„Skæðasti náriðill Bretlands“ játaði tvö morð og níð á líkum tuga kvenna og stúlkna Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2021 09:56 David Fuller er 67 ára gamall. Hann játaði í gær að hafa myrt tvær konur á árum áður og hafa svívirt lík tuga kvenna og stúlkna. Breskur maður játaði í gær að hafa myrt tvær konur árið 1987 og að hafa níðst á tugum líka á undanförnum árum. Hinn 67 ára gamli David Fuller er talinn vera skæðasti náriðillinn í sögu Bretlands. Fuller var handtekinn í desember í fyrra vegna gruns um að hafa myrt Wendy Knell (25) og Caroline Pierce (20) í tveimur mismunandi árásum árið 1987. Knell fannst látin í íbúð sinni í Tunbridge Wells skammt suður af Lundúnum í júní 1987 en Pierce hvarf nokkrum mánuðum síðar. Nágrannar hennar höfðu heyrt öskur úr íbúð hennar en lík hennar fannst í skurði nokkrum dögum síðar. Erfðaefni fundust í báðum tilfellum. Fuller var handtekinn á heimili hans í Heathfield, sem er bær skammt frá Tunbridge Wells. Hér má sjá myndband frá lögreglunni frá því í desember í fyrra þegar Fuller var handtekinn. Í gær játaði Fuller að hafa myrt konurnar en hann játaði einnig að hafa svívirt lík þeirra og tuga annarra kvenna og stúlkna á tveimur líkhúsum og að hafa tekið myndbönd af því. Paul Fotheringham, sem leiddi rannsókn lögreglunnar, segir í tilkynningu að rannsóknin hafi verið einstaklega flókin og erfið. Hafði mök við minnst hundrað lík Fuller starfaði sem rafvirki á tveimur sjúkrahúsum í Kent og lögreglan telur hann hafa níðst á minnst hundrað líkum á þeim sjúkrahúsum. Búið er að staðfesta 81 brot sem Fuller er sagður hafa framið. Brotin framdi hann frá 2008 til 2020, samkvæmt frétt Guardian. Í frétt miðilsins segir að Fuller sé talinn skæðasti náriðill í sögu Bretlands. Lögreglan fann harða diska á heimili hans sem Fuller hafði falið en þar fannst myndefni af honum níðast á líkum. Hér má sjá myndband frá lögreglunni sem tekið var þegar hörðu diskarnir fundust á heimili Fuller. Fimm terabæt af myndefni fundust á þessum hörðu diskum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Fuller var handtekinn í desember í fyrra vegna gruns um að hafa myrt Wendy Knell (25) og Caroline Pierce (20) í tveimur mismunandi árásum árið 1987. Knell fannst látin í íbúð sinni í Tunbridge Wells skammt suður af Lundúnum í júní 1987 en Pierce hvarf nokkrum mánuðum síðar. Nágrannar hennar höfðu heyrt öskur úr íbúð hennar en lík hennar fannst í skurði nokkrum dögum síðar. Erfðaefni fundust í báðum tilfellum. Fuller var handtekinn á heimili hans í Heathfield, sem er bær skammt frá Tunbridge Wells. Hér má sjá myndband frá lögreglunni frá því í desember í fyrra þegar Fuller var handtekinn. Í gær játaði Fuller að hafa myrt konurnar en hann játaði einnig að hafa svívirt lík þeirra og tuga annarra kvenna og stúlkna á tveimur líkhúsum og að hafa tekið myndbönd af því. Paul Fotheringham, sem leiddi rannsókn lögreglunnar, segir í tilkynningu að rannsóknin hafi verið einstaklega flókin og erfið. Hafði mök við minnst hundrað lík Fuller starfaði sem rafvirki á tveimur sjúkrahúsum í Kent og lögreglan telur hann hafa níðst á minnst hundrað líkum á þeim sjúkrahúsum. Búið er að staðfesta 81 brot sem Fuller er sagður hafa framið. Brotin framdi hann frá 2008 til 2020, samkvæmt frétt Guardian. Í frétt miðilsins segir að Fuller sé talinn skæðasti náriðill í sögu Bretlands. Lögreglan fann harða diska á heimili hans sem Fuller hafði falið en þar fannst myndefni af honum níðast á líkum. Hér má sjá myndband frá lögreglunni sem tekið var þegar hörðu diskarnir fundust á heimili Fuller. Fimm terabæt af myndefni fundust á þessum hörðu diskum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna