Stuðningur við fjölskyldur fólks með heilabilun Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 5. nóvember 2021 07:00 Það er margt sem breytist hjá fólki sem fær heilabilun, einföldustu hlutir geta orðið flóknir og minnið bregst sem oft skapar óöryggi. Það er mikilvægt að fólk fái strax stuðning og hjálp til að fóta sig og að þjónusta sé miðuð út frá hverjum einstakling. Það skiptir líka miklu að huga að fjölskyldu þeirra sem fá heilabilun því þau eru líka að uplifa nýjan veruleika. Mikilvægt er að nýta alla þá möguleika sem til eru til að styðja við lífsgæði fólks og vellíðan og að þjónusta samfélagsins aðlagi sig að þörfum fjölskyldna. Þjónustan heim Undanfarin ár hefur það verið stefna stjórnvalda að færa þjónustu sem fólk kann að þurfa á að halda þegar það eldist eða veikist í auknu mæli heim til fólks. Í Reykjavík er félagsleg stuðningsþjónusta og heimahjúkrun samþætt þannig að sem heildstæðust þjónusta skapist. Með nýjum reglum um stuðningsþjónustu sem samþykktar voru á dögunum mun mat á þjónustuþörf verða einstaklingsmiðaðra en markmiðið með því er að leggja til hliðar áður notaða matskvarða og meta frekar í samtali við notanda þjónustunnar hvað hann vil eða þarf. Auk stuðningsþjónustu þess er þjónusta á borð við matarsendingar, félagsstarf, akstur, endurhæfing og hjúkrunar og nú nýjast er teymi sem kallað er Selma. Það samanstendur af hjúkrunarfræðingum og læknum og hefur það að markmiði að efla heilbrigðisþjónustu heim til þeirra sem fá heimahjúkrun. Þetta hefur fækkað komum á bráðamóttöku og aukið lífsgæði fólks. Velferðartæknilausnir geta stutt við sjálfstætt líf og hefur Reykjavíkurborg verið að prófa sig áfram með slíkt í Velferðartæknismiðju. Aðstandandi Að vera náinn aðstandanadi manneskju með heilabilun krefst alltaf einhverra breytinga og það getur verið krefjandi verkefni eftir því sem sjúkdómurinn þróast. Stundum er um að ræða algjöra kúvendingu, jafnvel þannig að maki eða barn ber skyndilega alla ábyrgð á velferð og lífi ástvinar síns. Stefna Reykjavíkurborgar er að standa betur með þessum fjölskyldum þar og því munum við setja í gang tilraunaverkefni til tveggja ára þar sem við metum hvernig viðð getum best gert það. Verkefnið gengur út á að sérstakir starfsmenn heimaþjónustu veita stuðning inni á heimilinu, eitt til tvö skipti í viku, í 2-3 klukkustundir í senn, t.d. um kvöld og helgar í samræmi við þarfir heimilisins umfram þá þjónustu sem annars er í boði. Um leið og einstaklingurinn sem er með heilabilun fær stuðning gefst aðstandendum kostur á að fara út af heimilinu og sinna sínu, því það er einfaldlega mikilvægt. Með því móti væri verið að mæta þörf sem áður hefur ekki verið hægt að mæta með markvissum hætti af heimaþjónustu. Þetta er mikilvægt skref sem við erum að stíga og ég er sannfærð um að það mun sanna mikilvægi sitt og festast í sessi. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Eldri borgarar Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er margt sem breytist hjá fólki sem fær heilabilun, einföldustu hlutir geta orðið flóknir og minnið bregst sem oft skapar óöryggi. Það er mikilvægt að fólk fái strax stuðning og hjálp til að fóta sig og að þjónusta sé miðuð út frá hverjum einstakling. Það skiptir líka miklu að huga að fjölskyldu þeirra sem fá heilabilun því þau eru líka að uplifa nýjan veruleika. Mikilvægt er að nýta alla þá möguleika sem til eru til að styðja við lífsgæði fólks og vellíðan og að þjónusta samfélagsins aðlagi sig að þörfum fjölskyldna. Þjónustan heim Undanfarin ár hefur það verið stefna stjórnvalda að færa þjónustu sem fólk kann að þurfa á að halda þegar það eldist eða veikist í auknu mæli heim til fólks. Í Reykjavík er félagsleg stuðningsþjónusta og heimahjúkrun samþætt þannig að sem heildstæðust þjónusta skapist. Með nýjum reglum um stuðningsþjónustu sem samþykktar voru á dögunum mun mat á þjónustuþörf verða einstaklingsmiðaðra en markmiðið með því er að leggja til hliðar áður notaða matskvarða og meta frekar í samtali við notanda þjónustunnar hvað hann vil eða þarf. Auk stuðningsþjónustu þess er þjónusta á borð við matarsendingar, félagsstarf, akstur, endurhæfing og hjúkrunar og nú nýjast er teymi sem kallað er Selma. Það samanstendur af hjúkrunarfræðingum og læknum og hefur það að markmiði að efla heilbrigðisþjónustu heim til þeirra sem fá heimahjúkrun. Þetta hefur fækkað komum á bráðamóttöku og aukið lífsgæði fólks. Velferðartæknilausnir geta stutt við sjálfstætt líf og hefur Reykjavíkurborg verið að prófa sig áfram með slíkt í Velferðartæknismiðju. Aðstandandi Að vera náinn aðstandanadi manneskju með heilabilun krefst alltaf einhverra breytinga og það getur verið krefjandi verkefni eftir því sem sjúkdómurinn þróast. Stundum er um að ræða algjöra kúvendingu, jafnvel þannig að maki eða barn ber skyndilega alla ábyrgð á velferð og lífi ástvinar síns. Stefna Reykjavíkurborgar er að standa betur með þessum fjölskyldum þar og því munum við setja í gang tilraunaverkefni til tveggja ára þar sem við metum hvernig viðð getum best gert það. Verkefnið gengur út á að sérstakir starfsmenn heimaþjónustu veita stuðning inni á heimilinu, eitt til tvö skipti í viku, í 2-3 klukkustundir í senn, t.d. um kvöld og helgar í samræmi við þarfir heimilisins umfram þá þjónustu sem annars er í boði. Um leið og einstaklingurinn sem er með heilabilun fær stuðning gefst aðstandendum kostur á að fara út af heimilinu og sinna sínu, því það er einfaldlega mikilvægt. Með því móti væri verið að mæta þörf sem áður hefur ekki verið hægt að mæta með markvissum hætti af heimaþjónustu. Þetta er mikilvægt skref sem við erum að stíga og ég er sannfærð um að það mun sanna mikilvægi sitt og festast í sessi. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar