Ræningi fjögurra ára stúlku færður í hámarksöryggisfangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 11:02 Lögreglumenn að störfum við húsið þar sem Cleo Smith fannst heil á húfi á miðvikudag. AP/Richard Wainwright/AAP Karlmaður sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku, úr tjaldi foreldra hennar fyrir tæpum þremur vikum var færður í hámarksöryggisfangelsi í Perth í Ástralíu í dag. Hann hefur reynt að valda sér skaða í fangelsi. Lögregluþjónar fundu Cleo Smith á heimili 36 ára gamals manns í bænum Carnarvon í Vestur-Ástralíu á miðvikudag. Þá voru átján daga liðnir frá því að hún hvarf af tjaldsvæði í Macleod um hundrað kílómetra norðan við Carnarvon. Dómsmálaráðuneyti Ástralíu greindi frá því í dag að maðurinn hefði verið fluttur í hámarksöryggisfangelsi. Sjónvarpsmyndir sýndu lögreglumenn flytja manninn hlekkjaðan og berfættan úr lögreglubíl í flugvél eftir að hann var handtekinn í Carnarvon á miðvikudag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Maðurinn heitir Terry Kelly og var ákærður fyrir ránið á Cleo í gær. Hann kom stuttlega fyrir dómara í Carnarvon í gær en dómari neitaði honum um lausn gegn tryggingu. Grunsemdir eru sagðar hafa vaknað á meðal nágranna Kelly þegar þeir sáu hann kaupa bleyjur en þeir vissu ekki til þess að hann ætti barn. Kelly er sagður hafa valdið sjálfum sér skaða í fangelsi en að hann sé ekki alvarlega sár. Foreldrar Cleo þökkuðu lögreglu og þeim sem komu að umfangsmikilli leit að dóttur þeirra í dag. Óskuðu þeir eftir því að friðhelgi einkalífs þeirra yrði virt í framhaldinu. Hvarf Cleo vakti gríðarleg athygli í Ástralíu og víða um heim. „Við erum svo þakklát að litla stúlkan okkar sé komin aftur í fangið á okkur og að fjölskyldan sé heil aftur,“ sagði fjölskyldan í yfirlýsingu. AP-fréttastofan hefur eftir Cameron Blaine, einum rannsóknarlögreglumannanna sem fundu Cleo, að hún virðist í ótrúlega góðu jafnvægi eftir ránið. „Ég er viss um að þetta hefur haft áhrif en að sjá hana hegða sér svo eðlilega fyrir fjögurra ára gamla telpu og að njóta samvista litlu systur sinnar og fjölskyldu var gott að sjá,“ segir Blaine sem heimsótti Cleo og fjölskyldu í Carnarvon. Um fimm þúsund manns búa í Carnarvon. Húsið sem Cleo fannst í er í innan við tíu mínútna akstursfjarlægð frá heimili hennar. Kelly er þó ekki sagður hafa þekkt til fjölskyldu Cleo. Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Lögregla segir ákæru væntanlega í máli stúlkunnar sem var numin á brott Lögregluyfivöld í Vestur-Ástralíu gera ráð fyrir að maður sem er grunaður um að hafa numið hina fjögurra ára Cleo Smith á brott frá fjölskyldu sinni og haldið fanginni á heimili sínu í tvær vikur verði ákærður innan tíðar. 4. nóvember 2021 08:14 Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. 2. nóvember 2021 22:03 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Lögregluþjónar fundu Cleo Smith á heimili 36 ára gamals manns í bænum Carnarvon í Vestur-Ástralíu á miðvikudag. Þá voru átján daga liðnir frá því að hún hvarf af tjaldsvæði í Macleod um hundrað kílómetra norðan við Carnarvon. Dómsmálaráðuneyti Ástralíu greindi frá því í dag að maðurinn hefði verið fluttur í hámarksöryggisfangelsi. Sjónvarpsmyndir sýndu lögreglumenn flytja manninn hlekkjaðan og berfættan úr lögreglubíl í flugvél eftir að hann var handtekinn í Carnarvon á miðvikudag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Maðurinn heitir Terry Kelly og var ákærður fyrir ránið á Cleo í gær. Hann kom stuttlega fyrir dómara í Carnarvon í gær en dómari neitaði honum um lausn gegn tryggingu. Grunsemdir eru sagðar hafa vaknað á meðal nágranna Kelly þegar þeir sáu hann kaupa bleyjur en þeir vissu ekki til þess að hann ætti barn. Kelly er sagður hafa valdið sjálfum sér skaða í fangelsi en að hann sé ekki alvarlega sár. Foreldrar Cleo þökkuðu lögreglu og þeim sem komu að umfangsmikilli leit að dóttur þeirra í dag. Óskuðu þeir eftir því að friðhelgi einkalífs þeirra yrði virt í framhaldinu. Hvarf Cleo vakti gríðarleg athygli í Ástralíu og víða um heim. „Við erum svo þakklát að litla stúlkan okkar sé komin aftur í fangið á okkur og að fjölskyldan sé heil aftur,“ sagði fjölskyldan í yfirlýsingu. AP-fréttastofan hefur eftir Cameron Blaine, einum rannsóknarlögreglumannanna sem fundu Cleo, að hún virðist í ótrúlega góðu jafnvægi eftir ránið. „Ég er viss um að þetta hefur haft áhrif en að sjá hana hegða sér svo eðlilega fyrir fjögurra ára gamla telpu og að njóta samvista litlu systur sinnar og fjölskyldu var gott að sjá,“ segir Blaine sem heimsótti Cleo og fjölskyldu í Carnarvon. Um fimm þúsund manns búa í Carnarvon. Húsið sem Cleo fannst í er í innan við tíu mínútna akstursfjarlægð frá heimili hennar. Kelly er þó ekki sagður hafa þekkt til fjölskyldu Cleo.
Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Lögregla segir ákæru væntanlega í máli stúlkunnar sem var numin á brott Lögregluyfivöld í Vestur-Ástralíu gera ráð fyrir að maður sem er grunaður um að hafa numið hina fjögurra ára Cleo Smith á brott frá fjölskyldu sinni og haldið fanginni á heimili sínu í tvær vikur verði ákærður innan tíðar. 4. nóvember 2021 08:14 Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. 2. nóvember 2021 22:03 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Lögregla segir ákæru væntanlega í máli stúlkunnar sem var numin á brott Lögregluyfivöld í Vestur-Ástralíu gera ráð fyrir að maður sem er grunaður um að hafa numið hina fjögurra ára Cleo Smith á brott frá fjölskyldu sinni og haldið fanginni á heimili sínu í tvær vikur verði ákærður innan tíðar. 4. nóvember 2021 08:14
Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. 2. nóvember 2021 22:03
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent