Fimm nýjar lyftur á höfuðborgarsvæðið og hefja snjóframleiðslu Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2021 14:56 Von er á tveimur nýjum stólalyftum í Bláfjöll. Vísir/Vilhelm Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa náð samkomulagi um 5,2 milljarða króna fjárfestingu í uppbyggingu skíðasvæða til ársins 2026. Gert er ráð fyrir því að settar verði upp tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum sem fá nafnið Gosi og Drottning. Þá er meðal annars stefnt að snjóframleiðslu á skíðasvæðunum á höfuðborgarsvæðinu, uppsetningu nýrrar toglyftu í Kerlingardal, lyftu í Eldborgargili og Skálafelli auk uppbyggingar á skíðagöngusvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu en sérstakur verkefnahópur hefur verið starfræktur á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) til þess að undirbúa verkefnin og fylgja þeim eftir. Þá hefur verið ráðinn verkefnastjóri sem starfar með verkefnahópnum og stjórnendum skíðasvæðisins meðal annars til að fylgja eftir samningum, hönnun og framkvæmd ásamt almennu utanumhaldi verkefnisins. Frá vinstri: Björg Fenger fulltrúi í Samráðsnefnd skíðasvæðanna og verkefnahópi um framkvæmdirnar, Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH, Gunnar Einarsson formaður stjórnar SSH, Ómar Ívarsson og Ingvar Ívarsson frá Doppelmayr skíðalyftum, Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH.Aðsend Gert ráð fyrir að Bláfjöll fái nýjar lyftur 2022 og 2023 Í fyrsta áfanga verkefnisins hefur verið samið við Doppelmayr skíðalyftur ehf., sem var lægstbjóðandi í samkeppnisútboði, um kaup og uppsetningu á skíðalyftunum Gosa, sem áætlað er að verði afhent á árinu 2022, og Drottningu, sem áætlað er að verði afhent á árinu 2023. Undirbúningsvinna vegna framkvæmdanna er þegar hafin og gengur samkvæmt áætlunum, að því er fram kemur í tilkynningu. Heildarkostnaður af uppsetningu lyftna og tengdum verkefnum í fyrsta áfanga er áætlaður um 2,4 milljarðar króna. Fulltrúar stjórnar SSH og Doppelmayr á Íslandi hafa skrifað undir samning þess efnis. Við sama tækifæri fór fram kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum fyrir helstu hagsmunaaðilum, svo sem formönnum skíðafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Samninginn undirrituðu Gunnar Einarsson, formaður stjórnar SSH og Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH og Ómar Ívarsson og Ingvar Ívarsson fyrir hönd Doppelmayr á Íslandi. Skíðasvæði Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að settar verði upp tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum sem fá nafnið Gosi og Drottning. Þá er meðal annars stefnt að snjóframleiðslu á skíðasvæðunum á höfuðborgarsvæðinu, uppsetningu nýrrar toglyftu í Kerlingardal, lyftu í Eldborgargili og Skálafelli auk uppbyggingar á skíðagöngusvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu en sérstakur verkefnahópur hefur verið starfræktur á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) til þess að undirbúa verkefnin og fylgja þeim eftir. Þá hefur verið ráðinn verkefnastjóri sem starfar með verkefnahópnum og stjórnendum skíðasvæðisins meðal annars til að fylgja eftir samningum, hönnun og framkvæmd ásamt almennu utanumhaldi verkefnisins. Frá vinstri: Björg Fenger fulltrúi í Samráðsnefnd skíðasvæðanna og verkefnahópi um framkvæmdirnar, Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH, Gunnar Einarsson formaður stjórnar SSH, Ómar Ívarsson og Ingvar Ívarsson frá Doppelmayr skíðalyftum, Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur SSH.Aðsend Gert ráð fyrir að Bláfjöll fái nýjar lyftur 2022 og 2023 Í fyrsta áfanga verkefnisins hefur verið samið við Doppelmayr skíðalyftur ehf., sem var lægstbjóðandi í samkeppnisútboði, um kaup og uppsetningu á skíðalyftunum Gosa, sem áætlað er að verði afhent á árinu 2022, og Drottningu, sem áætlað er að verði afhent á árinu 2023. Undirbúningsvinna vegna framkvæmdanna er þegar hafin og gengur samkvæmt áætlunum, að því er fram kemur í tilkynningu. Heildarkostnaður af uppsetningu lyftna og tengdum verkefnum í fyrsta áfanga er áætlaður um 2,4 milljarðar króna. Fulltrúar stjórnar SSH og Doppelmayr á Íslandi hafa skrifað undir samning þess efnis. Við sama tækifæri fór fram kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum fyrir helstu hagsmunaaðilum, svo sem formönnum skíðafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Samninginn undirrituðu Gunnar Einarsson, formaður stjórnar SSH og Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH og Ómar Ívarsson og Ingvar Ívarsson fyrir hönd Doppelmayr á Íslandi.
Skíðasvæði Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Sjá meira