Fundu fyrirferðarlítið svarthol utan Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 12:00 Teikning af því hvernig svarhol og sólstjarna í NGC 1850-stjörnuþyrpingunni gæti litið út. Stjörnurnar í kringum svartholið fyrir miðri myndinni virðast bjagaðar vegna þyngdaráhrifa þess. ESO/M. Kornmesser Stjörnufræðingum tókst að finna lítið svarthol inni í miðri stjörnuþyrpingu utan Vetrarbrautarinnar okkar. Aðferðin sem var notuð gæti gert þeim kleift að finna hulin svarthol í Vetrarbrautinni okkar og nálægum stjörnuþokum. Svartholið fannst með því að leita að þyngdaráhrifum á stjörnur í nágrenni þess í NGC 1850 stjörnuþyrpingunni í Stóra Magellanskýinu, nágrannavetrarbraut okkar. Þyrpingin er í um það bil 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Vísindamennirnir notuðu litrófsmæli á VLT-sjónaukanum í Atacama-eyðimörkinni í Síle til þess að fylgjast með þúsundum stjarna í stjörnuþyrpingunni. Þeir kembdu síðan gögnin í leit að hreyfingum stjarna sem gætu bent til þess að svarhol leyndist á milli þeirra. Í ljós kom tiltölulega „lítið“ svarhol, um ellefu sinnum massameira en sólin okkar. Það fannst vegna þyngdaráhrifa þess á stjörnu sem er um fimmfalt stærri en sólin, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Eina leiðin til að finna flest svarthol Svarhol af þessari stærð utan Vetrarbrautarinnar finnast yfirleitt með röntgengeislun sem berst frá þeim þegar efni fellur inn í þau eða með svonefndum þyngdarbylgjum. Fæst þeirra er þó hægt að finna með þeim hætti. Stefan Dreizler frá Háskólanum í Göttingen í Þýskalandi sem tók þátt í uppgötvuninni segir að flest svarthol af þessu tagi finnist aðeins með því að kanna áhrif þeirra á hreyfingar annarra fyrirbæra. „Þegar þau mynda sólkerfi með stjörnu hafa þau áhrif á hreyfingar hennar á smávægilegan en þó greinanlegan hátt þannig að við getum fundið þau með háþróuðum tækjum,“ segir hann. Hjálpar til við að skilja þróun svarthola Aldrei áður hefur tekist að finna svarthol í ungri stjörnuþyrpingu en NGC 1850 er aðeins um hundrað milljón ára gömul, kornung á stjarnfræðilegan mælikvarða. Vonir standa til að hægt verði að nota aðferðina til þess finna fleiri ung svarthol. Þannig verði hægt að varpa frekara ljósi á hvernig svarthol þróast með tímanum. Með því að bera þau saman við eldri og stærri svarthol gætu stjarnvísindamenn skilið betur hvernig þau stækka með þ´vi að nærast á stjörnum eða renna saman við önnur svarthol. Þegar ELT-sjónauki ESO verður tekin í notkun síðar á þessum áratug ættu vísindamenn að geta fundið enn fleiri svarhol sem nú eru hulin mönnum. „Hann mun gera okkur kleift að fylgjast með stjörnum sem eru töluvert daufari á sama sjónsviði auk þess að leita að svartholum í vetrarbrautaþyrpingum sem eru miklu lengra í burtu,“ segir Sara Saracino frá Stjarneðlisrannsóknastofnun John Moores-háskóla í Liverpool á Englandi sem fór fyrir hópnum sem fann svartholið. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið fyrstu reikistjörnuna utan Vetrarbrautarinnar Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið merki um reikistjörnu á braut um stjörnu utan Vetrarbrautarinnar okkar í fyrsta skipti. Allar þær þúsundir fjarreikistjarna sem menn hafa fundið til þessa eru í Vetrarbrautinni. 28. október 2021 09:06 Reikistjarna sem lifði stjörnu sína vísbending um framtíð sólkerfisins Hópi stjörnufræðinga tókst að finna fjarreikistjörnu sem lifði af dauða kulnaðar móðurstjörnu sinnar. Uppgötvunin er sögð veita innsýn inn í framtíð sólkerfisins okkar eftir að sólin syngur sitt síðasta eftir milljarða ára. 15. október 2021 14:40 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Svartholið fannst með því að leita að þyngdaráhrifum á stjörnur í nágrenni þess í NGC 1850 stjörnuþyrpingunni í Stóra Magellanskýinu, nágrannavetrarbraut okkar. Þyrpingin er í um það bil 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Vísindamennirnir notuðu litrófsmæli á VLT-sjónaukanum í Atacama-eyðimörkinni í Síle til þess að fylgjast með þúsundum stjarna í stjörnuþyrpingunni. Þeir kembdu síðan gögnin í leit að hreyfingum stjarna sem gætu bent til þess að svarhol leyndist á milli þeirra. Í ljós kom tiltölulega „lítið“ svarhol, um ellefu sinnum massameira en sólin okkar. Það fannst vegna þyngdaráhrifa þess á stjörnu sem er um fimmfalt stærri en sólin, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Eina leiðin til að finna flest svarthol Svarhol af þessari stærð utan Vetrarbrautarinnar finnast yfirleitt með röntgengeislun sem berst frá þeim þegar efni fellur inn í þau eða með svonefndum þyngdarbylgjum. Fæst þeirra er þó hægt að finna með þeim hætti. Stefan Dreizler frá Háskólanum í Göttingen í Þýskalandi sem tók þátt í uppgötvuninni segir að flest svarthol af þessu tagi finnist aðeins með því að kanna áhrif þeirra á hreyfingar annarra fyrirbæra. „Þegar þau mynda sólkerfi með stjörnu hafa þau áhrif á hreyfingar hennar á smávægilegan en þó greinanlegan hátt þannig að við getum fundið þau með háþróuðum tækjum,“ segir hann. Hjálpar til við að skilja þróun svarthola Aldrei áður hefur tekist að finna svarthol í ungri stjörnuþyrpingu en NGC 1850 er aðeins um hundrað milljón ára gömul, kornung á stjarnfræðilegan mælikvarða. Vonir standa til að hægt verði að nota aðferðina til þess finna fleiri ung svarthol. Þannig verði hægt að varpa frekara ljósi á hvernig svarthol þróast með tímanum. Með því að bera þau saman við eldri og stærri svarthol gætu stjarnvísindamenn skilið betur hvernig þau stækka með þ´vi að nærast á stjörnum eða renna saman við önnur svarthol. Þegar ELT-sjónauki ESO verður tekin í notkun síðar á þessum áratug ættu vísindamenn að geta fundið enn fleiri svarhol sem nú eru hulin mönnum. „Hann mun gera okkur kleift að fylgjast með stjörnum sem eru töluvert daufari á sama sjónsviði auk þess að leita að svartholum í vetrarbrautaþyrpingum sem eru miklu lengra í burtu,“ segir Sara Saracino frá Stjarneðlisrannsóknastofnun John Moores-háskóla í Liverpool á Englandi sem fór fyrir hópnum sem fann svartholið.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið fyrstu reikistjörnuna utan Vetrarbrautarinnar Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið merki um reikistjörnu á braut um stjörnu utan Vetrarbrautarinnar okkar í fyrsta skipti. Allar þær þúsundir fjarreikistjarna sem menn hafa fundið til þessa eru í Vetrarbrautinni. 28. október 2021 09:06 Reikistjarna sem lifði stjörnu sína vísbending um framtíð sólkerfisins Hópi stjörnufræðinga tókst að finna fjarreikistjörnu sem lifði af dauða kulnaðar móðurstjörnu sinnar. Uppgötvunin er sögð veita innsýn inn í framtíð sólkerfisins okkar eftir að sólin syngur sitt síðasta eftir milljarða ára. 15. október 2021 14:40 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Telja sig hafa fundið fyrstu reikistjörnuna utan Vetrarbrautarinnar Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið merki um reikistjörnu á braut um stjörnu utan Vetrarbrautarinnar okkar í fyrsta skipti. Allar þær þúsundir fjarreikistjarna sem menn hafa fundið til þessa eru í Vetrarbrautinni. 28. október 2021 09:06
Reikistjarna sem lifði stjörnu sína vísbending um framtíð sólkerfisins Hópi stjörnufræðinga tókst að finna fjarreikistjörnu sem lifði af dauða kulnaðar móðurstjörnu sinnar. Uppgötvunin er sögð veita innsýn inn í framtíð sólkerfisins okkar eftir að sólin syngur sitt síðasta eftir milljarða ára. 15. október 2021 14:40