Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2021 14:08 Þórólfur Guðnason Sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. Af þeim 117 sem greindust með kórónuveiruna í gær var tæpur helmingur utan sóttkvíar við greiningu eða 51. Sautján sjúklingar liggja á Landspítala með sjúkdóminn. Af þeim eru sex óbólusettir. Fjórir eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél. Einn er á gjörgæslu með sjúkdóminn á sjúkrahúsinu á Akureyri. Einföld mótefnamæling segi ekki alla söguna Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis hjálpi til við að auka ónæmi gegn veirunni í samfélaginu. Hann ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. „Það er ekki hægt að segja að eitt gildi í mótefnunum sé verndandi og annað ekki. En það er ákveðin samsvörun á milli þess að hærri mótefni benda til verndar en það þurfa sérfræðingar að taka ákvörðun um það og meta gildin á mótefnunum og hvort mótefnamagnið sem fólkið er með sé verndandi eða ekki. Þannig að það er ekki ráðlagt að fólk fari í mótefnamælingu og þannig ákveði hvort það fari í þriðja skammtinn eða ekki.“ Ekki hefur verið ákveðið hvort þeir sem greindust með veiruna eftir bólusetningu fái örvunarskammt. „Það er ekki komin endanleg niðurstaða í það. Við erum ekki endilega að mælast með því að þeir fari í sprautu eins og staðan er núna en fólk mun fá boð í bólusetninguna. Og svo er það frábending ef fólk hefur fengið einhverjar mjög alvarlegar aukaverkanir eftir skammt tvö, að það mæti ekki nema í samráði við sinn lækni. Og eins þeir sem eru með sjálfsofnæmissjúkdóm, það er rétt að þeirra læknir meti hvort fólk eigi að fara í sprautu eða ekki,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hágæslurými létti á en þó ekki verulega Mbl.is greindi frá því í morgun að sex hágæslurýumi verði tekin í notkun á Landspítala á næstunni, Hágæslurými er rými fyrir þá sjúklinga sem eru of veikir til að dveljast á almennri legudeild en þurfa ekki á gjörgæsluaðstoð að halda. Sigurbergur Kárason er settur forstöðumaður svæfinga og skurðkjarna Landspítala. „Við stefnum að því að opna tvö hágæslurými á Hringbraut í desember, svo tvö í Fossvogi í janúar og tvö seinna á árinu í Fossvogi.“ Hann segir að rýmin tvö sem tekin verða í notkun í desember muni létta á heilbrigðiskerfinu en þó ekki verulega. „Það léttir eitthvað á þessum sjúklingum sem eru hjá okkur og gerir okkur mögulegt að taka fleiri inn til þess að fylgjast með en enn sem komið er mun þetta ekki breyta einhverju mjög miklu en allt hjálpar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Sjúkrahúsið á Akureyri Bólusetningar Tengdar fréttir Bindur vonir við að örvunarskammtur auki ónæmi í samfélaginu Sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis gegn kórónuveirunni hjálpi mikið til við að auka ónæmi í samfélaginu gegn veirunni. Til stendur að hefja fjöldabólusetningu með örvunarskammti í næstu viku. 8. nóvember 2021 09:06 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Af þeim 117 sem greindust með kórónuveiruna í gær var tæpur helmingur utan sóttkvíar við greiningu eða 51. Sautján sjúklingar liggja á Landspítala með sjúkdóminn. Af þeim eru sex óbólusettir. Fjórir eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél. Einn er á gjörgæslu með sjúkdóminn á sjúkrahúsinu á Akureyri. Einföld mótefnamæling segi ekki alla söguna Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis hjálpi til við að auka ónæmi gegn veirunni í samfélaginu. Hann ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. „Það er ekki hægt að segja að eitt gildi í mótefnunum sé verndandi og annað ekki. En það er ákveðin samsvörun á milli þess að hærri mótefni benda til verndar en það þurfa sérfræðingar að taka ákvörðun um það og meta gildin á mótefnunum og hvort mótefnamagnið sem fólkið er með sé verndandi eða ekki. Þannig að það er ekki ráðlagt að fólk fari í mótefnamælingu og þannig ákveði hvort það fari í þriðja skammtinn eða ekki.“ Ekki hefur verið ákveðið hvort þeir sem greindust með veiruna eftir bólusetningu fái örvunarskammt. „Það er ekki komin endanleg niðurstaða í það. Við erum ekki endilega að mælast með því að þeir fari í sprautu eins og staðan er núna en fólk mun fá boð í bólusetninguna. Og svo er það frábending ef fólk hefur fengið einhverjar mjög alvarlegar aukaverkanir eftir skammt tvö, að það mæti ekki nema í samráði við sinn lækni. Og eins þeir sem eru með sjálfsofnæmissjúkdóm, það er rétt að þeirra læknir meti hvort fólk eigi að fara í sprautu eða ekki,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hágæslurými létti á en þó ekki verulega Mbl.is greindi frá því í morgun að sex hágæslurýumi verði tekin í notkun á Landspítala á næstunni, Hágæslurými er rými fyrir þá sjúklinga sem eru of veikir til að dveljast á almennri legudeild en þurfa ekki á gjörgæsluaðstoð að halda. Sigurbergur Kárason er settur forstöðumaður svæfinga og skurðkjarna Landspítala. „Við stefnum að því að opna tvö hágæslurými á Hringbraut í desember, svo tvö í Fossvogi í janúar og tvö seinna á árinu í Fossvogi.“ Hann segir að rýmin tvö sem tekin verða í notkun í desember muni létta á heilbrigðiskerfinu en þó ekki verulega. „Það léttir eitthvað á þessum sjúklingum sem eru hjá okkur og gerir okkur mögulegt að taka fleiri inn til þess að fylgjast með en enn sem komið er mun þetta ekki breyta einhverju mjög miklu en allt hjálpar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Sjúkrahúsið á Akureyri Bólusetningar Tengdar fréttir Bindur vonir við að örvunarskammtur auki ónæmi í samfélaginu Sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis gegn kórónuveirunni hjálpi mikið til við að auka ónæmi í samfélaginu gegn veirunni. Til stendur að hefja fjöldabólusetningu með örvunarskammti í næstu viku. 8. nóvember 2021 09:06 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Bindur vonir við að örvunarskammtur auki ónæmi í samfélaginu Sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis gegn kórónuveirunni hjálpi mikið til við að auka ónæmi í samfélaginu gegn veirunni. Til stendur að hefja fjöldabólusetningu með örvunarskammti í næstu viku. 8. nóvember 2021 09:06