Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór Þ. 102-104 | Þórssigur í háspennuleik í Smáranum Smári Jökull Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 20:50 Það var hart barist í Smáranum í kvöld. Vísir / Bára Dröfn Þórsarar unnu 104-102 sigur á Breiðablik í háspennuleik í Smáranum í kvöld. Með sigrinum jafna Þórsarar Grindvíkinga að stigum á toppi Subway-deildarinnar. Gestirnir byrjuðu leikinn í kvöld töluvert betur og Blikar mættu frekar daufir til leiks, skotin þeirra voru ekki að detta niður á meðan Þórsarar voru að setja sín skot. Þór leiddi 27-16 eftir fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta hófst skotsýning heimamanna með Everage Richardsson fremstan í flokki. Breiðablik skoraði 39 stig í leikhlutanum og komu sér aftur inn í leikinn. Staðan í hálfleik 55-49 fyrir Breiðablik. Í síðari hálfleik voru sveiflurnar ekki eins miklar. Blikar héldu lengst af frumkvæðinu en liðin skiptust ansi oft á forystunni. Undir lok leiksins var spennan mikil. Nicolas Massarelli setti risastóran þrist þegar innan við mínúta var eftir og kom Þór í 102-98. Blikar svöruðu hins vegar og Árni Elmar Hrafnsson jafnaði í 102-102 þegar 39 sekúndur voru eftir. Þórsarar stilltu upp í sókn og áðurnefndur Massarelli skoraði með góðu stökkskoti þegar 11 sekúndur voru eftir. Breiðablik fékk lokasóknina. Everage Richardsson náði að búa til gott skot fyrir Danero Thomas en þriggja stiga skot hans geigaði í þann mund sem flautan gall. Þórsarar fögnuðu sætum sigri en Blikar gengu svekktir af velli enda ekki í fyrsta sinn í vetur sem þeir tapa jöfnum leik. Af hverju vann Þór? Það var í raun töluvert sem skildi liðin að í tölfræðinni. Þór var með færri tapaða bolta, tók fleiri fráköst og skaut fleiri skotum en leikurinn var samt hnífjafn. Sóknarfráköst gestanna voru mikilvæg og skiluðu þeim góðum stigum. Góð hittni heimamanna gerði það síðan að verkum að þeir voru lengi vel með frumkvæðið. Nicolas Massarelli og Daniel Mortensen settu góða þrista undir lok leiksins og Massarelli greinilega óhræddur að taka stóru skotin þó svo að hann hafi ekki hitt sérlega vel í kvöld. Þessir stóðu upp úr: Daninn Mortensen var frábær hjá Þór með 31 stig og 12 fráköst. Glynn Watsons og Massarelli hittu ekki sérstaklega vel en skoruðu töluvert. Þá er Ronaldos Rutkauskas liðinu mjög mikilvægur og hann tók alls 18 fráköst í kvöld. Hjá Breiðablik var Everage Richardsson magnaður. Hann skoraði 30 stig og hitti afar vel. Þá skilaði Samuel Prescott líka góðu framlagi. Hvað gekk illa? Blikar voru undir í frákastabaráttunni og töpuðu of mikið af boltum. Varnarlega áttu þeir mjög góða kafla en gáfu opin skot þess á milli. Þórsarar fengu á sig 39 stig í öðrum leikhluta sem eru sjaldséðar tölur. Varnarlega voru þeir þó ekki beint slakir en að fá á sig meira en 100 stig er sjaldan jákvætt. Hvað gerist næst? Í næstu umferð fer Breiðablik til Njarðvíkur en Þórsarar frá nafna sína frá Akureyri í heimsókn. Pétur: Þetta var jafn leikur og við töpuðum, ekki flóknara en það Pétur var svekktur eftir tapið í kvöld gegn Þór. Vísir / Bára Dröfn „Þetta er allavega í síðasta skipti sem þetta gerist,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Breiðabliks eftir að liðið tapaði, 104-102 gegn Þór frá Þorlákshöfn í jöfnum spennuleik í Subway-deildinni í körfuknattleik í kvöld. Þetta er í fjórða sinn sem Blikaliðið dregur stutta stráið í jöfnum leikjum liðsins í vetur og það er það sem Pétur á við með orðum sínum. Leikurinn í kvöld var frábær skemmtun og sóknarleikur í hávegum hafður. Breiðablik fékk tækifæri í lokin til að tryggja sér sigurinn og tóku leikhlé þegar tæpar tíu sekúndur voru eftir á klukkunni. Everage Richardsson gerði vel í að búa til skot fyrir Danero Thomas en skotið geigaði um leið og flautan gall. „Við vildum koma boltanum fljótt inn og svo þurfti einhver að búa til eitthvað fyrir liðið. Þetta var ágætis sókn. Everage sótti á körfuna, vörnin féll niður og Danero fékk opið skot en bara setti það ekki niður. Þetta eru þessi 33%,“ sagði Pétur. „Þriggja stiga skot er 33% að meðaltali ofan í körfuna. Þetta er bara hluti af leiknum, við vorum að spila fínustu vörn á löngum köflum í þessum leik og þeir spila líka hörkuvörn. Þetta var jafn leikur og við töpuðum honum, það er ekki flóknara en það.“ Þórsarar byrjuðu leikinn betur en Breiðablik skoraði 39 stig í öðrum leikhluta og kom sér á ný inn í leikinn. „Við byrjuðum þetta bara flatt og þeir af krafti. Þeir settu skot á meðan við klikkuðum. Í öðrum leikhluta snerist þetta við en þeir settu einu fleira skot niður en við í dag og það er munurinn.“ Lárus: Hann setti skotin sem skiptu máli Lárus fagnar með sínum mönnum í kvöldVísir / Bára Dröfn Lárus Jónsson þjálfari Þórsara sagði að hann hefði verið skíthræddur við leikinn gegn Breiðablik í kvöld. Hann sagðist ánægður með stigin tvö. „Þeir voru næstum búnir að vinna Keflavík um daginn, voru óheppnir og eru bara stórhættulegir. Annar leikhlutinn skar svolítið úr um þetta. Þeir skoruðu 39 stig í öðrum leikhluta og þar með var þetta leikur. Þeir áttu frábæran annan leikhluta og þá vissum við að þetta yrði leðjuslagur,“ sagði Lárus í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. Eins og Lárus nefnir þá skoruðu Blikar hvorki meira né minna en 39 stig í öðrum leikhluta og það er ekki á hverjum degi sem maður sér slíkar tölur. „Ég held þeir hafi klúðrað þremur skotum í öðrum leikhluta. Þeir voru með rosalega góða hittni. Við tókum fleiri skot og sóknarfráköstin hjá okkur unnu þetta í kvöld. Við vorum ekki með lélega nýtingu en þeir voru með frábæra.“ Nicolas Massarelli hitti ekkert sérlega vel hjá Þór í kvöld en setti niður stór skot þegar á reyndi, þrist seint í fjórða leikhluta og svo sigurkörfuna þegar skammt var eftir. „Ég held hann hafi verið þrír af ellefu í þriggja en setti skotin sem skiptu máli.“ Mortensen: Við erum óeigingjarnir og spilum vel saman Daniel Mortensen var frábær hjá Þórsurum í kvöldVísir / Bára Daninn Daniel Mortensen átti frábæran leik fyrir Þór í kvöld, skoraði 31 stig og tók 12 fráköst í góðum sigri Þórsara. „Sigur er alltaf góður, þessi var erfiður en sigur er sigur. Það er erfitt að spila gegn þeim, þeir eru með frekar sérstakan leikstíl og það er erfitt að spila góða hjálparvörn. Þeir skoruðu 39 stig í öðrum leikhluta sem var ótrúlegt. Við erum ánægðir að vinna þennan leik.“ Daninn setti niður fimm þriggja stiga skot í kvöld og skilaði alls 38 framlagsstigum fyrir liðið „Ég hefði getað hitt aðeins betur, ég fékk opin skot. Í heildina séð er ég ánægður. Ég geri það sem ég get fyrir liðið og gef aukasendinguna ef það þarf. Það er þannig sem við spilum, við erum óeigingjarnir og spilum vel saman.“ Daniel er afar ánægður með Lárus Jónsson, þjálfara Þórsara, og sagði frábært að koma inn í liðið sem varð Íslandsmeistari í fyrra. „Hann er frábær þjálfari, hann er ólíkur mörgum þeim þjálfurum sem ég hef haft. Hann er frábær náungi og stemmningin í kringum liðið mjög góð. Við njótum þess að vera saman innan og utan vallar.“ Hann bætti við að stuðningurinn við liðið væri algjörlega frábær. „Ég get varla lýst stuðningsmönnunum, þeir eru magnaðir. Þeir koma á alla heima- og útileiki og eru með læti. Þeir öskra og kalla og ég hef ekkert nema jákvæða hluti að segja um Þorlákshöfn,“ sagði Daniel að lokum. Subway-deild karla Breiðablik Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Pétur: Þetta var jafn leikur og við töpuðum, ekki flóknara en það „Þetta er allavega í síðasta skipti sem þetta gerist,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Breiðabliks eftir að liðið tapaði, 104-102 gegn Þór frá Þorlákshöfn í jöfnum spennuleik í Subway-deildinni í körfuknattleik í kvöld. 11. nóvember 2021 20:18
Þórsarar unnu 104-102 sigur á Breiðablik í háspennuleik í Smáranum í kvöld. Með sigrinum jafna Þórsarar Grindvíkinga að stigum á toppi Subway-deildarinnar. Gestirnir byrjuðu leikinn í kvöld töluvert betur og Blikar mættu frekar daufir til leiks, skotin þeirra voru ekki að detta niður á meðan Þórsarar voru að setja sín skot. Þór leiddi 27-16 eftir fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta hófst skotsýning heimamanna með Everage Richardsson fremstan í flokki. Breiðablik skoraði 39 stig í leikhlutanum og komu sér aftur inn í leikinn. Staðan í hálfleik 55-49 fyrir Breiðablik. Í síðari hálfleik voru sveiflurnar ekki eins miklar. Blikar héldu lengst af frumkvæðinu en liðin skiptust ansi oft á forystunni. Undir lok leiksins var spennan mikil. Nicolas Massarelli setti risastóran þrist þegar innan við mínúta var eftir og kom Þór í 102-98. Blikar svöruðu hins vegar og Árni Elmar Hrafnsson jafnaði í 102-102 þegar 39 sekúndur voru eftir. Þórsarar stilltu upp í sókn og áðurnefndur Massarelli skoraði með góðu stökkskoti þegar 11 sekúndur voru eftir. Breiðablik fékk lokasóknina. Everage Richardsson náði að búa til gott skot fyrir Danero Thomas en þriggja stiga skot hans geigaði í þann mund sem flautan gall. Þórsarar fögnuðu sætum sigri en Blikar gengu svekktir af velli enda ekki í fyrsta sinn í vetur sem þeir tapa jöfnum leik. Af hverju vann Þór? Það var í raun töluvert sem skildi liðin að í tölfræðinni. Þór var með færri tapaða bolta, tók fleiri fráköst og skaut fleiri skotum en leikurinn var samt hnífjafn. Sóknarfráköst gestanna voru mikilvæg og skiluðu þeim góðum stigum. Góð hittni heimamanna gerði það síðan að verkum að þeir voru lengi vel með frumkvæðið. Nicolas Massarelli og Daniel Mortensen settu góða þrista undir lok leiksins og Massarelli greinilega óhræddur að taka stóru skotin þó svo að hann hafi ekki hitt sérlega vel í kvöld. Þessir stóðu upp úr: Daninn Mortensen var frábær hjá Þór með 31 stig og 12 fráköst. Glynn Watsons og Massarelli hittu ekki sérstaklega vel en skoruðu töluvert. Þá er Ronaldos Rutkauskas liðinu mjög mikilvægur og hann tók alls 18 fráköst í kvöld. Hjá Breiðablik var Everage Richardsson magnaður. Hann skoraði 30 stig og hitti afar vel. Þá skilaði Samuel Prescott líka góðu framlagi. Hvað gekk illa? Blikar voru undir í frákastabaráttunni og töpuðu of mikið af boltum. Varnarlega áttu þeir mjög góða kafla en gáfu opin skot þess á milli. Þórsarar fengu á sig 39 stig í öðrum leikhluta sem eru sjaldséðar tölur. Varnarlega voru þeir þó ekki beint slakir en að fá á sig meira en 100 stig er sjaldan jákvætt. Hvað gerist næst? Í næstu umferð fer Breiðablik til Njarðvíkur en Þórsarar frá nafna sína frá Akureyri í heimsókn. Pétur: Þetta var jafn leikur og við töpuðum, ekki flóknara en það Pétur var svekktur eftir tapið í kvöld gegn Þór. Vísir / Bára Dröfn „Þetta er allavega í síðasta skipti sem þetta gerist,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Breiðabliks eftir að liðið tapaði, 104-102 gegn Þór frá Þorlákshöfn í jöfnum spennuleik í Subway-deildinni í körfuknattleik í kvöld. Þetta er í fjórða sinn sem Blikaliðið dregur stutta stráið í jöfnum leikjum liðsins í vetur og það er það sem Pétur á við með orðum sínum. Leikurinn í kvöld var frábær skemmtun og sóknarleikur í hávegum hafður. Breiðablik fékk tækifæri í lokin til að tryggja sér sigurinn og tóku leikhlé þegar tæpar tíu sekúndur voru eftir á klukkunni. Everage Richardsson gerði vel í að búa til skot fyrir Danero Thomas en skotið geigaði um leið og flautan gall. „Við vildum koma boltanum fljótt inn og svo þurfti einhver að búa til eitthvað fyrir liðið. Þetta var ágætis sókn. Everage sótti á körfuna, vörnin féll niður og Danero fékk opið skot en bara setti það ekki niður. Þetta eru þessi 33%,“ sagði Pétur. „Þriggja stiga skot er 33% að meðaltali ofan í körfuna. Þetta er bara hluti af leiknum, við vorum að spila fínustu vörn á löngum köflum í þessum leik og þeir spila líka hörkuvörn. Þetta var jafn leikur og við töpuðum honum, það er ekki flóknara en það.“ Þórsarar byrjuðu leikinn betur en Breiðablik skoraði 39 stig í öðrum leikhluta og kom sér á ný inn í leikinn. „Við byrjuðum þetta bara flatt og þeir af krafti. Þeir settu skot á meðan við klikkuðum. Í öðrum leikhluta snerist þetta við en þeir settu einu fleira skot niður en við í dag og það er munurinn.“ Lárus: Hann setti skotin sem skiptu máli Lárus fagnar með sínum mönnum í kvöldVísir / Bára Dröfn Lárus Jónsson þjálfari Þórsara sagði að hann hefði verið skíthræddur við leikinn gegn Breiðablik í kvöld. Hann sagðist ánægður með stigin tvö. „Þeir voru næstum búnir að vinna Keflavík um daginn, voru óheppnir og eru bara stórhættulegir. Annar leikhlutinn skar svolítið úr um þetta. Þeir skoruðu 39 stig í öðrum leikhluta og þar með var þetta leikur. Þeir áttu frábæran annan leikhluta og þá vissum við að þetta yrði leðjuslagur,“ sagði Lárus í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. Eins og Lárus nefnir þá skoruðu Blikar hvorki meira né minna en 39 stig í öðrum leikhluta og það er ekki á hverjum degi sem maður sér slíkar tölur. „Ég held þeir hafi klúðrað þremur skotum í öðrum leikhluta. Þeir voru með rosalega góða hittni. Við tókum fleiri skot og sóknarfráköstin hjá okkur unnu þetta í kvöld. Við vorum ekki með lélega nýtingu en þeir voru með frábæra.“ Nicolas Massarelli hitti ekkert sérlega vel hjá Þór í kvöld en setti niður stór skot þegar á reyndi, þrist seint í fjórða leikhluta og svo sigurkörfuna þegar skammt var eftir. „Ég held hann hafi verið þrír af ellefu í þriggja en setti skotin sem skiptu máli.“ Mortensen: Við erum óeigingjarnir og spilum vel saman Daniel Mortensen var frábær hjá Þórsurum í kvöldVísir / Bára Daninn Daniel Mortensen átti frábæran leik fyrir Þór í kvöld, skoraði 31 stig og tók 12 fráköst í góðum sigri Þórsara. „Sigur er alltaf góður, þessi var erfiður en sigur er sigur. Það er erfitt að spila gegn þeim, þeir eru með frekar sérstakan leikstíl og það er erfitt að spila góða hjálparvörn. Þeir skoruðu 39 stig í öðrum leikhluta sem var ótrúlegt. Við erum ánægðir að vinna þennan leik.“ Daninn setti niður fimm þriggja stiga skot í kvöld og skilaði alls 38 framlagsstigum fyrir liðið „Ég hefði getað hitt aðeins betur, ég fékk opin skot. Í heildina séð er ég ánægður. Ég geri það sem ég get fyrir liðið og gef aukasendinguna ef það þarf. Það er þannig sem við spilum, við erum óeigingjarnir og spilum vel saman.“ Daniel er afar ánægður með Lárus Jónsson, þjálfara Þórsara, og sagði frábært að koma inn í liðið sem varð Íslandsmeistari í fyrra. „Hann er frábær þjálfari, hann er ólíkur mörgum þeim þjálfurum sem ég hef haft. Hann er frábær náungi og stemmningin í kringum liðið mjög góð. Við njótum þess að vera saman innan og utan vallar.“ Hann bætti við að stuðningurinn við liðið væri algjörlega frábær. „Ég get varla lýst stuðningsmönnunum, þeir eru magnaðir. Þeir koma á alla heima- og útileiki og eru með læti. Þeir öskra og kalla og ég hef ekkert nema jákvæða hluti að segja um Þorlákshöfn,“ sagði Daniel að lokum.
Subway-deild karla Breiðablik Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Pétur: Þetta var jafn leikur og við töpuðum, ekki flóknara en það „Þetta er allavega í síðasta skipti sem þetta gerist,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Breiðabliks eftir að liðið tapaði, 104-102 gegn Þór frá Þorlákshöfn í jöfnum spennuleik í Subway-deildinni í körfuknattleik í kvöld. 11. nóvember 2021 20:18
Pétur: Þetta var jafn leikur og við töpuðum, ekki flóknara en það „Þetta er allavega í síðasta skipti sem þetta gerist,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Breiðabliks eftir að liðið tapaði, 104-102 gegn Þór frá Þorlákshöfn í jöfnum spennuleik í Subway-deildinni í körfuknattleik í kvöld. 11. nóvember 2021 20:18
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti