Brighton og Newcastle skildu jöfn eftir hundrað mínútna leik Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. nóvember 2021 19:30 Robert Sanchez, markvörður Brighton, fékk að líta rauða spjaldið. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Brighton og Newcastle gerðu jafntefli, 1-1, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld í fjörugum leik þar sem VAR lék stórt hlutverk. Fyrir leikinn var ljóst að bæði liðin vildi stigin þrjú. Newcastle sat á botninum eftir sigur Norwich fyrr í dag en Brighton gat með sigri lyft sér upp fyrir Manchester United og komist upp í fimmta sætið. Það voru leikmenn Brighton sem byrjuðu leikinn betur og áttu mun hættulegri sóknir. Karl Darlow, markvörður Newcastle, þurfti margoft að taka á honum stóra sínum en það var svo á 24. mínútu að Leandro Trossard var felldur í teignum. VAR tók sér langann tíma að taka ákvörðun en á endanum var það dómari leiksins, David Coote, sem tók ákvörðun. Vítaspyrna dæmd og Trossard skoraði sjálfur úr henni. Í kjölfarið þyngdist róðurinn fyrir Newcastle en liðinu tókst að halda út fram að hálfleik án þess að fá á sig annað mark. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Brighton. Brighton var svo sterkari aðilinn í síðari hálfleik og því kom það nokkuð á óvart þegar Newcastle jafnaði. Eftir darraðadans barst boltinn á Isaac Hayden sem kom boltanum í netið, 1-1. 92 mins: Robert Sanchez sent offLewis Dunk has gone in goal for Brighton for the final few minutes!Join us live now on BT Sport 1 HD | Ultimate pic.twitter.com/goSJxvRGwO— Football on BT Sport (@btsportfootball) November 6, 2021 Það sauð svo allt upp úr í uppbótartíma. Callum Wilson, framherji Newcastle, slapp í gegn en féll til jarðar eftir viðskipti við Robert Sanchez, markvörð Brighton. Eftir langa VAR pásu þá rak David Coote Sanchez af velli og Lewis Dunk fór út vörninni og í markið. Dunk fékk þó ekki á sig mark og þar við sat. Newcastle er eftir leikinn í 19. sæti með einungis fimm stig. Brighton er á fínum stað í töflunni með 17 stig í sjötta sætinu. Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Fyrir leikinn var ljóst að bæði liðin vildi stigin þrjú. Newcastle sat á botninum eftir sigur Norwich fyrr í dag en Brighton gat með sigri lyft sér upp fyrir Manchester United og komist upp í fimmta sætið. Það voru leikmenn Brighton sem byrjuðu leikinn betur og áttu mun hættulegri sóknir. Karl Darlow, markvörður Newcastle, þurfti margoft að taka á honum stóra sínum en það var svo á 24. mínútu að Leandro Trossard var felldur í teignum. VAR tók sér langann tíma að taka ákvörðun en á endanum var það dómari leiksins, David Coote, sem tók ákvörðun. Vítaspyrna dæmd og Trossard skoraði sjálfur úr henni. Í kjölfarið þyngdist róðurinn fyrir Newcastle en liðinu tókst að halda út fram að hálfleik án þess að fá á sig annað mark. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Brighton. Brighton var svo sterkari aðilinn í síðari hálfleik og því kom það nokkuð á óvart þegar Newcastle jafnaði. Eftir darraðadans barst boltinn á Isaac Hayden sem kom boltanum í netið, 1-1. 92 mins: Robert Sanchez sent offLewis Dunk has gone in goal for Brighton for the final few minutes!Join us live now on BT Sport 1 HD | Ultimate pic.twitter.com/goSJxvRGwO— Football on BT Sport (@btsportfootball) November 6, 2021 Það sauð svo allt upp úr í uppbótartíma. Callum Wilson, framherji Newcastle, slapp í gegn en féll til jarðar eftir viðskipti við Robert Sanchez, markvörð Brighton. Eftir langa VAR pásu þá rak David Coote Sanchez af velli og Lewis Dunk fór út vörninni og í markið. Dunk fékk þó ekki á sig mark og þar við sat. Newcastle er eftir leikinn í 19. sæti með einungis fimm stig. Brighton er á fínum stað í töflunni með 17 stig í sjötta sætinu.
Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira