Telja Kóralrifið mikla geta lifað af hlýnun innan við 1,5 gráður Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 10:02 Kóralrifið mikla er eitt líffræðilega fjölbreyttasta svæði á jörðinni. Það er svo stórt að það sést frá geimnum. Vísir/EPA Ástralskir vísindamenn telja að samsetning Kóralrifsins mikla undan ströndum Ástralíu muni breytast ef hnattrænni hlýnun verður haldið innan við 1,5°C en að það gæti lifað af. Verði hlýnunin meiri séu dagar þess og annarra kóralrifja á jörðinni taldir. Kóralrifið mikla er samsett úr fleiri en þrjú þúsund rifjum sem ná yfir 2.300 kílómetra svæði í Kóralhafi undan norðausturströnd Ástralíu. Það er stærsta kóralrif í heimi og er á heimsminjaskrá UNESCO. Kóralar eru afar viðkvæmir fyrir hitabreytingum í hafinu. Álagið af viðvarandi hita í hafinu veldur því að kóralarnir losa sig við þörung sem lifir í sambýli við þá. Við það fölna kóralarnir og drepast á endanum. Kóralrifið er líffræðilega fjölbreyttasta svæði jarðar og hafa þúsundir dýrategunda þróast til að lifa í því. Nær enginn hluti kóralrifsins hefur verið ósnortinn af fölnun af þessu tagi frá árinu 1998 sem var á sínum tíma hlýjasta ár frá upphafi mælinga samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í dag. Áttatíu prósent rifsins hefur fölnað verulega að minnsta kosti einu sinni frá 2016. „Jafnvel afskekktustu og ósnortnustu hlutar Kóralrifsins mikla hafa nú fölnað verulega að minnsta kosti einu sinni,“ segir Terry Hughes, prófessor við Kóralrifjarannsóknastofnun ástralska rannsóknaráðsins, við Reuters-fréttastofuna. Kóralar hafa meira þol fyrir hita ef þeir hafa lifað af fölnun. Fölnunaratburðir eru nú tíðari en áður og því fá kóralarnir minni tíma til að jafna sig á milli þeirra. Áfram líflegt við 1,5 gráður Metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um loftslagsbreytingar er að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C á þessari öld. Niðurstaða rannsóknarinnar er að við slíka hlýnun muni samsetning kórala í rifinu breytast en að það geti samt þrifist áfram. „Ef við getum haldið hnattrænni hlýnun við 1,5 gráður held ég að við höfum áfram líflegt Kóralrif,“ segir Hughes. Miðað við núverandi losun mannkynsins stefnir hins vegar í að hlýnunin verði nær 2,7°C. Hughes gagnrýnir í því ljósi að áströlsk stjórnvöld veiti enn leyfi fyrir nýjum kolanámum og sölu á metangasi. „Ef við náum þremur eða fjórum gráðum meðalhlýnunar, sem er sorglega þangað sem við stefnum verð, verður ekki mikið eftir að Kóralrifinu mikla eða nokkru öðru kóralrifi í hitabeltinu,“ segir Hughes. Ástralía Loftslagsmál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Kóralrifið mikla er samsett úr fleiri en þrjú þúsund rifjum sem ná yfir 2.300 kílómetra svæði í Kóralhafi undan norðausturströnd Ástralíu. Það er stærsta kóralrif í heimi og er á heimsminjaskrá UNESCO. Kóralar eru afar viðkvæmir fyrir hitabreytingum í hafinu. Álagið af viðvarandi hita í hafinu veldur því að kóralarnir losa sig við þörung sem lifir í sambýli við þá. Við það fölna kóralarnir og drepast á endanum. Kóralrifið er líffræðilega fjölbreyttasta svæði jarðar og hafa þúsundir dýrategunda þróast til að lifa í því. Nær enginn hluti kóralrifsins hefur verið ósnortinn af fölnun af þessu tagi frá árinu 1998 sem var á sínum tíma hlýjasta ár frá upphafi mælinga samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í dag. Áttatíu prósent rifsins hefur fölnað verulega að minnsta kosti einu sinni frá 2016. „Jafnvel afskekktustu og ósnortnustu hlutar Kóralrifsins mikla hafa nú fölnað verulega að minnsta kosti einu sinni,“ segir Terry Hughes, prófessor við Kóralrifjarannsóknastofnun ástralska rannsóknaráðsins, við Reuters-fréttastofuna. Kóralar hafa meira þol fyrir hita ef þeir hafa lifað af fölnun. Fölnunaratburðir eru nú tíðari en áður og því fá kóralarnir minni tíma til að jafna sig á milli þeirra. Áfram líflegt við 1,5 gráður Metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um loftslagsbreytingar er að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C á þessari öld. Niðurstaða rannsóknarinnar er að við slíka hlýnun muni samsetning kórala í rifinu breytast en að það geti samt þrifist áfram. „Ef við getum haldið hnattrænni hlýnun við 1,5 gráður held ég að við höfum áfram líflegt Kóralrif,“ segir Hughes. Miðað við núverandi losun mannkynsins stefnir hins vegar í að hlýnunin verði nær 2,7°C. Hughes gagnrýnir í því ljósi að áströlsk stjórnvöld veiti enn leyfi fyrir nýjum kolanámum og sölu á metangasi. „Ef við náum þremur eða fjórum gráðum meðalhlýnunar, sem er sorglega þangað sem við stefnum verð, verður ekki mikið eftir að Kóralrifinu mikla eða nokkru öðru kóralrifi í hitabeltinu,“ segir Hughes.
Ástralía Loftslagsmál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira