Adam Armstrong skoraði eina mark leiksins strax á þriðju mínútu. Var þetta fyrsti leikur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili þar sem hinn frægi vetrarbolti var notaður.
First looks at the new Premier League ball pic.twitter.com/uf16KGmk0w
— B/R Football (@brfootball) November 5, 2021
Þó Southampton hafi verið mikið mun betri aðilinn frá upphafi til enda þá tókst liðinu ekki að bæta við fleiri mörkum en það kom ekki að sök þar sem Villa gat ekki komið boltanum í netið og lokatölur því 1-0 heimamönnum í vil.
Aston Villa er án fjölda lykilmanna þessa dagana. Danny Ings, Ezri Konsa, Douglas Luis og Bertrand Traore eru allir að glíma við meiðsli að ógleymdum Trezeguet á kantinum.
Southampton fer með sigrinum upp í 12. sæti deildarinnar með 14 stig að loknum 11 umferðum. Villa er í 15. sæti með 10 stig á sama tíma.