Kastljósinu beint að eyðingu smáskilaboða Mette Frederiksen Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2021 13:25 Mette Frederiksen segist hafa breytt stillingum í símanum sínum sumarið 2020 þannig að smáskilaboð eyddust þrjátíu dögum eftir að þau eru send. EPA Sérstök rannsóknarnefnd, sem ætlað er að rannsaka ákvörðun danskra stjórnvalda að láta lóga öllum minkum í landinu vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveirunnar, hefur beint sjónum að ákvörðun Mette Frederiksen forsætisráðherra að láta eyða öllum smáskilaboðum í síma sínum, mánuði eftir að þau eru send. Frederiksen segir að um stillingaratriði sé að ræða sem hún hafi ákveðið að notast við, en kveðst þó vona að hægt verði að endurheimta þau skilaboð sem nefndin hefur óskað eftir. DR segir frá því að nefndin hafi óskað eftir gögnum, meðal annars frá forsætisráðherranum, vegna rannsóknarinnar á ákvörðun dönsku stjórnarinnar að láta lóga öllum minkum í landinu. Hafði nefndin óskað eftir afritum af skeytaseningum milli Frederiksen og hennar nánustu samstarfsmönnum um málið. Eftir ráðgjöf frá stjórnanda í ráðuneytinu Frederiksen boðaði til blaðamannafundar í gærkvöldi til að ræða málið. Sagði hún að stillingum í símanum hafi verið breytt sumarið 2020, það er áður en ákvörðunin um að lóga öllum minkunum var tekin. Hún hafi breytt stillingum eftir ráðgjöf frá stjórnanda í forsætisráðuneytinu. „Mér fannst þetta hljóma skynsamlegt. Það var til að tryggja upplýsingaöryggið,“ sagði forsætisráðherrann á blaðamannafundinum í gær. Hvasst og óheflað orðbragð Frederiksen segist vona að hægt verði að endurheimta skilaboðin, bæði til að aðstoða nefndina í sinni vinu og sömuleiðis til að sýna fram á að hvorki henni né ríkisstjórninni væri kunnugt um að slík ákvörðun stangaðist á við lög. Hún fullyrðir að takist að endurheimta smáskilaboðin muni þau ekki sýna fram á neitt nýtt varðandi það hvað hún vissi um málið á þeim tíma. Þau gætu þó mögulega sýnt fram á hvasst og óheflað orðbragð. Fimmtán milljónum minka lógað Danska ríkisstjórnin ákvað haustið 2020 að lóga öllum um fimmtán milljónum minka í landinu eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar hafði greinst á fjölda bæja loðdýraræktenda í landinu. Afbrigðið gat smitast úr dýrum í menn. Skömmu síðar kom í ljós að það bryti gegn stjórnarskrá að lóga öllum minkum sem væru smitaðir af veirunni. Mogens Jensen, ráðherra landbúnaðarmála, sagði af sér í kjölfarið. Rannsóknarnefndin mun næstu daga ræða við 61 mann innan dönsku ríkisstjórnarinnar og stjórnsýslunnar um ákvörðun stjórnvalda að lóga minkum. Frederiksen verður síðust til að mæta fyrir nefndina, 9. desember næstkomandi. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Frederiksen segir að um stillingaratriði sé að ræða sem hún hafi ákveðið að notast við, en kveðst þó vona að hægt verði að endurheimta þau skilaboð sem nefndin hefur óskað eftir. DR segir frá því að nefndin hafi óskað eftir gögnum, meðal annars frá forsætisráðherranum, vegna rannsóknarinnar á ákvörðun dönsku stjórnarinnar að láta lóga öllum minkum í landinu. Hafði nefndin óskað eftir afritum af skeytaseningum milli Frederiksen og hennar nánustu samstarfsmönnum um málið. Eftir ráðgjöf frá stjórnanda í ráðuneytinu Frederiksen boðaði til blaðamannafundar í gærkvöldi til að ræða málið. Sagði hún að stillingum í símanum hafi verið breytt sumarið 2020, það er áður en ákvörðunin um að lóga öllum minkunum var tekin. Hún hafi breytt stillingum eftir ráðgjöf frá stjórnanda í forsætisráðuneytinu. „Mér fannst þetta hljóma skynsamlegt. Það var til að tryggja upplýsingaöryggið,“ sagði forsætisráðherrann á blaðamannafundinum í gær. Hvasst og óheflað orðbragð Frederiksen segist vona að hægt verði að endurheimta skilaboðin, bæði til að aðstoða nefndina í sinni vinu og sömuleiðis til að sýna fram á að hvorki henni né ríkisstjórninni væri kunnugt um að slík ákvörðun stangaðist á við lög. Hún fullyrðir að takist að endurheimta smáskilaboðin muni þau ekki sýna fram á neitt nýtt varðandi það hvað hún vissi um málið á þeim tíma. Þau gætu þó mögulega sýnt fram á hvasst og óheflað orðbragð. Fimmtán milljónum minka lógað Danska ríkisstjórnin ákvað haustið 2020 að lóga öllum um fimmtán milljónum minka í landinu eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar hafði greinst á fjölda bæja loðdýraræktenda í landinu. Afbrigðið gat smitast úr dýrum í menn. Skömmu síðar kom í ljós að það bryti gegn stjórnarskrá að lóga öllum minkum sem væru smitaðir af veirunni. Mogens Jensen, ráðherra landbúnaðarmála, sagði af sér í kjölfarið. Rannsóknarnefndin mun næstu daga ræða við 61 mann innan dönsku ríkisstjórnarinnar og stjórnsýslunnar um ákvörðun stjórnvalda að lóga minkum. Frederiksen verður síðust til að mæta fyrir nefndina, 9. desember næstkomandi.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira