Gífurleg eftirspurn í kjölfar Covid-19 sé aðeins tímabundin Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. nóvember 2021 13:01 Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir líklegt að draga muni úr eftirspurn eftir vörum á næsta ári. Vísir/Vilhelm Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir að um mitt næsta ár muni draga úr þeirri gríðarlegu eftirspurn sem myndast hefur í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19 og leitt til vöruskorts víða um heim. Draga muni úr neyslu á vörum á endanum og neytendur í auknum mæli leita í þjónustu. Um leið og slakað var á sóttvarnarráðstöfunum víða um heim og aukinn kraftur var settur í bólusetningar gegn Covid-19 varð sprenging í eftirspurn eftir vörum. Framleiðendur gerðu ekki ráð fyrir að heimurinn tæki svona fljótt við sér og er nú skortur á ýmsum vörum þar sem eftirspurnin er töluvert meiri nú en í venjulegu árferði. Neyslan var einnig minni fyrstu mánuði faraldursins, bæði eftir vörum og þjónustu, vegna sóttvarnaraðgerða og var efnahagsaðgerðum beitt til að styja við íbúa. Flestir enduðu þá með óvæntan sparnað þar sem tekjur héldust að mestu óbreyttar. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, fór yfir stöðuna á morgunfundi Félags atvinnurekenda í morgun en hann sagði að um óvanalega stöðu væri að ræða. Líklega muni þó draga úr þeirri eftirspurn sem nú hefur myndast og nefndi Daníel þrjár ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi muni eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum, eins og stórum raftækjum og húsgögnum, mettast, í öðru lagi muni sparnaður sem fólk safnaði upp í gegnum faraldurinn á endanum klárast, og í þriðja lagi muni eftirspurn hliðrast frá vörum yfir í þjónustu. „Þetta eldsneyti í aukna einkaneyslu á vörum er svolítið að klárast þannig að mér finnst flest benda til þess að þegar við komum inn á mitt næsta ár, seinni hluta næsta árs, þá munum við sjá að það dragi úr eftirspurn eftir vörum en hún muni aukast meira eftir þjónustu,“ segir Daníel. Þannig er áætlað að sú staða sem nú er uppi víða um heim sé aðeins tímabundin og að öllum líkindum muni hægja verulega á eftirspurn á næsta ári. Aðspurður um hvort að hertar sóttvarnaraðgerðir, nú þegar mörg ríki glíma við uppsveiflu faraldursins á ný, gætu breytt þeim áætlunum segir Davíð ólíklegt að það hafi mikil áhrif. „Svona heilt yfir þá sjáum við í gegnum þessar bylgjur að neytendur og fólk lærir að lifa með faraldrinum og það aðlagar neyslu sína mjög fljótlega að nýjum aðstæðum. Þannig við erum ekki að fara að sjá aftur sama samdrátt og síðan rosalega aukningu eins og við sáum um mitt síðasta ár,“ segir Daníel. Daníel fór nánar yfir eftirmála faraldursins í erindi sínu en auk hans voru Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri alþjóðlegu flutningsmiðlunarinnar DB Schenker á Íslandi, og Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, með erindi um stöðu flutningamála eftir faraldurinn. Hægt er að horfa á fund Félags atvinnurekenda í heild sinni hér fyrir neðan. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Um leið og slakað var á sóttvarnarráðstöfunum víða um heim og aukinn kraftur var settur í bólusetningar gegn Covid-19 varð sprenging í eftirspurn eftir vörum. Framleiðendur gerðu ekki ráð fyrir að heimurinn tæki svona fljótt við sér og er nú skortur á ýmsum vörum þar sem eftirspurnin er töluvert meiri nú en í venjulegu árferði. Neyslan var einnig minni fyrstu mánuði faraldursins, bæði eftir vörum og þjónustu, vegna sóttvarnaraðgerða og var efnahagsaðgerðum beitt til að styja við íbúa. Flestir enduðu þá með óvæntan sparnað þar sem tekjur héldust að mestu óbreyttar. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, fór yfir stöðuna á morgunfundi Félags atvinnurekenda í morgun en hann sagði að um óvanalega stöðu væri að ræða. Líklega muni þó draga úr þeirri eftirspurn sem nú hefur myndast og nefndi Daníel þrjár ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi muni eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum, eins og stórum raftækjum og húsgögnum, mettast, í öðru lagi muni sparnaður sem fólk safnaði upp í gegnum faraldurinn á endanum klárast, og í þriðja lagi muni eftirspurn hliðrast frá vörum yfir í þjónustu. „Þetta eldsneyti í aukna einkaneyslu á vörum er svolítið að klárast þannig að mér finnst flest benda til þess að þegar við komum inn á mitt næsta ár, seinni hluta næsta árs, þá munum við sjá að það dragi úr eftirspurn eftir vörum en hún muni aukast meira eftir þjónustu,“ segir Daníel. Þannig er áætlað að sú staða sem nú er uppi víða um heim sé aðeins tímabundin og að öllum líkindum muni hægja verulega á eftirspurn á næsta ári. Aðspurður um hvort að hertar sóttvarnaraðgerðir, nú þegar mörg ríki glíma við uppsveiflu faraldursins á ný, gætu breytt þeim áætlunum segir Davíð ólíklegt að það hafi mikil áhrif. „Svona heilt yfir þá sjáum við í gegnum þessar bylgjur að neytendur og fólk lærir að lifa með faraldrinum og það aðlagar neyslu sína mjög fljótlega að nýjum aðstæðum. Þannig við erum ekki að fara að sjá aftur sama samdrátt og síðan rosalega aukningu eins og við sáum um mitt síðasta ár,“ segir Daníel. Daníel fór nánar yfir eftirmála faraldursins í erindi sínu en auk hans voru Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri alþjóðlegu flutningsmiðlunarinnar DB Schenker á Íslandi, og Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, með erindi um stöðu flutningamála eftir faraldurinn. Hægt er að horfa á fund Félags atvinnurekenda í heild sinni hér fyrir neðan.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira