Dómur þyngdur í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tveggja hrottafenginna árása Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2021 14:40 Þorlákur Fannar leigði kjallaraíbúð af konu og hafði búið þar í tvær vikur þegar hann réðst á hana vopnaður hnífi. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Þorláki Fannari Albertssyni í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tilraunar til manndráps, alvarlegrar líkamsárásar og frelsissviptingar á síðasta ári. Hann hafði í byrjun árs verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómur Landsréttar var kveðinn upp klukkan 14 í dag. Önnur árásin var á leigusala hans í júní 2020, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl sama ár. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Auk sjö og hálfs árs fangelsisvistar var Þorlákur Fannar í Landsrétti dæmdur til að greiða konunni 4,8 milljónir króna í skaða- og miskabætur og eina og hálfa milljón króna í bætur til hins brotaþolans. Fórnarlömbin í málunum tengdust ekki en málin voru flutt í framhaldi hvort af öðru í héraðsdómi. Þorlákur Fannar, sem er á 34 ára , á að baki þónokkurn brotaferil og meðal annars fengið átta og sex mánaða fangelsisdóma. Flestir hafa tengst fíkniefnamálum auk þess sem hann hefur verið dæmdur fyrir líkamsárásir. Árás á leigusala á Langholtsvegi Árásin á leigusala hans var gerð á Langholtsvegi í Reykjavík. Þorlákur Fannar leigði íbúð af konunni í kjallara hússins og hafði aðeins verið þar í um tvær vikur áður en árásin var gerð. Hin árásin og frelsissvipting sem Þorlákur var dæmdur fyrir var gegn félaga hans í íbúð í Bríetartúni í Reykjavík í apríl 2019. Þeir félagarnir höfðu verið úti að borða og lýsti brotaþoli því svo að Þorlákur hefði svo bundið sig, lamið með kúbeini og haldið honum föngnum í íbúðinni í rúman hálfan sólarhring. Dómsmál Reykjavík Ráðist á leigusala á Langholtsvegi Tengdar fréttir Sex og hálfs árs fangelsi fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir Þorlákur Fannar Albertsson hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Önnur árásin var á leigusala hans í júní, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. janúar 2021 09:26 Maðurinn var stórhættulegur og kerfið brást Kona sem varð fyrir stórhættulegri hnífstunguárás að tilefnislausu á heimili sínu síðasta sumar af hálfu síbrotamanns telur kerfið hafa brugðist. Maðurinn hafi fengið að ganga laus þrátt fyrir að hafa stuttu áður framið alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu og fjölda annarra brota. Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotin í Héraðsdómi í dag. 8. janúar 2021 19:01 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Dómur Landsréttar var kveðinn upp klukkan 14 í dag. Önnur árásin var á leigusala hans í júní 2020, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl sama ár. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Auk sjö og hálfs árs fangelsisvistar var Þorlákur Fannar í Landsrétti dæmdur til að greiða konunni 4,8 milljónir króna í skaða- og miskabætur og eina og hálfa milljón króna í bætur til hins brotaþolans. Fórnarlömbin í málunum tengdust ekki en málin voru flutt í framhaldi hvort af öðru í héraðsdómi. Þorlákur Fannar, sem er á 34 ára , á að baki þónokkurn brotaferil og meðal annars fengið átta og sex mánaða fangelsisdóma. Flestir hafa tengst fíkniefnamálum auk þess sem hann hefur verið dæmdur fyrir líkamsárásir. Árás á leigusala á Langholtsvegi Árásin á leigusala hans var gerð á Langholtsvegi í Reykjavík. Þorlákur Fannar leigði íbúð af konunni í kjallara hússins og hafði aðeins verið þar í um tvær vikur áður en árásin var gerð. Hin árásin og frelsissvipting sem Þorlákur var dæmdur fyrir var gegn félaga hans í íbúð í Bríetartúni í Reykjavík í apríl 2019. Þeir félagarnir höfðu verið úti að borða og lýsti brotaþoli því svo að Þorlákur hefði svo bundið sig, lamið með kúbeini og haldið honum föngnum í íbúðinni í rúman hálfan sólarhring.
Dómsmál Reykjavík Ráðist á leigusala á Langholtsvegi Tengdar fréttir Sex og hálfs árs fangelsi fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir Þorlákur Fannar Albertsson hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Önnur árásin var á leigusala hans í júní, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. janúar 2021 09:26 Maðurinn var stórhættulegur og kerfið brást Kona sem varð fyrir stórhættulegri hnífstunguárás að tilefnislausu á heimili sínu síðasta sumar af hálfu síbrotamanns telur kerfið hafa brugðist. Maðurinn hafi fengið að ganga laus þrátt fyrir að hafa stuttu áður framið alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu og fjölda annarra brota. Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotin í Héraðsdómi í dag. 8. janúar 2021 19:01 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Sex og hálfs árs fangelsi fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir Þorlákur Fannar Albertsson hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Önnur árásin var á leigusala hans í júní, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. janúar 2021 09:26
Maðurinn var stórhættulegur og kerfið brást Kona sem varð fyrir stórhættulegri hnífstunguárás að tilefnislausu á heimili sínu síðasta sumar af hálfu síbrotamanns telur kerfið hafa brugðist. Maðurinn hafi fengið að ganga laus þrátt fyrir að hafa stuttu áður framið alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu og fjölda annarra brota. Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotin í Héraðsdómi í dag. 8. janúar 2021 19:01