Átján mánaða fangelsi fyrir innbrot og nauðgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 23:01 Refsingin var átján mánuðir vegna tafa á dómsmálinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa brotist inn á heimili vinkonu sinnarog naágranna og nauðgað henni. Maðurinn var jafnframt dæmdur til greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Atvikið átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 20. apríl árið 2018 en málið var tilkynnt til lögreglu af vinkonu brotaþolans. Brotaþolinn hafi sagt lögreglu frá því að hún og maðurinn hafi átt í nokkrum samskiptum dagana fyrir brotið en hann verið mjög ölvaður dagana á undan. Hún hafi á fimmtudagskvöldinu farið að sofa stuttu fyrir miðnætti og tekið svefnlyf. Hafi hún svo vaknað við það að verið var að sleikja á henni kynfærin. Hún hafi ekki getað séð hver það væri vegna svefndrunga. Greinilegt hafi verið að einhver hafi viðbrögð hennar verið en maðurinn hafi hætt, farið fram í eldhús og svo inn á baðið í íbúðinni. Við það hafi hún þekkt manninn og spurt hann hvað hann væri að gera. Hafi hann þá sagt að hún hafi boðið honum inn, sem brotaþoli sagði ekki satt. Hún hafi svo boðist til að fylgja honum heim, en hann bjó í sama fjölbýlishúsi og hún, sem hann þáði. Áður verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps Fram kemur í dómnum að maðurinn neitaði sök. Hann kvaðst hafa kynnst brotaþola árið 2015 eða 2016 og þau verið félagar. Þau hafi dagana á undan atburðinum verið saman á fylleríi og hann komið heim til konunnar kvöldið fyrir atburðinn. Þá hafi hún og vinkona hennar, sem tilkynnti atvikið til lögreglu, verið heima hjá honum á fimmtudeginum. Kvaðst hann ekki hafa farið heim til hennar á aðfaranótt föstudagsins. Meðal gagna sem stuðst var við í málinu er myndband sem brotaþoli tók upp nóttina sem brotið átti sér stað. Mátti nema á myndbandinu að hún væri að biðja hann um að yfirgefa íbúð sína. Lýsti konan því fyrir dómi að hún hafi leitað á neyðarmóttöku fimm dögum eftir atburðinn. Hún hafi ekki treyst sér að fara fyrr þar sem hún hafi haft son sinn hjá sér. Atburðurinn hafi þá haft mikil andleg áhrif á hana. Fíkniefnaneysla hennar hafi aukist og leitaði hún nokkrum sinnum í meðferð síðan þá. Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot en hann var árið 2006 sakfelldur í Hæstarétti fyrir tilraun til manndráps. Fram kemur í dómnum að við ákvörðun refsingar í ofangreindu kynferðisbrotamáli hafi verið litið til tafa á málinu en þrjú og hálft ár eru liðin frá því. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Atvikið átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 20. apríl árið 2018 en málið var tilkynnt til lögreglu af vinkonu brotaþolans. Brotaþolinn hafi sagt lögreglu frá því að hún og maðurinn hafi átt í nokkrum samskiptum dagana fyrir brotið en hann verið mjög ölvaður dagana á undan. Hún hafi á fimmtudagskvöldinu farið að sofa stuttu fyrir miðnætti og tekið svefnlyf. Hafi hún svo vaknað við það að verið var að sleikja á henni kynfærin. Hún hafi ekki getað séð hver það væri vegna svefndrunga. Greinilegt hafi verið að einhver hafi viðbrögð hennar verið en maðurinn hafi hætt, farið fram í eldhús og svo inn á baðið í íbúðinni. Við það hafi hún þekkt manninn og spurt hann hvað hann væri að gera. Hafi hann þá sagt að hún hafi boðið honum inn, sem brotaþoli sagði ekki satt. Hún hafi svo boðist til að fylgja honum heim, en hann bjó í sama fjölbýlishúsi og hún, sem hann þáði. Áður verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps Fram kemur í dómnum að maðurinn neitaði sök. Hann kvaðst hafa kynnst brotaþola árið 2015 eða 2016 og þau verið félagar. Þau hafi dagana á undan atburðinum verið saman á fylleríi og hann komið heim til konunnar kvöldið fyrir atburðinn. Þá hafi hún og vinkona hennar, sem tilkynnti atvikið til lögreglu, verið heima hjá honum á fimmtudeginum. Kvaðst hann ekki hafa farið heim til hennar á aðfaranótt föstudagsins. Meðal gagna sem stuðst var við í málinu er myndband sem brotaþoli tók upp nóttina sem brotið átti sér stað. Mátti nema á myndbandinu að hún væri að biðja hann um að yfirgefa íbúð sína. Lýsti konan því fyrir dómi að hún hafi leitað á neyðarmóttöku fimm dögum eftir atburðinn. Hún hafi ekki treyst sér að fara fyrr þar sem hún hafi haft son sinn hjá sér. Atburðurinn hafi þá haft mikil andleg áhrif á hana. Fíkniefnaneysla hennar hafi aukist og leitaði hún nokkrum sinnum í meðferð síðan þá. Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot en hann var árið 2006 sakfelldur í Hæstarétti fyrir tilraun til manndráps. Fram kemur í dómnum að við ákvörðun refsingar í ofangreindu kynferðisbrotamáli hafi verið litið til tafa á málinu en þrjú og hálft ár eru liðin frá því.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira