/Þórs, og virtist vera komin í vænlega stöðu þegar Aldís Ásta Heimisdóttir braut á henni. HK-ingar vildu fá vítakast en fengu bara aukakast. Þær Sunneva Einarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir voru á því að það hafi verið rangur dómur. „Mér finnst þetta vera víti. Hún er komin í gegn,“ sagði Sunneva í Seinni bylgjunni í gær. „Hún [Aldís Ásta] er búin að missa af henni, þær taka við henni og eru inni í teig. Svo held ég að hún [Jóhanna Margrét] hafi séð að það hafi verið svo lítið eftir og hafi drifið sig í að taka aukakastið sem eru bara eðlileg viðbrögð. En ég horfði á þetta og þetta er bara víti og meira að segja jafnvel tvær mínútur á Aldísi því hún missti af henni,“ sagði Anna Úrsúla. Þær Sunneva veltu fyrir sér hvort Jóhanna Margrét hafi ef til vill verið of heiðarleg í þessu tilfelli. „Ég hefði viljað sjá hana taka smá leikara,“ sagði Sunneva. „Hún hefði ekki einu sinni þurft þess. Dómararnir hefðu átt að sjá þetta,“ bætti Anna Úrsúla við. Svava Kristín Grétarsdóttir skaut því þá inn að líklega hefði smá röfl skilað HK vítakasti. Klippa: Seinni bylgjan - Lokasekúndurnar hjá KA/Þór og HK Sérfræðingarnir fóru einnig yfir reikistefnununa undir lok leiks þegar Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, bað um leikhlé. Ekki var vitað hversu langan tíma Akureyringar hefðu eftir leikhléið en á endanum var það ein sekúnda. Það dugði KA/Þór ekki til að skora sigurmarkið. KA/Þór er í 4. sæti Olís-deildarinnar með fimm stig eftir fjóra leiki en HK í 5. sætinu með þrjú stig eftir fimm leiki. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan KA Þór Akureyri HK Tengdar fréttir HK sótti stig gegn Íslandsmeisturunum | Stjarnan hafði betur úti í Eyjum HK-ingar sóttu gott stig norður á Akureyri er liðið gerði jafntefli við Íslandsmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna í dag, 26-26. Þá unnu Stjörnukonur góðan tveggja marka útisigur gegn ÍBV, 26-24. 30. október 2021 17:00 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Í lokasókn HK, þegar staðan var 26-26, sótti Jóhanna Margrét Sigurðardóttir á vörn KA/Þórs, og virtist vera komin í vænlega stöðu þegar Aldís Ásta Heimisdóttir braut á henni. HK-ingar vildu fá vítakast en fengu bara aukakast. Þær Sunneva Einarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir voru á því að það hafi verið rangur dómur. „Mér finnst þetta vera víti. Hún er komin í gegn,“ sagði Sunneva í Seinni bylgjunni í gær. „Hún [Aldís Ásta] er búin að missa af henni, þær taka við henni og eru inni í teig. Svo held ég að hún [Jóhanna Margrét] hafi séð að það hafi verið svo lítið eftir og hafi drifið sig í að taka aukakastið sem eru bara eðlileg viðbrögð. En ég horfði á þetta og þetta er bara víti og meira að segja jafnvel tvær mínútur á Aldísi því hún missti af henni,“ sagði Anna Úrsúla. Þær Sunneva veltu fyrir sér hvort Jóhanna Margrét hafi ef til vill verið of heiðarleg í þessu tilfelli. „Ég hefði viljað sjá hana taka smá leikara,“ sagði Sunneva. „Hún hefði ekki einu sinni þurft þess. Dómararnir hefðu átt að sjá þetta,“ bætti Anna Úrsúla við. Svava Kristín Grétarsdóttir skaut því þá inn að líklega hefði smá röfl skilað HK vítakasti. Klippa: Seinni bylgjan - Lokasekúndurnar hjá KA/Þór og HK Sérfræðingarnir fóru einnig yfir reikistefnununa undir lok leiks þegar Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, bað um leikhlé. Ekki var vitað hversu langan tíma Akureyringar hefðu eftir leikhléið en á endanum var það ein sekúnda. Það dugði KA/Þór ekki til að skora sigurmarkið. KA/Þór er í 4. sæti Olís-deildarinnar með fimm stig eftir fjóra leiki en HK í 5. sætinu með þrjú stig eftir fimm leiki. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan KA Þór Akureyri HK Tengdar fréttir HK sótti stig gegn Íslandsmeisturunum | Stjarnan hafði betur úti í Eyjum HK-ingar sóttu gott stig norður á Akureyri er liðið gerði jafntefli við Íslandsmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna í dag, 26-26. Þá unnu Stjörnukonur góðan tveggja marka útisigur gegn ÍBV, 26-24. 30. október 2021 17:00 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
HK sótti stig gegn Íslandsmeisturunum | Stjarnan hafði betur úti í Eyjum HK-ingar sóttu gott stig norður á Akureyri er liðið gerði jafntefli við Íslandsmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna í dag, 26-26. Þá unnu Stjörnukonur góðan tveggja marka útisigur gegn ÍBV, 26-24. 30. október 2021 17:00