Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem hefur verið keyrð vikulega frá því í mars á þessu ári. Samkvæmt henni verslar um helmingur Íslendinga frekar við erlenda vefverslun þegar varan fékkst einungis þar en ekki í íslenski netverslun. Dæmi um vörur sem Íslendingar versluðu erlendis voru til dæmis föt og skór, íþrótta- og stundavörur og snyrtivörur.
Versla að jafnaði 48 sinnum á netinu á ári
„Þetta eru ánægjulegar fréttir og sýnir að Íslendingar kunna að meta íslenskar vefverslanir,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, í tilkynningu.
Rannsóknarfyrirtækið Prósent sér um reglulegu mælingarnar þar sem 200 svörum einstaklinga á aldrinum 18 ára og eldri er safnað í hverjum mánuði.
Ef marka má niðurstöðurnar versla Íslendingar á aldrinum 25 til 34 ára oftast á netinu eða um 48 sinnum á ári. 61 prósent kaupenda segjast kynna sér vörurnar á einhvern hátt áður en þær eru keyptar, til að mynda með því að kynna sér vörueiginleika, bera saman verð og lesa umsagnir.