„Kolefnisþakið“ springur á ellefu árum Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2021 23:31 Maður hjólar fram hjá kolaorkuveri í Kína. Kol eru versta uppspretta gróðurhúsalofttegunda í heiminum en brennsla þeirra hefur aukist á þessu ári borið saman við 2019. Vísir/EPA Haldi mannkynið áfram núverandi losun gróðurhúsalofttegunda tekur það aðeins ellefu ár þar til uppsafnaður styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum veldur meiri en 1,5°C hlýnun á jörðinni. Losun er nú komin nær alveg í fyrra horf eftir mikinn samdrátt í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Þetta er á meðal niðurstaða nýrrar árlegrar greiningar á svonefndu kolefnisþaki (e. carbon budget), því magni kolefnis sem þarf til að valda tiltekinni hlýnun, sem sjötíu stofnanir frá fimm heimsálfum tóku þátt í að vinna. Þegar framreikningar á kolefnisþakinu voru fyrst gerðir árið 2015 áætluðu vísindamenn að losun þyrfti að ná um 903 milljörðum tonna af koltvísýringsígildum til þess að hlýnun jarðar næmi 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Það er metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins að halda hlýnun innan þeirra marka. Þá var talið að það jafngilti losun mannkynsins á um tuttugu árum. Síðan þá hafa menn aftur á móti spýtt í lófana og aukið losun sína. Á þeim sex árum frá því að greiningin var fyrst unnin hefur mannkynið þegar losað um helming þessa kvóta, að því er segir í frétt Washington Post. Ef fram fer sem horfir verður þetta kolefnisþak endanlega fokið út í veður og vind eftir ellefu ár. Ekki tæknilega útilokað að ná 1,5°C markmiðinu Losun dróst verulega saman í fyrra þegar fjöldi ríkja um allan heim greip til sóttvarnaaðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Verksmiðjum var lokað og vega- og flugsamgöngur lögðust að miklu leyti af þegar milljónir manna héldu sig að mestu heima fyrir um margra mánaða skeið. Á þessu ári hefur losunin stóraukist aftur. Bruni á kolum og jarðgasi er nú jafnvel meiri en árið 2019, áður en faraldurinn hófst. Ástæðan er fyrst og fremst efnahagsviðsnúningur í Kína sem framleiðir mest af raforku sinni með því að brenna kolum. Losun jókst einnig verulega á Indlandi sem er háð kolaorku. Í Bandaríkjunum og Evrópu er búist við að losun í lok þessa árs verði aðeins örlítið undir því sem var fyrir faraldurinn. Corinne Le Quéré, loftslagsvísindamaður við Háskólann í Austur-Anglíu á Englandi, segir að það sé enn tæknilega mögulegt að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Þannig hafi losun dregist saman í 23 ríkjum með vaxandi hagkerfi fyrir faraldurinn, fyrst og fremst í vel stæðum Evrópuríkjum en einnig í Bandaríkjunum og Mexíkó. „Það er hægt að leika eftir þennan árangur. Það er engin ástæða fyrir því að það sé ekki hægt að hrinda því af stað, önnur en pólitískur vilji,“ segir Le Quéré. Hamfarir fylgdu þeirri hlýnun sem stefnir í Miðað við núverandi markmið ríkja heims um samdrátt í losun stefnir í að hnattræn hlýnun nái 2,7°C fyrir lok aldarinnar, langt umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Við slíka hlýnun væri hætta á fjöldaútdauða dýrategunda, hruni í stóru ísbreiðum jarðarinnar, gríðarlegri hækkun sjávarstöðu auk þrúgandi áhrifa hitabylgja, þurrka, flóða og veðurhamfara víða um heim. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá því í ágúst kom fram að líklegt væri að hlýnun næði 1,5°C strax á næsta áratug, jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Bjartsýnustu sviðsmyndir sem var stillt upp í skýrslunni gerðu þó ráð fyrir að þó að hlýnun færi tímanbundið umfram mörk Parísarsamkomulagsins á þessari öld væri hægt að draga úr henni á seinni hluta aldarinnar með því að draga hratt úr losun og byrja að fjarlægja kolefni úr lofthjúpnum. Tæknin til að binda kolefni úr lofti í stórum stíl er þó enn tiltölulega skammt á veg komin. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Þetta er á meðal niðurstaða nýrrar árlegrar greiningar á svonefndu kolefnisþaki (e. carbon budget), því magni kolefnis sem þarf til að valda tiltekinni hlýnun, sem sjötíu stofnanir frá fimm heimsálfum tóku þátt í að vinna. Þegar framreikningar á kolefnisþakinu voru fyrst gerðir árið 2015 áætluðu vísindamenn að losun þyrfti að ná um 903 milljörðum tonna af koltvísýringsígildum til þess að hlýnun jarðar næmi 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Það er metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins að halda hlýnun innan þeirra marka. Þá var talið að það jafngilti losun mannkynsins á um tuttugu árum. Síðan þá hafa menn aftur á móti spýtt í lófana og aukið losun sína. Á þeim sex árum frá því að greiningin var fyrst unnin hefur mannkynið þegar losað um helming þessa kvóta, að því er segir í frétt Washington Post. Ef fram fer sem horfir verður þetta kolefnisþak endanlega fokið út í veður og vind eftir ellefu ár. Ekki tæknilega útilokað að ná 1,5°C markmiðinu Losun dróst verulega saman í fyrra þegar fjöldi ríkja um allan heim greip til sóttvarnaaðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Verksmiðjum var lokað og vega- og flugsamgöngur lögðust að miklu leyti af þegar milljónir manna héldu sig að mestu heima fyrir um margra mánaða skeið. Á þessu ári hefur losunin stóraukist aftur. Bruni á kolum og jarðgasi er nú jafnvel meiri en árið 2019, áður en faraldurinn hófst. Ástæðan er fyrst og fremst efnahagsviðsnúningur í Kína sem framleiðir mest af raforku sinni með því að brenna kolum. Losun jókst einnig verulega á Indlandi sem er háð kolaorku. Í Bandaríkjunum og Evrópu er búist við að losun í lok þessa árs verði aðeins örlítið undir því sem var fyrir faraldurinn. Corinne Le Quéré, loftslagsvísindamaður við Háskólann í Austur-Anglíu á Englandi, segir að það sé enn tæknilega mögulegt að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Þannig hafi losun dregist saman í 23 ríkjum með vaxandi hagkerfi fyrir faraldurinn, fyrst og fremst í vel stæðum Evrópuríkjum en einnig í Bandaríkjunum og Mexíkó. „Það er hægt að leika eftir þennan árangur. Það er engin ástæða fyrir því að það sé ekki hægt að hrinda því af stað, önnur en pólitískur vilji,“ segir Le Quéré. Hamfarir fylgdu þeirri hlýnun sem stefnir í Miðað við núverandi markmið ríkja heims um samdrátt í losun stefnir í að hnattræn hlýnun nái 2,7°C fyrir lok aldarinnar, langt umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Við slíka hlýnun væri hætta á fjöldaútdauða dýrategunda, hruni í stóru ísbreiðum jarðarinnar, gríðarlegri hækkun sjávarstöðu auk þrúgandi áhrifa hitabylgja, þurrka, flóða og veðurhamfara víða um heim. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá því í ágúst kom fram að líklegt væri að hlýnun næði 1,5°C strax á næsta áratug, jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Bjartsýnustu sviðsmyndir sem var stillt upp í skýrslunni gerðu þó ráð fyrir að þó að hlýnun færi tímanbundið umfram mörk Parísarsamkomulagsins á þessari öld væri hægt að draga úr henni á seinni hluta aldarinnar með því að draga hratt úr losun og byrja að fjarlægja kolefni úr lofthjúpnum. Tæknin til að binda kolefni úr lofti í stórum stíl er þó enn tiltölulega skammt á veg komin.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent