Forréttindablind kirkja í bata Sindri Geir Óskarsson skrifar 10. nóvember 2021 14:00 Þjóðkirkjan hefur verið forréttindastofnun í samfélaginu í yfir 1000 ár. Ekki að það sé með öllu slæmt, saga kirkju og þjóðar er samofin, kirkjan gegnir enn mikilvægu menningarlegu hlutverki og leggur sig fram um að þjóna öllum sem til kirkjunnar leita, óháð lífssýn. Þó er það svo að í dag hefur hvorki kirkjan né nokkur annar í þessu samfélagi tilkall til þess að njóta forréttinda. Við höfum flest óþol fyrir því að horfa upp á forréttindablindu og leyfum okkur vonandi að horfa í eigin barm þegar okkur er bent á eigin forréttindastöðu. Það hafa verið forréttindi kirkjunnar að skólakerfið hafi að mestu séð um trúfræðsluna, kennt undirstöður kristinfræði og undirbúið börnin undir fermingarfræðslu. Það eru sannarlega veigamikil rök fyrir mikilvægi kristinfræði, þekking á biblíunni opnar menningararf vestur Evrópu og er hluti af því að eiga sterkt menningarlæsi. Kristinfræði er samt ekki horfin, nú er hún kennd sem hluti af trúarbragðafræði og hefur þar jafnvel stærri sess en önnur trúarbrögð einfaldlega vegna þess hvað hún hefur mótað menningu og sögu samfélagsins. Það er auðvelt að hoppa á einfaldar útskýringar og segja til dæmis skort á kristinfræðikennslu rót þess að traust til þjóðkirkjunnar fari dvínandi eða úrsögnum fjölgi. Ég hef samt grun um að óþol gagnvart forréttindastöðu og forréttindablindu leiki þar stærra hlutverk en aðalnámskrá. Fjöldinn í kirkjunni. Ég hef litla trú á því að meðlimafjöldi þjóðkirkjunnar sé í frjálsu falli og endi í núlli. Að árið 2040 muni síðasti meðlimur þjóðkirkjunnar slökkva ljósin í Hallgrímskirkju, læsa á eftir sér og henda lyklinum. Við erum frekar að sigla í áttina að kjörfylgi sem líklega er um 60% þjóðarinnar. Það er staðan í hinum Norðurlöndunum en þróunin átti sér stað nokkrum árum fyrr þar. Í september 2021 birtist frétt á Vísi um að það sem af væri ári hefði fækkað um þrjá í þjóðkirkjunni. Það var grínast með að við þyrftum að finna þessa þrjá og sannfæra þá um að koma aftur, en ég held að þetta renni stoðum undir það að nú sé að hægja á fækkuninni. Ef við horfum á tölur aftur í tímann þá sjáum við að árið 1998 voru 244.893 meðlimir í þjóðkirkjunni, í dag eru þau 229.669 eða 15.224 færri (tölur frá Hagstofunni). Heildarmeðlimafjöldinn segir alls ekki alla söguna því nú er staðan sú að 61,3% landsmanna eru hluti af þjóðkirkjunni og frá aldamótum hafa hátt í 80.þúsund manns annaðhvort gengið úr þjóðkirkjunni eða sleppt því að skrá sig í hana. Sannarlega spila inn í þetta breytur eins og að 15,6% þjóðarinnar séu innflytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð og meira en helmingur þeirra frá löndum þar sem Kaþólska kirkjan er sterk, enda hefur hún vaxið mjög hér á landi síðasta áratug. Eða þá að frá árinu 2013 hafa börn ekki verið skráð sjálfkrafa í trúfélag móður og skráist utan trúfélaga ef foreldrar eru í sitthvoru trúfélaginu. Árið 2003 var 83% barna skráð í þjóðkirkjuna við fæðingu, nú er hlutfallið í kringum 45%. Auðvitað hafa þessar breytingar áhrif á heildar myndina en við sem störfum í kirkjunni megum ekki skauta fram hjá þeirri staðreynd að meirihluti þeirra sem velja að ganga úr kirkjunni (ég þar með talinn á sínum tíma) gera það vegna óánægju með kirkjuna eða vegna þess að þau finna ekki samleið með þjóðkirkjunni og kristinni trú. Það er mikilvægt að fólk sem vill tilheyra trúfélagi geri það á sínum forsendum og ég skil það vel að fólk sem hefur óþol á forréttindablindu, yfirhylmingum og hroka hafi ákveðið að yfirgefa kirkjuna í kringum biskupsmálið eða önnur erfið mál sem kirkjan hefur ekki mætt af auðmýkt. Hinsvegar er það svo að sú óánægja hefur yfirleitt lítið sem ekkert að gera með það starf sem unnið er í öllum söfnuðum landsins, kórana, menningarstarfið, barnastarfið, sporahópana, fræðslustarfið, sálgæsluna, sorgarhópana og athafnirnar. Að tilheyra. Þar slær hjarta kirkjunnar, í grasrótinni, í söfnuðunum um allt land þar sem fólki þykir vænt um kirkjuna sína og tekur þátt í starfi hennar. Ég gekk aftur í kirkjuna þegar ég áttaði mig á því að sóknargjaldið mitt rennur beint í litla sveitasöfnuðinn minn. Mig langaði að styðja við starfið þar og tryggja að hægt væri að bjóða upp á kóra- og barnastarf í sveitinni. Það er reynsla mín að eftir þetta tímabil fækkunar sé fólk í meira mæli að velja að ganga aftur í kirkjuna, nú er árlegt að börn sem ekki voru skírð í æsku taki skírn og skrái sig í kirkjuna fyrir fermingu, eins að fólk sem hafði misst trúnna á kirkjunni heyrir í okkur og vill vita hvernig það geti skráð sig aftur. Fækkunin var mikilvæg. Ekkert annað hefur hrist eins vel í stoðum forréttindablindunnar sem við glímum mörg hver við innan kirkjunnar. Kirkjan á ekki og má ekki líta svo á að hún geti talað niður til fólks eða að hún eigi rétt á einhverri stöðu. Kirkjan á að vera þátttakandi í samfélaginu, tala við fólk í augnhæð og einbeita sér að því að boða kærleik, frið og rættlætisboðskap Krists inn í samfélagið. Ég hef fulla trú á því að kirkjan sé á réttri leið og er þakklátur þeim sem hafa sagt sig úr kirkjunni og gagnrýnt hana, því án þeirra radda værum við eflaust enn á bólakafi í forréttindablindunni sem við erum mörg að reyna að brjótast úr. Höfundur er sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Trúmál Akureyri Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðkirkjan hefur verið forréttindastofnun í samfélaginu í yfir 1000 ár. Ekki að það sé með öllu slæmt, saga kirkju og þjóðar er samofin, kirkjan gegnir enn mikilvægu menningarlegu hlutverki og leggur sig fram um að þjóna öllum sem til kirkjunnar leita, óháð lífssýn. Þó er það svo að í dag hefur hvorki kirkjan né nokkur annar í þessu samfélagi tilkall til þess að njóta forréttinda. Við höfum flest óþol fyrir því að horfa upp á forréttindablindu og leyfum okkur vonandi að horfa í eigin barm þegar okkur er bent á eigin forréttindastöðu. Það hafa verið forréttindi kirkjunnar að skólakerfið hafi að mestu séð um trúfræðsluna, kennt undirstöður kristinfræði og undirbúið börnin undir fermingarfræðslu. Það eru sannarlega veigamikil rök fyrir mikilvægi kristinfræði, þekking á biblíunni opnar menningararf vestur Evrópu og er hluti af því að eiga sterkt menningarlæsi. Kristinfræði er samt ekki horfin, nú er hún kennd sem hluti af trúarbragðafræði og hefur þar jafnvel stærri sess en önnur trúarbrögð einfaldlega vegna þess hvað hún hefur mótað menningu og sögu samfélagsins. Það er auðvelt að hoppa á einfaldar útskýringar og segja til dæmis skort á kristinfræðikennslu rót þess að traust til þjóðkirkjunnar fari dvínandi eða úrsögnum fjölgi. Ég hef samt grun um að óþol gagnvart forréttindastöðu og forréttindablindu leiki þar stærra hlutverk en aðalnámskrá. Fjöldinn í kirkjunni. Ég hef litla trú á því að meðlimafjöldi þjóðkirkjunnar sé í frjálsu falli og endi í núlli. Að árið 2040 muni síðasti meðlimur þjóðkirkjunnar slökkva ljósin í Hallgrímskirkju, læsa á eftir sér og henda lyklinum. Við erum frekar að sigla í áttina að kjörfylgi sem líklega er um 60% þjóðarinnar. Það er staðan í hinum Norðurlöndunum en þróunin átti sér stað nokkrum árum fyrr þar. Í september 2021 birtist frétt á Vísi um að það sem af væri ári hefði fækkað um þrjá í þjóðkirkjunni. Það var grínast með að við þyrftum að finna þessa þrjá og sannfæra þá um að koma aftur, en ég held að þetta renni stoðum undir það að nú sé að hægja á fækkuninni. Ef við horfum á tölur aftur í tímann þá sjáum við að árið 1998 voru 244.893 meðlimir í þjóðkirkjunni, í dag eru þau 229.669 eða 15.224 færri (tölur frá Hagstofunni). Heildarmeðlimafjöldinn segir alls ekki alla söguna því nú er staðan sú að 61,3% landsmanna eru hluti af þjóðkirkjunni og frá aldamótum hafa hátt í 80.þúsund manns annaðhvort gengið úr þjóðkirkjunni eða sleppt því að skrá sig í hana. Sannarlega spila inn í þetta breytur eins og að 15,6% þjóðarinnar séu innflytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð og meira en helmingur þeirra frá löndum þar sem Kaþólska kirkjan er sterk, enda hefur hún vaxið mjög hér á landi síðasta áratug. Eða þá að frá árinu 2013 hafa börn ekki verið skráð sjálfkrafa í trúfélag móður og skráist utan trúfélaga ef foreldrar eru í sitthvoru trúfélaginu. Árið 2003 var 83% barna skráð í þjóðkirkjuna við fæðingu, nú er hlutfallið í kringum 45%. Auðvitað hafa þessar breytingar áhrif á heildar myndina en við sem störfum í kirkjunni megum ekki skauta fram hjá þeirri staðreynd að meirihluti þeirra sem velja að ganga úr kirkjunni (ég þar með talinn á sínum tíma) gera það vegna óánægju með kirkjuna eða vegna þess að þau finna ekki samleið með þjóðkirkjunni og kristinni trú. Það er mikilvægt að fólk sem vill tilheyra trúfélagi geri það á sínum forsendum og ég skil það vel að fólk sem hefur óþol á forréttindablindu, yfirhylmingum og hroka hafi ákveðið að yfirgefa kirkjuna í kringum biskupsmálið eða önnur erfið mál sem kirkjan hefur ekki mætt af auðmýkt. Hinsvegar er það svo að sú óánægja hefur yfirleitt lítið sem ekkert að gera með það starf sem unnið er í öllum söfnuðum landsins, kórana, menningarstarfið, barnastarfið, sporahópana, fræðslustarfið, sálgæsluna, sorgarhópana og athafnirnar. Að tilheyra. Þar slær hjarta kirkjunnar, í grasrótinni, í söfnuðunum um allt land þar sem fólki þykir vænt um kirkjuna sína og tekur þátt í starfi hennar. Ég gekk aftur í kirkjuna þegar ég áttaði mig á því að sóknargjaldið mitt rennur beint í litla sveitasöfnuðinn minn. Mig langaði að styðja við starfið þar og tryggja að hægt væri að bjóða upp á kóra- og barnastarf í sveitinni. Það er reynsla mín að eftir þetta tímabil fækkunar sé fólk í meira mæli að velja að ganga aftur í kirkjuna, nú er árlegt að börn sem ekki voru skírð í æsku taki skírn og skrái sig í kirkjuna fyrir fermingu, eins að fólk sem hafði misst trúnna á kirkjunni heyrir í okkur og vill vita hvernig það geti skráð sig aftur. Fækkunin var mikilvæg. Ekkert annað hefur hrist eins vel í stoðum forréttindablindunnar sem við glímum mörg hver við innan kirkjunnar. Kirkjan á ekki og má ekki líta svo á að hún geti talað niður til fólks eða að hún eigi rétt á einhverri stöðu. Kirkjan á að vera þátttakandi í samfélaginu, tala við fólk í augnhæð og einbeita sér að því að boða kærleik, frið og rættlætisboðskap Krists inn í samfélagið. Ég hef fulla trú á því að kirkjan sé á réttri leið og er þakklátur þeim sem hafa sagt sig úr kirkjunni og gagnrýnt hana, því án þeirra radda værum við eflaust enn á bólakafi í forréttindablindunni sem við erum mörg að reyna að brjótast úr. Höfundur er sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun