Fótbolti

Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dani Carvajal gefur Lamine Yamal merki um að hann ætti að tala minna.
Dani Carvajal gefur Lamine Yamal merki um að hann ætti að tala minna. Getty/David Ramos/

Real Madrid vann 2-1 sigur á Barcelona í El Clasico í spænsku deildinni í gær en það urðu mikil læti í leikslok.

Ungstirnið Lamine Yamal hafði látið orð falla fyrir leikinn um að Real Madrid hagnaðist á ákvörðunum dómara en væri samt að væla.

Það var baulað á strákinn allan leikinn og allt varð síðan vitlaust í leikslok þegar Dani Carvajal henti olíu á eldinn.

Carvajal sýndi merki um að Yamal ætti að hætta að tala og strákurinn ætlaði í framhaldinu í hann. Það endaði með að allir leikmenn liðanna voru komnir í mikinn hamagang.

Eru liðsfélagar í landsliðinu

Hollendingurinn Frenkie de Jong var einn af þeim sem reyndu að stilla til friðar og tjáði sig líka um atburðarásina í leikslok.

„Ef Carvajal vildi tala við Lamine þá átti hann að gera það í einrúmi. Ef hann telur að hann ætti ekki að láta þessi ummæli falla þá gæti hann bara hringt í hann. Þeir eru liðsfélagar [með Spáni] og þeir þekkjast. Af hverju þarftu að bjóða upp á þessi látalæti inni á vellinum?“ sagði Frenkie de Jong.

Yamal hafði kynt undir spennu fyrir leikinn þegar hann birtist á YouTube-rás fyrrverandi varnarmanns Barça, Gerard Piqué. De Jong sagði að ummælin hefðu verið tekin úr samhengi fyrir leikinn.

Viðbrögðin þeirra voru ýkt

„Lamine sagði ekki að þeir rændu, ekki beint,“ sagði De Jong. „Hann er þarna að gera hluti fyrir Kings League, fólk er að segja hluti, en ég hef ekki heyrt Lamine segja nákvæmlega það. Ég skil leikmenn Real Madrid, en viðbrögðin þeirra voru ýkt,“ sagði De Jong.

Allt þetta bjó til heldur betur fjandsamlegt andrúmsloft gagnvart Yamal á Santiago Bernabéu, þar sem stuðningsmenn hæddu nafn hans þegar hann var kynntur fyrir leikinn og flautuðu síðan í hvert skipti sem hann snerti boltann.

Hér fyrir neðan má sjá lætin í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×