Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 79-91 | Valsarar sóttu góð stig í Garðabæinn Árni Jóhannsson skrifar 4. nóvember 2021 21:21 Valsmenn unnu sterkan sigur í kvöld. Vísir/Bára Stjarnan og Valur voru jöfn að stigum um miðja deild fyrir leik liðanna í Subway-deild karla í körfubolta í Garðabæ í kvöld. Eftir erfiða byrjun snéru Valsmenn leiknum sér í hag og unnu að lokum góðan 12 stiga sigur, 91-79. Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti í kvöld en eftir rúmar tvær mínútur var staðan orðin 14-2 fyrir heimamenn og fyrstu fjögur þriggja stiga skot þeirra höfðu ratað heim. Finnur Freyr þjálfari Valsmanna brá þá á það ráð að taka leikhlé og leyfa sínum mönnum að ná áttum. Áttunum náðu þeir og byrjuðu Valsmenn að finna taktinn en þeir geta þakkað Callum Lawson fyrir að hafa verið í góðum gír en hann skorað sex af fyrstu stigum gestanna og þegar aðrir leikmenn fóru að láta til sín taka þá náðu Valsmenn að draga Stjörnumenn nær sér. Það má þá nefna að eftir að hafa hitt úr fyrstu fjórum þriggja stiga skotum sínum þá geiguðu næstu sjö þriggja stig tilraunir. Þegar flautan gall eftir fyrsta leikhluta var staðan 22-20 fyrir heimamenn og leikurinn kominn í mikið jafnvægi. Annar leikhluti þróaðist þannig að skipst var á körfum og góðum varnarleik á löngum köflum. Forystan skipti um hendur sjö sinnum og átta sinnum var jafnt á öllum tölum. Leikurinn var í flottu jafnvægi, mikill hraði var á köflum og flottur körfubolti var leikinn. Valsmenn fundu takt sinn betur og sigur örlítið fram úr á síðustu mínútum leikhlutans og héldu til búningsherbergjanna með fjögurra stiga forskot 42-46. Stigahæstir voru þeir Shawn Hopkins fyrir heimamenn með 13 stig og Callum Lawson fyrir Valsmenn með 16 stig í hálfleik. Blaðamaður hafði á orði að það benti allt til þess að jafnvægið yrði við lýði í síðari hálfleik. Allt annað kom á daginn. Valsmenn komu af gífurlegum krafti út í seinni hálfleik á meðan Stjörnumenn voru sofandi allan þriðja leikhluta nánast. Valsmenn náðu að binda saman vörnina sína og sóknina sína og fjögurra stiga forskot breyttist í tíu stiga forskot þegar fjórar mínútur voru búnar og forskotið var orðið 15 stig þegar 8 mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta. Valsmenn voru að öllum líkindum mikið meira með boltann í þriðja leikhluta og unnu þeir sóknarfrákasta baráttuna í þeim leikhluta. Þegar yfir lauk var munurinn 19 stig, 54-73, fyrir Val og allt að því formsatriði að klára leikinn fyrir Valsmenn. Stjörnumenn komu út í fjórða leikhluta og náðu að stoppa nokkrar sóknir Valsmanna en hinsvegar þá náðu þeir ekki að nýta það í sóknarleiknum til að draga Valsmenn nær sér en raunin varð. Valsmenn náðu svo að stöðva heimamenn í sínum aðgerðum og náðu sínum körfum til að sigla sigrinum heim. Stjörnumenn töpuðu mjög dýrmætum boltum í fjórða leikhluta sem varð til þess að sóknarleikur þeirra var ekki að virka. Góður sigur Valsmanna sem í fyrsta sinn fóru yfir 70 stig á útivelli en leiknum lauk 79-91. Afhverju vann Valur? Þegar vörn og sókn ná að smella saman hjá liðum þá þýðir það oftar en ekki að góðir hlutir gerast. Það var það sem gerðist hjá Val í kvöld og þegar andstæðingurinn nær ekki að gera neitt af viti á löngum tíma leiksins þá er ekki að spyrja að leikslokum. Flæðið var mjög gott hjá Valsmönnum og þeir kláruðu leikinn af mikilli fagmennsku. Hverjir voru bestir á vellinum? Aftur fengum við stórgóðan leik frá framvarðasveit Valsmanna þeim Callum Lawson og Kristófer Acox. Kristófer leiddi tvíeykið í þetta sinn með 25 stig en Callum skilaði 24 stigum. Að auki var Kristófer með 10 fráköst og var með 37 framlagsstig. Að auki þess að spila góðan sóknarleik þá stal Krisófer fjórum boltum og varði tvö skot. Stórgóð frammistaða og er hann að sanna það enn og aftur að hann er einn sá besti í deildinni. Kári Jónsson fann svo félaga sína 11 sinnum með stoðsendingum. Hjá heimamönnum var það David Gabrovsek sem var atkvæðamestur með 21 stig og 10 fráköst. Tölfræði sem vakti athygli? Oftar en ekki eru það Stjörnumenn sem vinna baráttuna um sóknarfráköstin en í kvöld voru það Valsarar sem unnu þá baráttu. Þeir tóku einu sóknarfrákasti meira og skoruðu úr þeim 15 stig á móti sjö stigum eftir sóknarfráköst í leiknum. Það lagði grunninn að þessum sigri í kvöld. Ég hugsa að Stjörnumenn hafi saknað Hlyns Bæringssonar þó að þjálfari þeirra hafi talið að hann hefði ekki getað bjargað þessum leik. Hvað næst? Valsmenn fá ÍR í heimsókn í næstu umferð og verð ég að segja að það er dauðafæri að ná í þriðja sigurinn í röð fyrir Valsara. Stjörnumanna bíður erfitt verkefni hins vegar þar sem þeir þurfa að fara í Vesturbæinn og etja kappi við KR. Arnar: Saknar alltaf Hlyns en hann hefði ekki bjargað þessu skipsbroti Arnar Guðjónsson, þjálfari Störnunnar, var virkilega ósáttur með leik sinna manna í kvöld.Vísir/Bára Þjálfari heimamanna, Arnar Guðjónsson, var fámáll í lok leiks en hann var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna. Hann óskaði eftir því að menn tækju sig á því annars yrði þetta langur vetur hjá Stjörnunni. Hann var spurður að því hvað olli þessari frammistöðu en leikurinn tapaðist í þriðja leikhluta. „Það var kannski ekki bara þriðji leikhluti sem kostaði okkur leikinn það er þar sem við skorum ekki en fyrir utan byrjunina í fjórða leikhluta þá vorum við varnarlega, ekki á neinum tímapunkti, góðir og ég var ekki ánægður með þetta.“ Arnar var spurður að því hvort hann sæi eitthvað í fljótu bragði sem þyrfti að laga og hvort vandamálið væri í fasi leikmanna eða taktískt. „Mér fannst við á eftir í ansi mörgu í dag. Við gefum Færeyingnum [Kristófer Acox] sex körfur á „slippinu“ en hann er bestur í því í deildinni. Það vita það allir. Hann fékk það eins og hann vildi. Við gefum sóknarfráköst, við festumst á skrínum og varnarleikurinn var ekki nægjanlega góður og það er ákveðin áræðni og kraftur sem þarf að vera til staðar til að laga það. Það var ekki í kvöld og vonandi fer það að koma því annars verður þetta langur vetur.“ Liðið saknaði augljóslega Hlyns Bæringssonar og var Arnar spurður hvort hann hafi saknað hans í kvöld. „Maður gerir það alltaf en hann hefði ekki bjargað þessu skipsbroti.“ Kristófer: Ef ég spila alltaf á 100% krafti þá er erfitt að eiga við mig Kristófer Acoz átti virkilega góðan leik í kvöld.Vísir/Bára Kristófer Acox var besti maður vallarins í kvöld eins og hefur komið fram og var hann eins og þjálfari sinn ánægður með ýmislegt í leik sinna manna. „Þetta byrjaði illa en við töluðum um að við þyrftum að eyða púðri í að ná því til baka og halda síðan áfram með þá orku. Við komumst yfir í fyrri hálfleik og ákváðum það að við ætluðum ekki að slaka á. Við fórum í næsta gír og klára þennan leik og halda okkar hlut í fjórða.“ Þjálfari Valsmanna hefur oft bent á að það vanti flæði í leik liðs síns en það var ekki að sjá í kvöld. Kristófer var spurður hvort það væri ekki að koma jafnt og þétt hjá Val. „Já algjörlega. Við höfum strögglað sóknarlega og hitt illa en ef við spilum hratt og með mikilli orku þá opnar það helling fyrir okkur. Við erum þess vegna að einbeita okkur að því að ná að spila hratt og koma boltanum upp hratt og hlaupa í bakið á andstæðingnum.“ Kristófer er að eiga mjög góða byrjun á tímabilinu og var hann spurður að því hvers væri vænst af honum innan liðsins og af þjálfaranum. „Ég á bara alltaf að koma með orku. Ef ég spila alltaf á 100% krafti þá er erfitt að eiga við mig og ég er að fá að snerta boltann meira og taka meira þátt í sóknarleiknum. Þetta er aðeins að breytast, ég er ekki bara í einhverju pikk og rúlli og sniðskotum en þetta er að virka vel og vonandi heldur þetta áfram.“ Að lokum var Kristófer spurður að því hvort hann væri alveg heill heilsu en það hjálpar til. „Ég er allavega heill til að byrja með og 7, 9, 13 þá heldur það áfram.“ Subway-deild karla Stjarnan Valur
Stjarnan og Valur voru jöfn að stigum um miðja deild fyrir leik liðanna í Subway-deild karla í körfubolta í Garðabæ í kvöld. Eftir erfiða byrjun snéru Valsmenn leiknum sér í hag og unnu að lokum góðan 12 stiga sigur, 91-79. Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti í kvöld en eftir rúmar tvær mínútur var staðan orðin 14-2 fyrir heimamenn og fyrstu fjögur þriggja stiga skot þeirra höfðu ratað heim. Finnur Freyr þjálfari Valsmanna brá þá á það ráð að taka leikhlé og leyfa sínum mönnum að ná áttum. Áttunum náðu þeir og byrjuðu Valsmenn að finna taktinn en þeir geta þakkað Callum Lawson fyrir að hafa verið í góðum gír en hann skorað sex af fyrstu stigum gestanna og þegar aðrir leikmenn fóru að láta til sín taka þá náðu Valsmenn að draga Stjörnumenn nær sér. Það má þá nefna að eftir að hafa hitt úr fyrstu fjórum þriggja stiga skotum sínum þá geiguðu næstu sjö þriggja stig tilraunir. Þegar flautan gall eftir fyrsta leikhluta var staðan 22-20 fyrir heimamenn og leikurinn kominn í mikið jafnvægi. Annar leikhluti þróaðist þannig að skipst var á körfum og góðum varnarleik á löngum köflum. Forystan skipti um hendur sjö sinnum og átta sinnum var jafnt á öllum tölum. Leikurinn var í flottu jafnvægi, mikill hraði var á köflum og flottur körfubolti var leikinn. Valsmenn fundu takt sinn betur og sigur örlítið fram úr á síðustu mínútum leikhlutans og héldu til búningsherbergjanna með fjögurra stiga forskot 42-46. Stigahæstir voru þeir Shawn Hopkins fyrir heimamenn með 13 stig og Callum Lawson fyrir Valsmenn með 16 stig í hálfleik. Blaðamaður hafði á orði að það benti allt til þess að jafnvægið yrði við lýði í síðari hálfleik. Allt annað kom á daginn. Valsmenn komu af gífurlegum krafti út í seinni hálfleik á meðan Stjörnumenn voru sofandi allan þriðja leikhluta nánast. Valsmenn náðu að binda saman vörnina sína og sóknina sína og fjögurra stiga forskot breyttist í tíu stiga forskot þegar fjórar mínútur voru búnar og forskotið var orðið 15 stig þegar 8 mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta. Valsmenn voru að öllum líkindum mikið meira með boltann í þriðja leikhluta og unnu þeir sóknarfrákasta baráttuna í þeim leikhluta. Þegar yfir lauk var munurinn 19 stig, 54-73, fyrir Val og allt að því formsatriði að klára leikinn fyrir Valsmenn. Stjörnumenn komu út í fjórða leikhluta og náðu að stoppa nokkrar sóknir Valsmanna en hinsvegar þá náðu þeir ekki að nýta það í sóknarleiknum til að draga Valsmenn nær sér en raunin varð. Valsmenn náðu svo að stöðva heimamenn í sínum aðgerðum og náðu sínum körfum til að sigla sigrinum heim. Stjörnumenn töpuðu mjög dýrmætum boltum í fjórða leikhluta sem varð til þess að sóknarleikur þeirra var ekki að virka. Góður sigur Valsmanna sem í fyrsta sinn fóru yfir 70 stig á útivelli en leiknum lauk 79-91. Afhverju vann Valur? Þegar vörn og sókn ná að smella saman hjá liðum þá þýðir það oftar en ekki að góðir hlutir gerast. Það var það sem gerðist hjá Val í kvöld og þegar andstæðingurinn nær ekki að gera neitt af viti á löngum tíma leiksins þá er ekki að spyrja að leikslokum. Flæðið var mjög gott hjá Valsmönnum og þeir kláruðu leikinn af mikilli fagmennsku. Hverjir voru bestir á vellinum? Aftur fengum við stórgóðan leik frá framvarðasveit Valsmanna þeim Callum Lawson og Kristófer Acox. Kristófer leiddi tvíeykið í þetta sinn með 25 stig en Callum skilaði 24 stigum. Að auki var Kristófer með 10 fráköst og var með 37 framlagsstig. Að auki þess að spila góðan sóknarleik þá stal Krisófer fjórum boltum og varði tvö skot. Stórgóð frammistaða og er hann að sanna það enn og aftur að hann er einn sá besti í deildinni. Kári Jónsson fann svo félaga sína 11 sinnum með stoðsendingum. Hjá heimamönnum var það David Gabrovsek sem var atkvæðamestur með 21 stig og 10 fráköst. Tölfræði