Bændur munu taka DNA sýni úr öllum kvígum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. nóvember 2021 20:16 Frá næstu áramótum þurfa kúabændur að taka DNA sýni úr öllum sínum kvígum. Í dag eru um 25 þúsund mjólkurkýr á Íslandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kúabændur munu þurfa að taka DNA sýni úr öllum kvígum frá næstu áramótum vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt. Tilgangur verkefnisins er að fá betri mjólkurkýr fyrr í fjósin hjá bændum. Í dag eru um fimm hundruð kúabú í landinu og hefur þeim fækkað mikið síðustu ár. Um 25 þúsund mjólkurkýr eru í landinu, sem er lítill stofn miðað við marga aðra stofna í nágrannalöndum okkar og kúabúin eru ekki nema rétt um fimm hundruð, enda hefur þeim fækkað mjög mikið á undanförnum árum en framleiðslan hefur hins vegar staðið í stað eða aukist. Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins fer fyrir verkefninu. „Þetta snýst um það að taka upp erfðamengisúrval í íslenskri nautgriparækt, sem fer þannig fram að við tökum sýni úr gripunum. Það er svo greint og þar með er hægt að segja til um gæði gripanna strax frá fæðingu. Þetta er mjög magnað og þýðir í rauninni að við getum hætt að afkvæmaprófa nautin og tekið þau strax í notkun, sem reynd naut, sem þýðir að ættleiðarbilið styttist umtalsvert,“ segir Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt, sem bindur miklar vonir við DNA sýna verkefnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að sýnin fari í arfgerðargreiningar í Danmörku og eftir það verður hægt að segja til um gæði gripanna strax frá fæðingu. Með nýja verkefninu er verið að stíga stórt skref fram á við í markvissum kynbótum í nautgriparækt. „Þetta breytir því að við getum valið gripina með meira öryggi en áður og það hraðar erfðaframförum mjög mikið. Sýnatakan er mjög einföld því bændur þurfa í rauninni bara að klippa vefjasýni úr eyranu og í framtíðinni er hugmyndin sú að við tökum sýni úr öllum kvígum, sem fæðast og það verður þá gert af bændum um leið og merkið er sett í eyrað. Ég hef miklar væntingar til þess að þetta verði bæði til mikillar framfara og auki áhuga á geri greinina skemmtilegri heldur en ella,“ segir Guðmundur enn fremur. Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Um 25 þúsund mjólkurkýr eru í landinu, sem er lítill stofn miðað við marga aðra stofna í nágrannalöndum okkar og kúabúin eru ekki nema rétt um fimm hundruð, enda hefur þeim fækkað mjög mikið á undanförnum árum en framleiðslan hefur hins vegar staðið í stað eða aukist. Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins fer fyrir verkefninu. „Þetta snýst um það að taka upp erfðamengisúrval í íslenskri nautgriparækt, sem fer þannig fram að við tökum sýni úr gripunum. Það er svo greint og þar með er hægt að segja til um gæði gripanna strax frá fæðingu. Þetta er mjög magnað og þýðir í rauninni að við getum hætt að afkvæmaprófa nautin og tekið þau strax í notkun, sem reynd naut, sem þýðir að ættleiðarbilið styttist umtalsvert,“ segir Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt, sem bindur miklar vonir við DNA sýna verkefnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að sýnin fari í arfgerðargreiningar í Danmörku og eftir það verður hægt að segja til um gæði gripanna strax frá fæðingu. Með nýja verkefninu er verið að stíga stórt skref fram á við í markvissum kynbótum í nautgriparækt. „Þetta breytir því að við getum valið gripina með meira öryggi en áður og það hraðar erfðaframförum mjög mikið. Sýnatakan er mjög einföld því bændur þurfa í rauninni bara að klippa vefjasýni úr eyranu og í framtíðinni er hugmyndin sú að við tökum sýni úr öllum kvígum, sem fæðast og það verður þá gert af bændum um leið og merkið er sett í eyrað. Ég hef miklar væntingar til þess að þetta verði bæði til mikillar framfara og auki áhuga á geri greinina skemmtilegri heldur en ella,“ segir Guðmundur enn fremur.
Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira