Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifð leigufélag Sigrún Árnadóttir skrifar 11. nóvember 2021 14:44 Í tilefni af aðsendri grein Gunnars Smára Egilssonar sem birtist á visi.is fyrr í vikunni um starfsemi Félagsbústaða sé ég mig knúna til að koma mikilvægum upplýsingum um starfsemina á framfæri og leiðrétta rangfærslur eða misskilning sem fram kemur í skrifum Gunnars Smára. Það er gott og vel að fjalla um félagslegt leiguhúsnæði sem er afar mikilvægt og brýnt til þess að tryggja húsnæðisöryggi. Hins vegar er slæmt þegar haldið er á lofti röngum fullyrðingum og ásökunum um að okrað sé á fólki og markmiðin snúist um að ávaxta fé fyrir borgarsjóð. Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifið leigufélag í eigu Reykjavíkurborgar sem hefur þann tilgang einan að eiga, reka og leigja út félagslegar íbúðir. Í öllum hverfum borgarinnar eru félagslegar leiguíbúðir sem ætlaðar eru fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum, auk leiguíbúða fyrir aldraða og fólks með fötlun. Reykjavíkurborg fer fram með góðu fordæmi og gerir í sinni húsnæðisáætlun ráð fyrir að 5% alls íbúðarhúsnæðis sé félagslegt leiguhúsnæði. Félagsbústöðum hefur gengið nokkuð vel að halda í við þessi markmið og eru nú með um 3000 íbúðir í útleigu. Tekjuafgangur Félagsbústaða fer í greiðslur lána Gunnar Smári telur að Félagsbústaðir hafi svigrúm til þess að lækka leigu að meðaltali um 30 þúsund krónur á mánuði og bendir máli sínu til stuðnings á ársreikning síðasta árs sem sýnir að tekjuafgangur fyrir matsbreytingar og verðbætur langtímalána nemi rúmum einum milljarði króna. Ef þessum milljarði væri ekki til að dreifa gætu Félagsbústaðir ekki staðið í skilum með afborgnir langtímalána sem á þessu sama ári námu rúmlega 950 milljónum króna. Það kynni ekki góðri lukku að stýra ef Félagsbústaðir gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar og myndi í raun ógna húsnæðisöryggi leigjendanna. Félagsbústaðir leitast við að halda leiguverði stöðugu og viðráðanlegu á sama tíma og félagið þarf að standa undir kostnaði við rekstur, viðhald og fjölgun íbúða. Leiguverð Félagsbústaða er um 25%-30% lægra en leiguverð þinglýstra leigusamninga nú í haust hér í Reykjavík. Þjónustu- og viðhorfskönnun sem MMR framkvæmdi fyrr á þessu ári meðal leigjenda Félagsbústaða sýnir að 72% aðspurðra telja að leiguverðið hjá Félagsbústöðum sé hagstætt og mikill fjöldi nefnir húsnæðisöryggi sem einn af kostum þess að leigja af Félagsbústöðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í tilefni af aðsendri grein Gunnars Smára Egilssonar sem birtist á visi.is fyrr í vikunni um starfsemi Félagsbústaða sé ég mig knúna til að koma mikilvægum upplýsingum um starfsemina á framfæri og leiðrétta rangfærslur eða misskilning sem fram kemur í skrifum Gunnars Smára. Það er gott og vel að fjalla um félagslegt leiguhúsnæði sem er afar mikilvægt og brýnt til þess að tryggja húsnæðisöryggi. Hins vegar er slæmt þegar haldið er á lofti röngum fullyrðingum og ásökunum um að okrað sé á fólki og markmiðin snúist um að ávaxta fé fyrir borgarsjóð. Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifið leigufélag í eigu Reykjavíkurborgar sem hefur þann tilgang einan að eiga, reka og leigja út félagslegar íbúðir. Í öllum hverfum borgarinnar eru félagslegar leiguíbúðir sem ætlaðar eru fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum, auk leiguíbúða fyrir aldraða og fólks með fötlun. Reykjavíkurborg fer fram með góðu fordæmi og gerir í sinni húsnæðisáætlun ráð fyrir að 5% alls íbúðarhúsnæðis sé félagslegt leiguhúsnæði. Félagsbústöðum hefur gengið nokkuð vel að halda í við þessi markmið og eru nú með um 3000 íbúðir í útleigu. Tekjuafgangur Félagsbústaða fer í greiðslur lána Gunnar Smári telur að Félagsbústaðir hafi svigrúm til þess að lækka leigu að meðaltali um 30 þúsund krónur á mánuði og bendir máli sínu til stuðnings á ársreikning síðasta árs sem sýnir að tekjuafgangur fyrir matsbreytingar og verðbætur langtímalána nemi rúmum einum milljarði króna. Ef þessum milljarði væri ekki til að dreifa gætu Félagsbústaðir ekki staðið í skilum með afborgnir langtímalána sem á þessu sama ári námu rúmlega 950 milljónum króna. Það kynni ekki góðri lukku að stýra ef Félagsbústaðir gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar og myndi í raun ógna húsnæðisöryggi leigjendanna. Félagsbústaðir leitast við að halda leiguverði stöðugu og viðráðanlegu á sama tíma og félagið þarf að standa undir kostnaði við rekstur, viðhald og fjölgun íbúða. Leiguverð Félagsbústaða er um 25%-30% lægra en leiguverð þinglýstra leigusamninga nú í haust hér í Reykjavík. Þjónustu- og viðhorfskönnun sem MMR framkvæmdi fyrr á þessu ári meðal leigjenda Félagsbústaða sýnir að 72% aðspurðra telja að leiguverðið hjá Félagsbústöðum sé hagstætt og mikill fjöldi nefnir húsnæðisöryggi sem einn af kostum þess að leigja af Félagsbústöðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsbústaða.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun