Tveir hópar farenda fóru yfir landamæri Póllands í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 11:03 Tveir hópar farenda komust yfir landamæri Hvíta-Rússlands til Póllands í nótt. AP Photo/Czarek Sokolowski Tveim hópum farenda tókst að komast frá Hvíta-Rússlandi og yfir til Póllands í nótt. Allir eru þeir nú í haldi landamæravarða í Póllandi. Um tvö þúsund manns eru nú við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands en Pólverjar hafa kallað út fjölda hermanna til að verja landamærin. Ástandið hefur verið svona við landamærin síðan í byrjun ágúst en nokkur fjöldi flóttafólks hefur látið lífið á svæðinu. Ástandið þar er verulega slæmt en þar er hitastig nú farið niður fyrir frostmark og fólkið talið í lífshættu, enda fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða. Fréttastofa AP greinir frá. Varnarmálaráðuneyti Póllands hefur sakað hvítrússneska landamæraverði um að hafa skotið úr byssum upp í loftið við landamærin þar sem farendurnir hafa komið upp búðum. Ráðuneytið deildi myndbandi á Twitter þar sem heyra má skothvelli. Służby białoruskie zastraszają migrantów oddając strzały w ich obecności. pic.twitter.com/GTvrW5xUYU— Ministerstwo Obrony Narodowej 🇵🇱 (@MON_GOV_PL) November 10, 2021 Ástandið á landamærunum hefur bara farið versnandi undanfarnar vikur og ríkir svipað ástand við landamæri Hvíta-Rússlands að Litháen og Lettlandi. Ástandið má í raun rekja til deilna Evrópusambandsins og Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, en sambandið hefur lagt harðar viðskiptaþvinganir á landið vegna alræðistilburða forsetans. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þá sakað Lúkasjenka um að laða flótta- og farandfólk til Hvíta-Rússlands og nota það í pólitískum tilgangi, sem Lúkasjenka tekur fyrir. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands sakaði þá Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna á landamærunum í gær. Rússnesk stjórnvöld hafa kalllað eftir því við Evrópusambandið að það greiði Hvítrússum fyrir að stöðva flæði fólks inn um landamæri sambandsins í Póllandi. Þúsundir flóttamanna eru nú í búðum á landamærum Hvíta-Rússlands að Póllandi, Litháen og Lettlandi.AP/Leonid Shcheglov Meirihluti flóttafólksins eru ungir karlmenn en í hópnum eru einnig konur og börn. Öll eru þau frá Mið-Austurlöndum eða Mið-Asíu og hófst uppsöfnun flóttafólksins við landamærin sömu viku og Talibanar tóku völd í Afganistan. Fólkið hefur tjaldað upp við landamærin, rétt innan Hvíta-Rússlands, og er í raun fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða. Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. 9. nóvember 2021 23:15 ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg. 9. nóvember 2021 15:45 Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Um tvö þúsund manns eru nú við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands en Pólverjar hafa kallað út fjölda hermanna til að verja landamærin. Ástandið hefur verið svona við landamærin síðan í byrjun ágúst en nokkur fjöldi flóttafólks hefur látið lífið á svæðinu. Ástandið þar er verulega slæmt en þar er hitastig nú farið niður fyrir frostmark og fólkið talið í lífshættu, enda fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða. Fréttastofa AP greinir frá. Varnarmálaráðuneyti Póllands hefur sakað hvítrússneska landamæraverði um að hafa skotið úr byssum upp í loftið við landamærin þar sem farendurnir hafa komið upp búðum. Ráðuneytið deildi myndbandi á Twitter þar sem heyra má skothvelli. Służby białoruskie zastraszają migrantów oddając strzały w ich obecności. pic.twitter.com/GTvrW5xUYU— Ministerstwo Obrony Narodowej 🇵🇱 (@MON_GOV_PL) November 10, 2021 Ástandið á landamærunum hefur bara farið versnandi undanfarnar vikur og ríkir svipað ástand við landamæri Hvíta-Rússlands að Litháen og Lettlandi. Ástandið má í raun rekja til deilna Evrópusambandsins og Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, en sambandið hefur lagt harðar viðskiptaþvinganir á landið vegna alræðistilburða forsetans. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þá sakað Lúkasjenka um að laða flótta- og farandfólk til Hvíta-Rússlands og nota það í pólitískum tilgangi, sem Lúkasjenka tekur fyrir. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands sakaði þá Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna á landamærunum í gær. Rússnesk stjórnvöld hafa kalllað eftir því við Evrópusambandið að það greiði Hvítrússum fyrir að stöðva flæði fólks inn um landamæri sambandsins í Póllandi. Þúsundir flóttamanna eru nú í búðum á landamærum Hvíta-Rússlands að Póllandi, Litháen og Lettlandi.AP/Leonid Shcheglov Meirihluti flóttafólksins eru ungir karlmenn en í hópnum eru einnig konur og börn. Öll eru þau frá Mið-Austurlöndum eða Mið-Asíu og hófst uppsöfnun flóttafólksins við landamærin sömu viku og Talibanar tóku völd í Afganistan. Fólkið hefur tjaldað upp við landamærin, rétt innan Hvíta-Rússlands, og er í raun fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða.
Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. 9. nóvember 2021 23:15 ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg. 9. nóvember 2021 15:45 Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. 9. nóvember 2021 23:15
ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg. 9. nóvember 2021 15:45
Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52