Sex vikur frá kosningum og til umræðu að fara í aðra vettvangsferð í Borgarnes Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. nóvember 2021 12:06 Undirbúningsnefnd hefur fundað rúmlega tuttugu sinnum vegna endurtalningarinnar í Norðvesturkjördæmi. vísir/vilhelm Möguleikinn á annarri vettvangsferð til Borgarness til að rannsaka flokkun kjörseðlanna enn betur er nú til umræðu á fundi undirbúningskjörbréfanefndar. Ákvörðunar um hana má vænta þegar fundinum lýkur seinni partinn í dag. Fundur nefndarinnar hófst klukkan tíu í morgun en hún hefur nú komið saman yfir tuttugu sinnum til að ræða endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Nefndin fór í vettvangsferð til Borgarness fyrir um þremur vikum síðan en í henni kom í ljós að kjörseðill sem talinn var gildur og tilheyrði Framsóknarflokknum hafði ranglega verið flokkaður í bunka með auðum atkvæðum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hefur það verið til umræðu innan nefndarinnar undanfarna daga að fara aðra ferð til Borgarness til að kanna kjörseðlana enn betur. Vildu kanna fleiri bunka Tilgangur ferðarinnar væri þá að skoða fleiri bunka en auða og ógilda og sjá hvort þar fyndust einnig ranglega flokkuð atkvæði. Samkvæmt einum nefndarmanni var nefndin orðin nokkuð viss um að hún þyrfti að fara í ferðina en hefur nýlega fengið upplýsingar í hendurnar sem hefur gefið henni tilefni til að endurskoða það. Búast má við að ákvörðun um ferðina verði tekin á fundinum í dag en honum ætti ekki að ljúka fyrr en seinni partinn. Óljóst er hvaða bunka nefndin myndi rannsaka aftur og þá hvort hún myndi aðeins skoða flokkun atkvæða í bunkunum eða hreinlega ráðast í að telja eitthvað af atkvæðunum aftur. Lagaleg heimild til slíkra aðgerða er þá óljós en umboðsmenn framboðslistanna þyrftu líklega að vera viðstaddir ef nefndin ákveður að ráðast í þær. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna undirbúningskjörbréfanefnd fyrir „ónauðsynlega leynd“ Fjórir einstaklingar sem hafa kært framkvæmd Alþingiskosninganna segja mikla og ónauðsynlega leynd hvíla yfir fundum undirbúningskjörbréfanefndar. Nefndin hafi haldið að minnsta kosti 22 fundi en aðeins tveir af þeim verið opnir. 6. nóvember 2021 19:47 Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Fundur nefndarinnar hófst klukkan tíu í morgun en hún hefur nú komið saman yfir tuttugu sinnum til að ræða endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Nefndin fór í vettvangsferð til Borgarness fyrir um þremur vikum síðan en í henni kom í ljós að kjörseðill sem talinn var gildur og tilheyrði Framsóknarflokknum hafði ranglega verið flokkaður í bunka með auðum atkvæðum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hefur það verið til umræðu innan nefndarinnar undanfarna daga að fara aðra ferð til Borgarness til að kanna kjörseðlana enn betur. Vildu kanna fleiri bunka Tilgangur ferðarinnar væri þá að skoða fleiri bunka en auða og ógilda og sjá hvort þar fyndust einnig ranglega flokkuð atkvæði. Samkvæmt einum nefndarmanni var nefndin orðin nokkuð viss um að hún þyrfti að fara í ferðina en hefur nýlega fengið upplýsingar í hendurnar sem hefur gefið henni tilefni til að endurskoða það. Búast má við að ákvörðun um ferðina verði tekin á fundinum í dag en honum ætti ekki að ljúka fyrr en seinni partinn. Óljóst er hvaða bunka nefndin myndi rannsaka aftur og þá hvort hún myndi aðeins skoða flokkun atkvæða í bunkunum eða hreinlega ráðast í að telja eitthvað af atkvæðunum aftur. Lagaleg heimild til slíkra aðgerða er þá óljós en umboðsmenn framboðslistanna þyrftu líklega að vera viðstaddir ef nefndin ákveður að ráðast í þær.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna undirbúningskjörbréfanefnd fyrir „ónauðsynlega leynd“ Fjórir einstaklingar sem hafa kært framkvæmd Alþingiskosninganna segja mikla og ónauðsynlega leynd hvíla yfir fundum undirbúningskjörbréfanefndar. Nefndin hafi haldið að minnsta kosti 22 fundi en aðeins tveir af þeim verið opnir. 6. nóvember 2021 19:47 Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Gagnrýna undirbúningskjörbréfanefnd fyrir „ónauðsynlega leynd“ Fjórir einstaklingar sem hafa kært framkvæmd Alþingiskosninganna segja mikla og ónauðsynlega leynd hvíla yfir fundum undirbúningskjörbréfanefndar. Nefndin hafi haldið að minnsta kosti 22 fundi en aðeins tveir af þeim verið opnir. 6. nóvember 2021 19:47
Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01