Veltir fyrir sér hvort Sancho og Grealish væru betur settir hjá hinu Manchester-liðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2021 08:00 Jadon Sancho og Jack Grealish í leik með enska landsliðinu. Mike Egertonl/Getty Images Manchester City og Manchester United festu bæði kaup á enskum landsliðsmönnum í sumar. Jack Grealish kom til Man City frá Aston Villa og Jadon Sancho kom til Man Utd frá Borussia Dortmund. Hvorugur hefur þó náð að sýna sitt rétta andlit það sem af er tímabili. Hvorugur hefur þó náð að sýna sitt rétta andlit það sem af er tímabili. Ef til vill er ósanngjarnt að setja Grealish og Sancho í sama flokk þessa stundina þar sem annar fær þó allavega að spila hjá sínu liði. Jonathan Wilson, penni hjá The Guardian, veltir fyrir sér hvort leikmennirnir væru betur settir ef þeir væru í hinu Manchester-liðinu. With Sancho struggling at United and Grealish yet really to excel at City, could it be they joined the wrong clubs?https://t.co/WUzP472Ybr— Jonathan Wilson (@jonawils) November 5, 2021 Grealish hefur spilað töluvert með Man City á leiktíðinni en ekki alveg fundið taktinn, í níu leikjum í ensku úrvalsdeildinni hefur hann skorað eitt mark og lagt upp tvö til viðbótar. Þá hefur hann spilað fjóra leiki í Meistaradeild Evrópu, þar hefur hann skorað eitt og lagt upp annað. Wilson bendir á að þegar lið Pep Guardiola þurfti mark gegn Crystal Palace, París Saint-Germain og Liverpool var Grealish tekinn af velli. Markið hans í deildinni kom í 5-0 sigri á Norwich á meðan stoðsendingarnar komu í 5-0 sigri á Arsenal og 4-1 sigri á Brighton & Hove Albion. Sancho fær ekki nema nokkrar mínútur hér og þar í liði Ole Gunnar Solskjær og hefur ekki enn komið að marki í rauðri treyju Manchester United. Baráttan um Manchester verður háð í hádeginu óvíst er hvort þessir tveir rándýru leikmenn muni geta sett mark sitt á leikinn, í bókstaflegri merkingu. Wilson bendir á að það sé þó óþarfi að hafa áhyggjur af Grealish þar sem það tekur nýja vængmenn í liðum Pep Guardiola oftar en ekki dágóðan tíma að finna taktinn. Það er hins vegar áhyggjuefni að João Cancelo – sem hefur aðeins spilað 149 mínútur í deildinni til þessa – hefur átt fleiri snertingar á sóknarþriðjungi heldur en Grealish. Pep Guardiola hefur engar áhyggjur og mögulega er Grealish að gera nákvæmlega það sem hann á að gera. Það sem gerði hann hins vegar að svona mögnuðum leikmanni hjá Aston Villa, þessi ótrúlegu hlaup með boltann og snilldar augnablik virðast mögulega horfin. "I think that they've joined the wrong clubs" @jonawils has an interesting take on Grealish and Sancho's underwhelming starts to the season Do you agree? pic.twitter.com/9brdTQ8HTk— WhoScored.com (@WhoScored) November 5, 2021 Hinum megin í borginni fá sóknarþenkjandi leikmenn hins vegar leyfi til að gera nær hvað sem þeim dettur í hug. Það er eitthvað sem Sancho hefur átt erfitt með að aðlagast. Hjá Dortmund var hann hluti af liði sem spilaði mjög skipulagðan sóknarleik. Nú er hann í liði þar sem allt byggist á einstaklingsgæðum og leikmenn fá frjálsræði til að gera það sem þeir vilja sóknarlega. Það má vel vera að báðir leikmenn aðlagist á endanum en sem stendur virðist mögulega sem að Manchester-liðin séu með rangan enskan landsliðsmann í sínum röðum Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira
Hvorugur hefur þó náð að sýna sitt rétta andlit það sem af er tímabili. Ef til vill er ósanngjarnt að setja Grealish og Sancho í sama flokk þessa stundina þar sem annar fær þó allavega að spila hjá sínu liði. Jonathan Wilson, penni hjá The Guardian, veltir fyrir sér hvort leikmennirnir væru betur settir ef þeir væru í hinu Manchester-liðinu. With Sancho struggling at United and Grealish yet really to excel at City, could it be they joined the wrong clubs?https://t.co/WUzP472Ybr— Jonathan Wilson (@jonawils) November 5, 2021 Grealish hefur spilað töluvert með Man City á leiktíðinni en ekki alveg fundið taktinn, í níu leikjum í ensku úrvalsdeildinni hefur hann skorað eitt mark og lagt upp tvö til viðbótar. Þá hefur hann spilað fjóra leiki í Meistaradeild Evrópu, þar hefur hann skorað eitt og lagt upp annað. Wilson bendir á að þegar lið Pep Guardiola þurfti mark gegn Crystal Palace, París Saint-Germain og Liverpool var Grealish tekinn af velli. Markið hans í deildinni kom í 5-0 sigri á Norwich á meðan stoðsendingarnar komu í 5-0 sigri á Arsenal og 4-1 sigri á Brighton & Hove Albion. Sancho fær ekki nema nokkrar mínútur hér og þar í liði Ole Gunnar Solskjær og hefur ekki enn komið að marki í rauðri treyju Manchester United. Baráttan um Manchester verður háð í hádeginu óvíst er hvort þessir tveir rándýru leikmenn muni geta sett mark sitt á leikinn, í bókstaflegri merkingu. Wilson bendir á að það sé þó óþarfi að hafa áhyggjur af Grealish þar sem það tekur nýja vængmenn í liðum Pep Guardiola oftar en ekki dágóðan tíma að finna taktinn. Það er hins vegar áhyggjuefni að João Cancelo – sem hefur aðeins spilað 149 mínútur í deildinni til þessa – hefur átt fleiri snertingar á sóknarþriðjungi heldur en Grealish. Pep Guardiola hefur engar áhyggjur og mögulega er Grealish að gera nákvæmlega það sem hann á að gera. Það sem gerði hann hins vegar að svona mögnuðum leikmanni hjá Aston Villa, þessi ótrúlegu hlaup með boltann og snilldar augnablik virðast mögulega horfin. "I think that they've joined the wrong clubs" @jonawils has an interesting take on Grealish and Sancho's underwhelming starts to the season Do you agree? pic.twitter.com/9brdTQ8HTk— WhoScored.com (@WhoScored) November 5, 2021 Hinum megin í borginni fá sóknarþenkjandi leikmenn hins vegar leyfi til að gera nær hvað sem þeim dettur í hug. Það er eitthvað sem Sancho hefur átt erfitt með að aðlagast. Hjá Dortmund var hann hluti af liði sem spilaði mjög skipulagðan sóknarleik. Nú er hann í liði þar sem allt byggist á einstaklingsgæðum og leikmenn fá frjálsræði til að gera það sem þeir vilja sóknarlega. Það má vel vera að báðir leikmenn aðlagist á endanum en sem stendur virðist mögulega sem að Manchester-liðin séu með rangan enskan landsliðsmann í sínum röðum
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira