Age of Empires 4: Ef það er ekki bilað, ekki breyta því Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2021 08:46 Xbox Game Studios Framleiðendum Age of Empires IV tókst að gera svolítið sem hefur reynst mörgum erfitt í gegnum árin. Það er að gera nýjan leik í gamalli og gífurlega vinsælli leikjaseríu og takast það vel. Age of Empires IV er mögulega betri en AoE2. Við tölum ekki um þriðja leikinn. AoE4 er framleiddur af Relic Entertainment og Worlds Edge og er gefinn út af Xbox Game Studios. Starfsmönnum þessara fyrirtækja tekst vel að fanga anda gömlu leikjanna og í senn færa leikinn inn í nútímann. Leikirnir eru mjög líkir en sá nýrri byggir á nýrri tækni og aukinni getu tölva. Það auk þó nokkurra vel heppnaðra viðbóta gerir hann í raun betri. Það er þó hægt að líta á skort á framsækni sem galla en ég er ekki viss um að ég geri það. Ég hef í stuttu máli sagt skemmt mér konunglega yfir AoE4 og til marks um það hefur hann komið töluvert niður á svefni mínum. Það er ekki oft sem maður kemst í að spila leiki eins og AoE4 á þessum nýjustu og verstu tímum. Maður byrjar með nokkra vinnumenn og þarf að byggja upp byggð, varnir og heilu herina. Mat fær maður með því að týna ber, veiða og rækta. Gull fær maður með námugreftri og viðskiptum. Timbur fær maður svo með því að, viti menn, höggva niður tré. Þessar auðlindir notar maður til að byggja hús og heri auki þess sem maður þarf að þróa nýja og betri tækni til að fá forskot á óvini sína. Ég hef aldrei haft mikinn áhuga á að spila RTS-leiki á netinu. Það má að miklu leyti rekja til þess að ég vil hafa gaman en ekki fá sinaskeiðabólgu við að keppast við að fylgja einhverri formúlu um það hvernig best sé að sigra þessa leiki eins hratt og ég mögulega get. Ef ég þarf að mæla skipanir sem ég get gefið á mínútu er ég ekki að skemmta mér vel. Xbox Game Studios Einspilun AoE4 er frábær. Maður byrjar á því að leika frægar orrustur úr sögunni og í gegnum þau borð kennir AoE4 manni það sem maður þarf að kunna til að sigra erfiðari borð leiksins og tölvuna í opnum leikjum. Í gegnum einspilunina spilar maður sem helstu fylkingar AoE4 eins og Bretar, Frakkar, Mongólar, Kínverjar, Rús, Heilaga rómverska keisaraveldið, Indverjar og Abbasid-veldið. Spilarar leika raunverulegar orrustur eftir og fræðast um þær og menningarheimana sem um ræðir. Hver fylking er með eigin hæfileika, kosti og galla. Munurinn á milli þeirra er töluvert meiri en hann hefur verið í eldri leikjum seríunnar. Mér finnst jafnvægi leiksins frekar gott. Við flestar kringumstæður er erfitt að bera sigur úr býtum án þess að vera með fjölbreytta heri. Bogakarlar eru góðir gegn spjótamönnum, spjótamenn eru góðir gegn hestamönnum, hestamenn eru góðir gegn bogakörlum og svo koll af kolli. Til að komast í gegnum varnir þarf svo að byggja valslöngvur, turna til að komast upp á veggi og margt fleira. Þetta jafnvægi leiðir til þess að bardagar eru merkilega skemmtilegir og geta verið krefjandi. Þá sérstaklega þegar maður þarf að ráðast á virki andstæðinga sinna. Það er líka eins gott að það sé skemmtilegt, því það er bókstaflega það sem þessi leikur gengur út á. Xbox Game Studios Samantekt-ish Það er smá hluti af mér sem veltir vöngum yfir því hvort ekki hafi tapast einhverskonar tækifæri með því að breyta meira til. Svo hugsa ég um þriðja leikinn, sem við nefnum ekki á nafn, og þær vangaveltur hverfa eins og vampírur í sólskini. Það mun enginn sem hafði gaman af AoE2 þykja þessi nýi leikur leiðinlegur. Ekki nokkur maður, segi ég og skrifa. Aðrir og líklegast yngri leikjaspilarar sem hafa gaman af RTS-leikjum ættu sömuleiðis að skemmta sér yfir Age of Empires IV. Leikjavísir Leikjadómar Tengdar fréttir Klassíkin: Freespace 2 Fyrir mörgum, mörgum árum, í sömu stjörnuþoku og við erum í núna, var ákveðin tegund tölvuleikja mjög vinsæl. Þeir tölvuleikir settu spilara í sæti geimflaugaorrustumanna, sem börðust með gleðipinna í einni hendi og hina á lyklaborði. 26. október 2021 08:45 FIFA 22: Litlu breytingarnar skila keimlíkum en skemmtilegum leik FIFA 22 er kominn út, mörgum knattspyrnutölvuleikjaáhugamönnum til mikillar gleði. Það er sama hvað hver segir um leikjaseríuna sívinsælu og ágæti hennar. Ef þú hefur áhuga á fótbolta og tölvuleikjum, þá ertu að fara að spila nýjasta FIFA-leikinn þegar hann kemur út, í það minnsta af og til. 22. október 2021 08:46 Far Cry 6: Byltingar er þörf Far Cry 6 gerist í ríki sem kallast Yara. Það ríki er samansett úr nokkrum eyjum í Karabíuhafinu og er því stýrt af grimmum einræðisherra. Eyríkið hefur verið undir ströngum viðskiptaþvingunum í áratugi og hefur það kennt íbúum að nýta það sem er fyrir hendi. 12. október 2021 08:45 Deathloop: Sjaldan skemmtilegra að stráfella óvini Deathloop er sérlega vel heppnaður, skemmtilegur og krefjandi skot/hasar/ævintýra-leikur. Hann býr yfir áhugaverðri sögu en hann getur þó orðið smá einsleitur og á köflum er erfitt að ná áttum á því sem er að gerast. 23. september 2021 08:45 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Við tölum ekki um þriðja leikinn. AoE4 er framleiddur af Relic Entertainment og Worlds Edge og er gefinn út af Xbox Game Studios. Starfsmönnum þessara fyrirtækja tekst vel að fanga anda gömlu leikjanna og í senn færa leikinn inn í nútímann. Leikirnir eru mjög líkir en sá nýrri byggir á nýrri tækni og aukinni getu tölva. Það auk þó nokkurra vel heppnaðra viðbóta gerir hann í raun betri. Það er þó hægt að líta á skort á framsækni sem galla en ég er ekki viss um að ég geri það. Ég hef í stuttu máli sagt skemmt mér konunglega yfir AoE4 og til marks um það hefur hann komið töluvert niður á svefni mínum. Það er ekki oft sem maður kemst í að spila leiki eins og AoE4 á þessum nýjustu og verstu tímum. Maður byrjar með nokkra vinnumenn og þarf að byggja upp byggð, varnir og heilu herina. Mat fær maður með því að týna ber, veiða og rækta. Gull fær maður með námugreftri og viðskiptum. Timbur fær maður svo með því að, viti menn, höggva niður tré. Þessar auðlindir notar maður til að byggja hús og heri auki þess sem maður þarf að þróa nýja og betri tækni til að fá forskot á óvini sína. Ég hef aldrei haft mikinn áhuga á að spila RTS-leiki á netinu. Það má að miklu leyti rekja til þess að ég vil hafa gaman en ekki fá sinaskeiðabólgu við að keppast við að fylgja einhverri formúlu um það hvernig best sé að sigra þessa leiki eins hratt og ég mögulega get. Ef ég þarf að mæla skipanir sem ég get gefið á mínútu er ég ekki að skemmta mér vel. Xbox Game Studios Einspilun AoE4 er frábær. Maður byrjar á því að leika frægar orrustur úr sögunni og í gegnum þau borð kennir AoE4 manni það sem maður þarf að kunna til að sigra erfiðari borð leiksins og tölvuna í opnum leikjum. Í gegnum einspilunina spilar maður sem helstu fylkingar AoE4 eins og Bretar, Frakkar, Mongólar, Kínverjar, Rús, Heilaga rómverska keisaraveldið, Indverjar og Abbasid-veldið. Spilarar leika raunverulegar orrustur eftir og fræðast um þær og menningarheimana sem um ræðir. Hver fylking er með eigin hæfileika, kosti og galla. Munurinn á milli þeirra er töluvert meiri en hann hefur verið í eldri leikjum seríunnar. Mér finnst jafnvægi leiksins frekar gott. Við flestar kringumstæður er erfitt að bera sigur úr býtum án þess að vera með fjölbreytta heri. Bogakarlar eru góðir gegn spjótamönnum, spjótamenn eru góðir gegn hestamönnum, hestamenn eru góðir gegn bogakörlum og svo koll af kolli. Til að komast í gegnum varnir þarf svo að byggja valslöngvur, turna til að komast upp á veggi og margt fleira. Þetta jafnvægi leiðir til þess að bardagar eru merkilega skemmtilegir og geta verið krefjandi. Þá sérstaklega þegar maður þarf að ráðast á virki andstæðinga sinna. Það er líka eins gott að það sé skemmtilegt, því það er bókstaflega það sem þessi leikur gengur út á. Xbox Game Studios Samantekt-ish Það er smá hluti af mér sem veltir vöngum yfir því hvort ekki hafi tapast einhverskonar tækifæri með því að breyta meira til. Svo hugsa ég um þriðja leikinn, sem við nefnum ekki á nafn, og þær vangaveltur hverfa eins og vampírur í sólskini. Það mun enginn sem hafði gaman af AoE2 þykja þessi nýi leikur leiðinlegur. Ekki nokkur maður, segi ég og skrifa. Aðrir og líklegast yngri leikjaspilarar sem hafa gaman af RTS-leikjum ættu sömuleiðis að skemmta sér yfir Age of Empires IV.
Leikjavísir Leikjadómar Tengdar fréttir Klassíkin: Freespace 2 Fyrir mörgum, mörgum árum, í sömu stjörnuþoku og við erum í núna, var ákveðin tegund tölvuleikja mjög vinsæl. Þeir tölvuleikir settu spilara í sæti geimflaugaorrustumanna, sem börðust með gleðipinna í einni hendi og hina á lyklaborði. 26. október 2021 08:45 FIFA 22: Litlu breytingarnar skila keimlíkum en skemmtilegum leik FIFA 22 er kominn út, mörgum knattspyrnutölvuleikjaáhugamönnum til mikillar gleði. Það er sama hvað hver segir um leikjaseríuna sívinsælu og ágæti hennar. Ef þú hefur áhuga á fótbolta og tölvuleikjum, þá ertu að fara að spila nýjasta FIFA-leikinn þegar hann kemur út, í það minnsta af og til. 22. október 2021 08:46 Far Cry 6: Byltingar er þörf Far Cry 6 gerist í ríki sem kallast Yara. Það ríki er samansett úr nokkrum eyjum í Karabíuhafinu og er því stýrt af grimmum einræðisherra. Eyríkið hefur verið undir ströngum viðskiptaþvingunum í áratugi og hefur það kennt íbúum að nýta það sem er fyrir hendi. 12. október 2021 08:45 Deathloop: Sjaldan skemmtilegra að stráfella óvini Deathloop er sérlega vel heppnaður, skemmtilegur og krefjandi skot/hasar/ævintýra-leikur. Hann býr yfir áhugaverðri sögu en hann getur þó orðið smá einsleitur og á köflum er erfitt að ná áttum á því sem er að gerast. 23. september 2021 08:45 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Klassíkin: Freespace 2 Fyrir mörgum, mörgum árum, í sömu stjörnuþoku og við erum í núna, var ákveðin tegund tölvuleikja mjög vinsæl. Þeir tölvuleikir settu spilara í sæti geimflaugaorrustumanna, sem börðust með gleðipinna í einni hendi og hina á lyklaborði. 26. október 2021 08:45
FIFA 22: Litlu breytingarnar skila keimlíkum en skemmtilegum leik FIFA 22 er kominn út, mörgum knattspyrnutölvuleikjaáhugamönnum til mikillar gleði. Það er sama hvað hver segir um leikjaseríuna sívinsælu og ágæti hennar. Ef þú hefur áhuga á fótbolta og tölvuleikjum, þá ertu að fara að spila nýjasta FIFA-leikinn þegar hann kemur út, í það minnsta af og til. 22. október 2021 08:46
Far Cry 6: Byltingar er þörf Far Cry 6 gerist í ríki sem kallast Yara. Það ríki er samansett úr nokkrum eyjum í Karabíuhafinu og er því stýrt af grimmum einræðisherra. Eyríkið hefur verið undir ströngum viðskiptaþvingunum í áratugi og hefur það kennt íbúum að nýta það sem er fyrir hendi. 12. október 2021 08:45
Deathloop: Sjaldan skemmtilegra að stráfella óvini Deathloop er sérlega vel heppnaður, skemmtilegur og krefjandi skot/hasar/ævintýra-leikur. Hann býr yfir áhugaverðri sögu en hann getur þó orðið smá einsleitur og á köflum er erfitt að ná áttum á því sem er að gerast. 23. september 2021 08:45