sem vakti athygli? Oftar en ekki eru það Stjörnumenn sem vinna baráttuna um sóknarfráköstin en í kvöld voru það Valsarar sem unnu þá baráttu. Þeir tóku einu sóknarfrákasti meira og skoruðu úr þeim 15 stig á móti sjö stigum eftir sóknarfráköst í leiknum. Það lagði grunninn að þessum sigri í kvöld. Ég hugsa að Stjörnumenn hafi saknað Hlyns Bæringssonar þó að þjálfari þeirra hafi talið að hann hefði ekki getað bjargað þessum leik. Hvað næst? Valsmenn fá ÍR í heimsókn í næstu umferð og verð ég að segja að það er dauðafæri að ná í þriðja sigurinn í röð fyrir Valsara. Stjörnumanna bíður erfitt verkefni hins vegar þar sem þeir þurfa að fara í Vesturbæinn og etja kappi við KR. Arnar: Saknar alltaf Hlyns en hann hefði ekki bjargað þessu skipsbroti Arnar Guðjónsson, þjálfari Störnunnar, var virkilega ósáttur með leik sinna manna í kvöld.Vísir/Bára Þjálfari heimamanna, Arnar Guðjónsson, var fámáll í lok leiks en hann var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna. Hann óskaði eftir því að menn tækju sig á því annars yrði þetta langur vetur hjá Stjörnunni. Hann var spurður að því hvað olli þessari frammistöðu en leikurinn tapaðist í þriðja leikhluta. „Það var kannski ekki bara þriðji leikhluti sem kostaði okkur leikinn það er þar sem við skorum ekki en fyrir utan byrjunina í fjórða leikhluta þá vorum við varnarlega, ekki á neinum tímapunkti, góðir og ég var ekki ánægður með þetta.“ Arnar var spurður að því hvort hann sæi eitthvað í fljótu bragði sem þyrfti að laga og hvort vandamálið væri í fasi leikmanna eða taktískt. „Mér fannst við á eftir í ansi mörgu í dag. Við gefum Færeyingnum [Kristófer Acox] sex körfur á „slippinu“ en hann er bestur í því í deildinni. Það vita það allir. Hann fékk það eins og hann vildi. Við gefum sóknarfráköst, við festumst á skrínum og varnarleikurinn var ekki nægjanlega góður og það er ákveðin áræðni og kraftur sem þarf að vera til staðar til að laga það. Það var ekki í kvöld og vonandi fer það að koma því annars verður þetta langur vetur.“ Liðið saknaði augljóslega Hlyns Bæringssonar og var Arnar spurður hvort hann hafi saknað hans í kvöld. „Maður gerir það alltaf en hann hefði ekki bjargað þessu skipsbroti.“ Kristófer: Ef ég spila alltaf á 100% krafti þá er erfitt að eiga við mig Kristófer Acoz átti virkilega góðan leik í kvöld.Vísir/Bára Kristófer Acox var besti maður vallarins í kvöld eins og hefur komið fram og var hann eins og þjálfari sinn ánægður með ýmislegt í leik sinna manna. „Þetta byrjaði illa en við töluðum um að við þyrftum að eyða púðri í að ná því til baka og halda síðan áfram með þá orku. Við komumst yfir í fyrri hálfleik og ákváðum það að við ætluðum ekki að slaka á. Við fórum í næsta gír og klára þennan leik og halda okkar hlut í fjórða.“ Þjálfari Valsmanna hefur oft bent á að það vanti flæði í leik liðs síns en það var ekki að sjá í kvöld. Kristófer var spurður hvort það væri ekki að koma jafnt og þétt hjá Val. „Já algjörlega. Við höfum strögglað sóknarlega og hitt illa en ef við spilum hratt og með mikilli orku þá opnar það helling fyrir okkur. Við erum þess vegna að einbeita okkur að því að ná að spila hratt og koma boltanum upp hratt og hlaupa í bakið á andstæðingnum.“ Kristófer er að eiga mjög góða byrjun á tímabilinu og var hann spurður að því hvers væri vænst af honum innan liðsins og af þjálfaranum. „Ég á bara alltaf að koma með orku. Ef ég spila alltaf á 100% krafti þá er erfitt að eiga við mig og ég er að fá að snerta boltann meira og taka meira þátt í sóknarleiknum. Þetta er aðeins að breytast, ég er ekki bara í einhverju pikk og rúlli og sniðskotum en þetta er að virka vel og vonandi heldur þetta áfram.“ Að lokum var Kristófer spurður að því hvort hann væri alveg heill heilsu en það hjálpar til. „Ég er allavega heill til að byrja með og 7, 9, 13 þá heldur það áfram.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti